Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

tmar
tmar Notandi frá fornöld Karlmaður
3.172 stig

Miðvikudagur (fjórði hlutir) (0 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 3 mánuðum
IV Hann situr á biðstofu. Veggir eru ljósgulir. Nokkrum stólum og borði hefur verið komið fyrir á snyrtilegan hátt. Á borðinu er þykkur stafli af slúðurblöðum. Hann er einn þar inni ef frá er talin stúlka sem vinnur í afgreiðslu stofunnar. Honum líður eins og þegar hann var að fara til tannlæknis þegar hann var yngri. Hann hatar að fara til tannlækna. Hann lenti í því þegar hann var 11 ára gamall að það voru dregnir úr honum barnajaxlarnir. Hann hafði aldrei upplifað annan eins sársauka...

í kirkjugarði (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Við hliðið stendur eineygður hrafn og horfir á þig það liggur snjóföl á milli leiðanna í garðinum mölin eins og að þú gangir á þúsund beinagrindum legsteinarnir eins og fingurgómar einhvers sem grafinn er í garðinum teygja sig í átt til dökkleits himins einmana tré stendur nakið í garðinum miðjum hrafninn lítur af þér og flýgur í burtu

fyrir botni Miðjarðarhafs (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Máð eru spor þín og þar sem áður þú gekkst nýkrýndur en þjakaður renna nú rauðir lækir reiðinnar og þar sem áður þú baðst fyrirgefningar og miskunnar ríkir nú heiftin og þar sem áður þú lyftir augliti þínu til himins rísa nú ránfuglar Æ, hve máð eru spor þín þú ógæfunnar sonu

Miðvikudagur (þriðji hluti) (2 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 4 mánuðum
III Hann stendur inni á baðherbergi. Fyrir framan hvítan vask. Fyrir ofan vaskinn er spegill. Hann starir á spegilmynd sína. Órakaður og dökkt hárið allt út í loftið. Hvít tannkremsfroða lekur út um annað munnvikið. Rauður tannbursti stingst út hinumegin. Það eru dökkir baugar undir bláum augum hans. Hann er hér um bil ekkert sofinn. Það er bankað á baðherbergisdyrnar. ,,Ertu að verða búinn?” spyr hún þýðlega. Hann hrækir froðunni í vaskinn. ,,Augnablik” svarar hann. Hann skolar munninn....

Við Golgötu (6 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Það líður kyrrð yfir af enni þínu falla djúprauðir dropar þungt niður í götuna einhvers staðar innan úr mér berst bergmál þeirra til eyrna minna er byrði mín engu minni en þín?

Eru lagatextar ljóð? (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum

Vorkvöld eitt í Getsemane (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Þú horfir þögull út í bláklædda nóttina hún lagðist yfir okkur eins og teppi á mig sækir svefn hún kallar mig til sín sú bláklædda þú stendur yfir okkur og kyssir einn af öðrum en trén sem í vorskrúða hvítum blómum skarta eru ókyrr blikur á lofti veðrabrigði þau eru svikul vorkvöldin í einni andrá ertu horfinn sé ég spurður hvort ég þekki þig kannast ég ekki við það sé ég spurður hvort ég þekki þig veit ég ekki um hvern er rætt sé ég spurður hvort ég þekki þig hef ég aldrei hitt þig og haninn gala

Hamingjan og mamma (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
að finna hamingjusamt fólk í Kína er eins og að finna líf á öðrum hnöttum sagði mamma mín eitt sinn nokkrum árum seinna fannst steingervð fruma frá Mars á Suðurskautslandinu

eftir storminn (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Á glugga þinn hafa verið dregnar litmjúkar frostrósir og fyrir neðan þykk skýin hefur vetarsólin komið sér fyrir og skín á þennan glugga fyrir utan gluggan hefur storminn lægt hann sem í nótt æddi óður yfir landið syngur nú vögguvísur fyrir smáfuglana í bensínlituðu dagsljósinu fer lífið á stjá og leitar þig uppi handan við gluggan í litlu húsi á gluggan hafa verið dregnar litmjúkar frostrósi

MIðvikudagur (annar hluti) (0 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 4 mánuðum
II Hann situr í bílnum sínum. Hún við hlið hans. Þau eru fyrir framan steingráa fjögurra hæða byggingu. Hún vinnur þar. ,,Þú manst að fara til Hannesar í dag, það er miðvikudagur, þú manst!?” áminnir hún hann. Hún horfir á hann með ,,þú-getur-ekki-neitað“svipnum. Augu hennar stara fast á hann og hann getur ekki með nokkru móti komist undan augnaráði hennar. ,,Já, já auðvitað man ég það” svarar hann. Hún hallar sér á milli bílsætanna. Hún brosir til hans ástúðlega og smellir kossi á kinnina á...

miðvikudagur (fyrsti hluti) (0 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 4 mánuðum
I ,,Þegar sólin sest og borgin hægir á sér, finnst mér vera besti tími dagsins. Ég næ aftur sambandi við jörðina, í gegnum malbikið og steypuna, eftir allt það stress sem fylgir deginum og vinnunni. Það er sem einhver slökkvi bara á borginni því allir flýja oní holurnar sínar og láta ekki heyra í sér fyrr en næsta dag. En það er eins og ég taki ekki þátt í þessu lífi lengur, ég get ekki hugsað mér að taka þátt í því áfram. Ég hef bara ekki orku til þess. –Skrýtið hvernig allt getur breyst...

með vindinum (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Dökkleit þau æða um himna lífs þíns og trén sem í morgun stóðu stolt hneiga sig við komu þeirra þú leggur af stað og er þú nærð upp á hólinn berst þér angan af hafi og í huga þér kviknar líf eitthvað sem kallar á þíg í sömu mund dynja himnarnir á þér en þú hugsar sæll skyldi’ann vera að sunnan?

á vindasömum degi (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Áfram! Áfram! Það hvín og þú stendur nærri því láréttur úti á stétt Áfram! Áfram! Það hvín og smáfuglarnir fjúka ræfilslegir út á haf Áfram! Áfram! Það hvín og moldin þyrlast upp í augun á þér Áfram! Áfram! Það hvín en samt lekur áin letilega sinn vanalega veg og virðist ekkert taka eftir ytri aðstæðum.

draumur (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Nokkrir hrafnar standa yfir hræi af hrút og éta úr því augun tveir þeirra líta upp taka eftir þér vot og köld þoka umlykur mýrina sem þú stendur í blautur upp á miðja kálfa það er lélegt skyggni krunk-krunk-krá hefja hrafnarnir sig á loft og leggja til þín krunk-krunk-krá þú reynir að bera fyrir þig hönd þú reynir að hlaupa í burtu krunk-krunk-krá þú fellur við ofan í kalda mýrina finnur klær þeirra læsast í hold þitt krunk-krunk-krá (með andfælum þú hrekkur við vaknar lítur út um gluggann í...

hjálp!!!!!! (2 álit)

í Tölvuhlutverkaleikir fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Hjálp! Ég er í geðveikum vandræðum, fastari en andskotinn í Wathcers Keep…..ég er nefnilega á 2.floor en finn ekki scepter of air né fire…búinn að finna scepter of slime og veit um scepter of ice…..getur einhver hjálpað mér?

kyrrð (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Einhvers staðar innan úr þokunni rýfur bíl kyrrðina tvö ljós sem stefna beint á þig hrímköld döggin leggst á handleggi þína og andlit við veginn stenda tveir hrafnar og horfa tinnusvörtum augum sínum á þig tvö ljós sem stefna beint á þig í fjarska má greina árnið kannski þeir séu að fá’ann hugsar þú og loks lítur þú við tvö ljós sem stefna beint á þig einhvers staðar innan úr þokunni rýfur óp kyrrðina

Þær falla! (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Þær falla! Ung kona hleypur út úr brennandi húsi með barn undir annarri hendi og slæðu yfir andlitinu Þær falla! Barn lítur furðu slegið upp í bláan himininn en faðir þess kallar ákaft á það að koma sér í burtu Þær falla! Eldri maður lítur undan og veit það að hann mun ekki komast undan í tæka tíð Þær falla! Vígreifur hermaður horfir sigrihrósandi á og fagnar þessum merka sigri

draumferð (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Síðustu geislar hungangslitaðrar sólarinnar sveipa göngu þína draumkenndum blæ þú gengur um iðagræna velli og lítur hrungjörn laufblöð sem líf þitt hefur verið rist á og aðeins í skini mánans getur þú lesið þær rúnir eitt haustlitað lauf berst til þín með rólegum, rökum andardrætti sumarsins þú lítur niður á laufið milli fingra þér og gerir þér grein fyrir því að einhvern veginn hefur það alltaf verið þa

ég er þú (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
þegar orðin koma ekki af sjálfu sér og ég vil geta horft á þig horfið inní þig, -horfið inná sporbaug drauma þinna þegar sárin renna ekki lengur niður andlit vona þinna ég horfi á þig anda að þér nýjustu straumunum og ég finn að ég hverf -hverf inní svarthol minninga þinna og löngu seinna læðist fram lítið bros fram á varir þínar þegar þú manst eftir litla mér og þá loksins þá er ég orðinn þú

Hver er besti smásagnahöfundurinn á Íslandi? (0 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 4 mánuðum

Óskaðir þú eftir ljóðabók í jólagjöf? (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum

andspyrna (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Þeir streymdu yfir landamærin eins og elfur undan vetri við reyndum að spyrna gegn þeim án árangurs þeir voru of sterkir við hörfuðum og leituðum skjóls í kjallara gamallar konu í myrkri kúrðum þegar hermennirnir komu gamla konan dó án þess að segja orð við undan komumst í morgun vorum við þrír í kvöld er ég einn vindurinn, -ó, vindurinn blæs ég herði för vígstöðvarnar eru fangelsi mitt en friðurinn mun frelsa mig

Besta smásagan sem skrifuð hefur verið á íslensku? (0 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Vonir e. Einar Kvaran er, að mínu mati, ein allra besta smásaga sem hefur verið skrifuð á íslensku. Hún er geysilega vel byggð og endar á mjög dramatískan og táknrænan hátt.Ég hvet alla hugara sem ekki hafa lesið þessa snilld að drífa í því….

þú bíður (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Einmana lík bíður þú ert ekki lifandi þú ert bara lík að drepa tímann þú hefur drekkt trúnni Í hafi efans sem líður áfram Endalaust eins og líf þitt nýtur efans um að vera lifandi þú ert ekki lifandi þú ert bara stytta samfélagsins sem þú býrð í þú hefur gleymt ástinni Á stað þar sem enginn hefur lært að elska Stutt, svo stutt er þangað En þú kemst samt ekki alla leið þú ert ekki lifandi þú ert bara spegill þess sem þú hefur lært þú hefur týnt minningunum Í rigningu tilfinninga sem hellist...

marie (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Þú stígur frá glugganum réttir fram hendi þína að henni og hún þykist lesa í hana kannski er hún sígauni einhvern veginn stendur þú á brún hefur gleymt öllum bænum þínum ert við það að dettta en köngulóarvefir hennar binda þig fastan við jörðina hún heldur fast í þig eins og að þú sért kross og hún er negld við hann hún lítur upp brosir og segir að kannski sért þú bara sígauni (en þú ert kaldur eins og rakvélablað) þú komst til hennar af því að þú varst forvitinn ekki af því að þú værir...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok