Þú horfir
þögull út í bláklædda nóttina
hún lagðist yfir okkur eins og teppi

á mig sækir svefn
hún kallar mig til sín
sú bláklædda

þú stendur yfir okkur
og kyssir
einn af öðrum

en trén
sem í vorskrúða
hvítum blómum skarta
eru ókyrr

blikur á lofti
veðrabrigði
þau eru svikul
vorkvöldin

í einni andrá
ertu horfinn

sé ég spurður
hvort ég þekki þig
kannast ég ekki við það

sé ég spurður
hvort ég þekki þig
veit ég ekki um hvern er rætt

sé ég spurður
hvort ég þekki þig
hef ég aldrei hitt þig

og haninn gala