Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

tmar
tmar Notandi frá fornöld Karlmaður
3.172 stig

Draumar;Ferðalög (1 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Strætóstoppistöð. Líkt og á skurðstofu, dauðhreinsuð þögn. Ég sit einn á bekknum, tilbúinn til aðgerðar. Bráðum verður gert að mér. Eins og að fiski, nýdregnum að landi. Það er allt hvítt. Nema græna kortið. Það er gult. Loks kemur gulur bíll. Ég stíg inn. Inni sitja þrír men, glottandi yfir tilvonandi áfangastöðum sínum. Þeir eru allir klæddir í hvíta læknasloppa. Ég kynni mig. Ökumaðurinn horfir á mig. Blár búningur og kalt, fjarrænt blik augna hans, eins og svarthol í andlitinu, hræða...

Ég og þú (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Í djúpum hylnum speglast eldur augna þinna þrátt fyrir fjarlægðina á milli þín og mín í brjáluðum eldinum skuggi af ást þinni þrátt fyrir snertinguna ámilliþínogmín þegar spennan hverfur á milli okkar og við verðum fjarlæg þú ég

Hugsað (2 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Hugsað Það læðist þoka yfir garðinn. Hljóðlaust smokrar hún sér á milli trjáa og legsteina, vefur fingrum sínum um hvern stein og gleypir hann. Hljóðin frá borginni verða öll fjarlæg og fá á sig dularfullan blæ, -svo hol og innantóm. Ég geng eftir malarstígnum. Mölin brakar óvenju hátt undan fótum mér, líkt og að ég gangi á þúsund beinagrindum. Ósjálfrátt lít ég aftur fyrir mig, svona rétt til að athuga hvort einhver sé á eftir mér. Loks kem ég að leiðinu. Signi mig, legg kertið sem ég kom...

Gjöfin (2 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Smá hryllingsrómantík….í anda Lovecraft Það er alltaf gaman að fá fallega gjöf…eða hvað? Eru allar gjafir til góðs? Hver er sú hugsun sem liggur að baki og er alltaf hægt að gefa sér að það sé góður vilji? Að mínu mati er mesta miskunn sem manninum hefur verið sýnd, sú vangeta mannshugans að setja vitneskju hans í rökrétt samhengi. Öll búum við á friðsælli eyju einhvers staðar langt útí ballarhafi óendanleikans og okkur var ekki ætlað að leggja í langferðir á þann sjó. Vísindin, sem öll...

Stundum og alltaf (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Mér líkar ekki vel við 1.p.et. en ákvað að láta eitt svona flaka. Stundum Er eins og ég sé munaðarlaus Ég man ekkert og hef gleymt því að vera til Hvað þá ég! Stundum Er eins og ég brenni að innan Ég brenn og brenn og ekkert er eftir nema aska Sem verður dreift yfir Atlantshafið Alltaf Finn ég hvernig ég er meira og meira til Ég hlæ, ég öskra, man og brenn af löngun til alls þess sem ég get ekki fengið en mig langar svo til að geta snert Flauelsmjúkt skinið sem himnaríki Fingra minna og á...

Undur lífsins (5 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Undur lífsins er að gefa hefðbundinni hugsun vel útilátið kjaftshögg svo að blóðið renni niður andlit hugmynda þinna svo að þú vaknir einn dag og spyrjir: ,,hver er skilningur minn?” svo að þú getir horfst í augu við sjálfan þig í speglinum og sagt: ,,sjá mig!” Undur lífsins er að vakna í faðmi vitneskjunnar um það að sólarlagið sem þú sérð í dag muntu aldrei sjá aftu

Verið nú dugleg við að gagnrýna! (15 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Það er alltof mikið um það að ljóð hér á vefnum fái enga gagnrýni. Ættum við ekki að taka höndum saman um að gagnrýna öll ljóð. Eftir að hafa lesið ljóð yfir reynum að finna einhver orð handa skáldunum. Hvort heldur sem er jákvæð eða neikvæð, um það sem betur mætti fara eða það sem er gert vel. Ekki bara láta ljóðin líða hér í gegn án þess að segja neitt. Sum ljóð eru lesin 40-50 sinnum og enginn segir neitt. Vissulega á þetta við um mig líka, enda ætla ég að taka mig á. En eruð þið ekki til...

Ljóð II (5 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Á fletinum stjörnunar, bjartar speglast þar smáar bárurnar, lyftast til skýjanna á hvelfingu himnanna, stjörnur mannanna (lýsa upp daganna) en hvar, -en hvar? Í reikulum augunum og brostnum vonunum Og týndum löngunum,hverfur mannfjöldinn tár á mjúkri kinn, grætur um sinn enn hverfur maðurinn sjálfum sér frá. Djúpið svarta í, lífsskipin ný sökkva þar í, vatnið umvefur maðurinn sefur, lífið hann hefur, og Ægi gefur en tekur á ný.

Haust (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Haustið er hálfgerður dauði ástin er ævilöng áþján þrælslundarinnar siglir í kaf í sólarlaginu ef haustið kæmi örlítið seinna þá hefði ég tíma til að anda anda að mér bænum -þar sem ég gleymi mér og dauðinn kemur eins og haustið

Beat-tilraun (7 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Mig langaði til að sjóða saman smá Beat-tilraun. Þetta er afraksturinn. Segið mér hvað ykkur finnst. Nafnlaust Núna þegar ég sest niður og hef ætlað mér að tíunda það sem gerðist, svífa alls kyns spurningar á mig. Mig óar við að hugsa til þess hvernig megi á hlaupum setja saman frásögn sem gæti leitt ókunnugum fyrir sjónir hvað gerðist þetta kvöld. Ætli fari nú ekki samt fyrir þessum skrifum mínum sem öðrum, að þau verði logunum að bráð og svífi upp í himingeimana og gleymist þar öllum, sér...

Fortíðarfjötrar (5 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Ládauður fjörður. Og fjöll speglast á haffletinum, undrandi yfir hvíta kollinum sem þau fengu í nótt. Í nótt frysti en þó ekki svo, því lækir skoppa léttlyndir niður hlíðarnar. Á himni er hvergi ský að sjá og ekkert getur rofið þá kyrrð sem ríkir. Alger þögn,- allt að því himnesk ró. Og þarna fyrir botni fjarðarins sefur lítið þorp. Smávaxin hús virðast hjúfra sig hvort að öðru, til að halda á sér hita í frostinu. Yfir þorpinu vakir kirkjuturn og síldarbræðslustrompur. Hvítur reykur liðast...

Milli svefns og vöku (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
stundum þegar ég vakna og ég ligg milli svefns og vöku geri ég mér grein fyrir því að ég hef ekkert að hugsa um nema þig þar sem þú liggur hunangslituð í roða morgunljóssins og þá held ég að ég sé ekki vaknaður þegar ég er sofandi og ég ligg milli þessa heims og drauma uppgvötva ég að þó svo að þú sért við hliðina á mér get ég ekki snert þig silkihvítt hörundið bráðnar undan fingrum mér og þá held ég að ég sé enn vakandi

Vatn (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Regn sem fellur á glugga og veturinn lemur trén sem senda laufblöðin í leitarflokkum til að finna glugga þinn Snjór sem fellur á trén og sveigir greinar þeirra og undan makt vetrarins þau beygja sig og óska þess að vera fyrir innan gluggann Eins og ást okka

ljóð (11 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
fannstu það þegar sólin hneig til sjávar og hvarf inní óendanlega svarta nóttina sem gleypir þig og gleypir? var þér svarað af tifandi smástjörnum sem fylltu himinninn hverja einustu nótt þegar draumar þínir fylltu þig hræðslu og þú grést og grést? eignaðistu von þegar dagur reis á ný úr kolsvörtu, hyldjúpu hafinu sem er á milli þín og allra stjarnanna sem deyja og deyja

kjarnorka (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Í huga þér slær lítið kjarnorkuhjarta sem lekur út að lokum og við fáum krabbamein sem dregur okkur öll til dauða

Um stafsetningu og umræður hér á huga.is (0 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Skv. útgefinni reglugerð menntamálaráðuneytisins ,,um samræmda stafsetningukennslu í grunnskólum og menntaskólum“(mig minnir að hún heiti þetta) þá er tekið fram að reglugerðin sé hugsuð sem leiðbeiningar fyrir kennara og nemendur. Það er ekki til nein lög sem segja fólki hvernig beri að skrifa og stafsetja. Aftur á móti hefur í gegnum tíðina almennt verið samþykkt að fylgja þessum ágætu reglum. Einu skiptin sem það er í raun skylda að nota þessar reglur er þegar nemendur sitja í...

Myndir (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Sannleikann uppgefinn fær ekki birtan nær ekki myrkrið hopar fyrir lyginni lætur lífið í smástund frá sér og gleymir því á bekknum aldrei aftur líta augun blá sannleikann sem gefst upp gengur í burtu grátandi friðurinn er úti trén eitt sinn stolt hverfa í sorta vetrarins og snjórinn líður inní myrkrið og hverfur á endanum úr myrkrinu kemur syndin blásvört með augun sálarlaus -nýr dagur ljúfir tónarnir fljúga um fylla höfuðin sem brosa blóm sem springa út einu sinni á ári augun síþreytt...

Um að yrkja á íslensku! (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ég hef verið að velta fyrir mér hvernig skáld í dag setja saman ljóðin sín. Hversu mikið þeir velti fyrir sér þessum ,,einföldu" bragfræðireglum, hvernig myndhverfingar eiga að koma fram, um hvort ljóðin sem þeir yrkja eigi að vera miðleitin eða hvað? Hvort að ljóðskáld hugsi um málfræði þess sem þeir eru að segja, hvort að þð skipti skáldin máli hvort td. ljóð noti sagnir í lýsingarhætti þátíðar, - nútíðar eða hvað, hvort föll no. skipti þá máli eða hvort þeir yrki bara almennt á talmáli?...

tréð (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Nístíngskaldur norðanvindur niðdimm nótt og fræin sem féllu ár eftir ár, haust eftir haust í skjóli þínu döfnuðu og blöðin sem féllu ár eftir ár, haust eftir haust eftir sólríka daga fölnuðu en þú sem eftir stendur hendur þínar þreyttar líkami þinn bugaður nístingskaldur norðanvindur og niðdimm nótt

Þú (5 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Draugar gærdagsins eru hér enn í kringum mig dómur morgundagsins vofir yfir mér og ég næ ekki andanum augun þreyttu líta til jarðar í auðmýkt hvert andartak skiptir máli núna og ég held í mér andanum til að trufla ekki raunveruleikann í eilífu stríði sínu við mig þar sem augun mæta sólinni og sálin mætir trúnni við vatnið mun ég drekkja hvoru tveggja fyrir einn dag í viðbót -einn dag í viðbót (hvíslað) -með þé

Ljúfa nótt (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Lítið sest ljúft berst með vindi yfir haf og þú andar því að þér augun blá að lokum sjá hið hulda dökka nótt og þú hleypir henni inn flögrar um hvítfjöll á vindsins vængjum og þú dregur hana að þér lítið sest ljúft berst með vindi yfir haf og ég anda því að mé

Skuggi (3 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 6 mánuðum
I. Það er örlítil snjóföl fyrir utan. Snjórinn sest við gangstéttarkanta í skítuga skafla eftir að hafa dansað niður götuna í litlum hvirfilbyljum. Langleitir og gráir ljósastaurar varpa daufri birtu inn í þennan langa og kalda eftirmiðdag í janúar. Í ljósu múrsteinshúsi innst í götunni stend ég við fjórskiptan stofuglugga. ,, Jæja, Skuggi. Eigum við að fara út á leikvöll?” Skuggi sem liggur á mjúku teppi og leikur sér, lítur upp. Hann horfir á mig stórum brúnum augum og eftirvænting leynir...

Fuglar (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Þar sem fuglarnir koma til að deyja þar sem rósrauð blóðþokan byrgir sýn eru börn að leik þar er jörðin þurrt, svart duft þar eru hinir látnu á sveimi á daginn en þar eru börn að leik gangið hægt um, börn það má ekki vekja fuglana þar sem þeir sofa í þokunni í draumum þeirra býr von það má ekki vekja fuglana í nöprum vindinum þyrlast upp svart rykið og minningar koma í ljós börn, reynið þið að gleyma það má ekki vekja fuglana þar sem fuglarnir koma til að deyja þar sem rósrauð blóðþokan...

Stefna, stefnur, stefnuleysi eða hvað.... (8 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Þegar horft er aftur til fortíðarinnar má vel greina, í bókmenntasögunni, ákveðnar stefnur. Raunsæi, rómantík,nýrómantík osfrv. en er hægt að greina einhverja ákv. stefnu/stefnur í bókmenntum í dag? Hvernig mynduð þið skilgreina ykkur sjálf sem skáld? Fylgið þið einhverjum stefnum? Eru einhverjar hugmyndir í nútímanum sem þið mynduð telja einkennandi fyrir hann? Eða ríkir almennt stefnuleysi og upplausn? Hvað finnst ykkur?

Að fara (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Einmana stendur þú á skiptistöðinni síðasti vagninn væntanlegur blóðrauð ský sigla hratt í átt að sólarlaginu og þú lítur í hinsta sinn á átt til barna þinna síðasti skiptimiðinn milli fingra þér Þreyttur stígur þú um borð og vagninn líður út í nóttina
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok