Gleymt lykilorð
Nýskráning
Sagnfræði

Sagnfræði

4.208 eru með Sagnfræði sem áhugamál
17.290 stig
708 greinar
845 þræðir
44 tilkynningar
3 pistlar
890 myndir
388 kannanir
27.169 álit
Meira

Ofurhugar

DutyCalls DutyCalls 1.156 stig
STAVKA STAVKA 1.090 stig
ritter ritter 576 stig
br75 br75 266 stig
Rembrandt Rembrandt 206 stig
ornbj ornbj 192 stig
MooMoo MooMoo 162 stig

Stjórnendur

Piltur og stúlka heimildaritgerð (0 álit) +1

eldjarn12 fyrir 6 árum, 3 mánuðum

Jóhanna af Örk / 100 ára stríðið (0 álit)

eldjarn12 fyrir 6 árum, 3 mánuðum

Al-Qaeda - frá upphafi til dagsins í dag (7 álit) +3

Lindal fyrir 11 árum, 2 mánuðum

Samkynhneigðir undir oki nasismans. (6 álit) +4

aggagnesa fyrir 12 árum

Afhverju drapstu hann ekki? (6 álit) +1

DutyCalls fyrir 12 árum, 10 mánuðum

Austrómverska ríkið og fall Rómar (1 álit)

STAVKA fyrir 12 árum, 11 mánuðum

Aspasia (Grikkir hinu fornu) (1 álit)

johma fyrir 13 árum, 2 mánuðum
Það er engin trivia í gangi í augnablikinu.
Sjá meira
DutyCalls

Ritgerðir velkomnar (0 álit) +5

DutyCalls fyrir 12 árum, 2 mánuðum
DutyCalls

Tíminn (0 álit)

DutyCalls fyrir 13 árum, 4 mánuðum
DutyCalls

Sendið inn söguritgerðir! (1 álit)

DutyCalls fyrir 14 árum, 8 mánuðum

Úrslit sagnfræðitriviu X (1 álit)

STAVKA fyrir 15 árum, 3 mánuðum


Wojciech Jaruzelski (1923-)Wojciech Jaruzelski hershöfðingi var síðasti leiðtogi Alþýðulýðveldisins Póllands og var við völd árin 1983-1990.

Jaruzelski var hersöfðingi í pólska hernum sem risið hafði til metorða eftir síðari heimsstyrjöld, en þá barðist hann með Rauða hernum alla leið til Berlínar. Hann hafði verið fluttur til Síberíu þegar Þjóðverjar og Sovétmenn skiptu með sér Póllandi árið 1939 vegna aðildar föður hans að pólsk-sovéska stríðinu 1920 og vegna yfirstéttaruppruna síns. Öfugt við það sem menn kunna að ímynda sér gerði vist hans í Síberu hann ekki að óvini Rússa og Sovétkerfisins heldur heillaðist hann af landinu og gerðist harður kommúnisti. Hann fékk uppreisn æru í stríðinu og eftir stríð varð hann háttsettur í hinum nýja her Póllands.

Það var ekki fyrr en árið 1970 sem Jaruzelski komst þó fyrst í kastljósið þegar pólskar hersveitir skutu á mótmælendur í Lenínsskipasmíðastöðinni í Gdansk (Danzig) sem vakti mikla óánægju en í senn vakningu meðal pólsks verkalýðs. Verkalýðurinn í Póllandi var afar ósáttur við kjör sín og voru verkalýðsfélögin, sem öll voru undir stjórn ríkisins, kaldhæðnislega ósamvinnuþýð í baráttu þeirra.

Í ágúst 1980 urðu mikil straumhvörf í Póllandi og í raun allri austurblokkinni þegar verkamenn í Lenínsskipasmíðastöðinni risu aftur upp gegn spilltum verkalýðsyfirvöldum undir forystu Lech Walesa fyrrverandi rafirkja í skipasmíðastöðinni sem hafði verið rekinn vegna upsteita sinna fjórum árum fyrr. Verkfallið bar mikinn ávöxt og varð Walesa í kjölfarið óskeikull leiðtogi verkalýðsfélagsins Samstöðu, sem hafði gríðarleg áhrif um allt Pólland þrátt fyrir tilraunir stjórnvalda til að bæla það niður.

Fór nú af stað atburðarás sem átti sér ekki fordæmi í neinu austantjaldslandi. Sovétmenn sem höfðu áður tekið á svona vandamálum með hernaðaríhlutun (Ungverjaland 1956 og Tékkóslóvakía 1968) virtust ekki vilja senda skriðdreka sína til að bægja niður óöldina. Pólska ríkisstjórnin undir forystu Edwards Gierek neyddist til að gera samning við Walesa þar sem Samstaða var gert að löglegu verkalýðsfélagi og hafði rétt til að kalla til verkfalls.
Hafði nú Pólland, oft nefnt Akkilesarhæll sovéska heimsveldisins, brugðist stjórnvöldum í Kreml. Í september 1980 skiptu Kremlverjar Gierek út fyrir Stanislaw Kania sem leiðtoga pólska kommúnistaflokksins og gerðu Jaruzelski hershöfðingja að forsætisráðherra. Til að pressa á Kania brugðu Sovétmenn til þess ráðs að skipuleggja innrás í Pólland, bera hana undir Jaruzelski og aðra leiðtoga Varsjárbandalagsins sem hótun um hvað væri í vændum ef Samstaða yrði ekki kjöldregin. Í október 1981 hafði Kania ekki sýnt nógu mikla þrautsegju og sviptu Kremlverjar honum þá titli og gerðu Jaruzelski að leiðtoga kommúnistaflokksins.

Ástæðan fyrir því að Sovétmenn sendu aldrei skriðdreka sína til Póllands var sú að slík aðgerð myndi hafa dregið afar neikvæða mynd af Sovétríkjunum í Vesturlöndum og var áralöng þýða í kalda stríðinu þá þegar í mikilli ládeyðu árin 1980-83. Auk þessa töldu leiðtogar Sovétríkjanna að mótstaðan yrði svo mikil meðal pólsks almennings að þeir óttuðust álíka aðstæður og geysuðu um þessar mundir í Afganistan, ósigrandi stríðsástand.
Eftir að hafa beðið Sovétmenn ítrekað um hernaðaríhlutn en var ávallt hafnað greip Jaruzelski til þess ráðs í desember 1981 að koma á herlögum í landinu og ráðast til atlögu gegn Samstöðu á sama hátt og sovéskar herdeildir myndu hafa gert. Leiðtogar Samstöðu voru handteknir, verkalýðsfélagið gert ólöglegt aftur og verksmiðjur og námur voru vaktaðar með hermönnum. Þetta tókst honum með 15.000 manna sérútbúinni óeirðalögreglusveit, ZOMO, en margir óbreyttir lögreglu- og hermenn höfðu tekið upp málstað Samstöðu, svo alvarlegt og ógnvekjandi var ástandið orðið fyrir stjórnvöld í Varsjá og Moskvu.

Á tímum herstjórnarinnar breyttist ásýnd landsins sannarlega úr kommúnistaríki í hereinræðisríki þar sem allir leiðtogar þess voru hershöfðingjar, fréttamenn komu fyrir í einkennisbúningum og útgöngubann var sett í gildi í stærstu borgum. Herlögunum var aflétt árið 1983 en Jaruzelski sat við völd þar til hann gafst upp fyrir Walesa árið 1990 þegar kommúnisminn féll þar eins og í hinum Austur-Evrópulöndunum.

Sjá meira
6. janúar:

- Á þessum degi árið 1412 fæddist Jóhanna af Örk.

- Á þessum degi árið 1912 varð Nýja Mexikó 47. fylki Bandaríkjanna.

- Á þessum degi árið 1858 lést Theodor Roosevelt, forseti Bandaríkjanna.

- Á þessum degi árið 1930 endaði fyrsta ferðalagið í díselbíl.

- Á þessum degi árið 1955 fæddist breski leikarinn Rowan Atkinson.

Sjá meira
Tilgangur áhugamálsins um sagnfræði er að vera vettvangur umræðu um mannkynssöguna og sagnfræðina, þá fræðigrein sem um hana fjallar, fyrst og fremst áhugafólki um sagnfræði til ánægju og yndisauka og til þess að við getum öll lært hvert af öðru. Vonast er eftir opinni en kurteisri umræðu þar sem þátttakendur umgangast hver annan af virðingu og tillitsemi.

Þátttaka undir skjánafni á huga.is er til þess að þátttakendur geti tekið þátt, sent inn fyrirspurnir, svarað eða viðrað hugmyndir með opnari huga en mögulegt væri undir nafni.

Skjánöfnin veita ekki leyfi til hegðunar sem er særandi eða á einhvern hátt neikvæð fyrir framgang umræðunnar.

Stjórnendur áhugamálsins hafa rétt til að eyða út hverju því efni sem ekki er metið falla að tilgangi áhugamálsins.
Sjá meira

Almennt um sagnfræði

Já ok! (4 álit)

Stefanbesti fyrir 3 árum, 9 mánuðum

Merkir atburðir - 4. október (0 álit)

Sögunördinn fyrir 4 árum, 9 mánuðum

Krúschev með kút & kork... (2 álit)

DutyCalls fyrir 12 árum, 2 mánuðum

Seinni heimsstyrjöldin

Fyrsta kjarnorkusprengjan (3 álit)

STAVKA fyrir 12 árum, 1 mánuði

Draugar fortíðar (0 álit)

DutyCalls fyrir 12 árum, 2 mánuðum

Youtube-hornið

Propaganda... (5 álit)

[Notanda eytt] fyrir 14 árum, 10 mánuðum

Eratosthenes (3 álit)

STAVKA fyrir 15 árum, 2 mánuðum

Hver er "Stóri Daninn"? (0 álit) 0

DutyCalls fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Knútur konungur
3%
Friðrik eða Kristján nr. eitthvað
2%
Tycho Brahe
4%
H.C. Andersen
6%
Niels Bohr
11%
Lars Ulrich
15%
Einhver annar/önnur
5%
Þýsk hundategund
33%
Danir eru ekki stórir
20%
124 hafa kosið

IanAnderson

Alkibiades (1 álit)

IanAnderson fyrir 15 árum, 11 mánuðum

IanAnderson

Goðsögnin Hrói höttur (3 álit)

IanAnderson fyrir 15 árum, 11 mánuðum

IanAnderson

Hinrik VIII (7 álit)

IanAnderson fyrir 15 árum, 11 mánuðum

Söguleg gullkornCosmos - Eratosthenes calculates Earth's circumference
Sendandi: Afhverju
Eratosthenes var fyrstur allra manna til að reikna út ummál jarðarinnar á þriðju öld fyrir Krist. Hvernig?

Gefa álitAfter Rome - Holy war and conquest.
Sendandi: uPhone
Hérna er tveggja þátta heimildarmynd með Boris Johnson um Íslam og vestrið, Krossferðinar og Spánn undir Múslimum. Mjög áhugavert og svo alltaf gaman að sjá hann Boris.

Gefa álit

Klikkið á Sjá meira, til að sjá fleiri söguleg myndskeið af Youtube.
Sjá meira
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok