Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

tmar
tmar Notandi frá fornöld Karlmaður
3.172 stig

Spilamót 5.-6. febrúar (0 álit)

í Spunaspil fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Helgina 5.-6. febrúar verður haldið spilamót í spilasal Hugleikjafélags Reykjavíkur. Spiluð verða 2 tímabil, húsið opnar um kl. 14 en fyrra tímabil hefst um kl. 15:30 og stendur til miðnættis. Þá tekur við seinna tímabil, þar sem áhersla er lögð á hrollvekjur. Það kostar 1500 kr. að taka þátt á mótinu, en félagsmenn fá 1000 kr. afslátt af gjaldinu. Hægt er að fræðast um þau borð sem í boði er með því að skoða heimasíðu Hugleikjafélags Reykjavíkur...

Stofnun spilafélags í Reykjavík (4 álit)

í Spunaspil fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Þann 21. nóvember, næsta sunnudag, verður haldinn stofnfundur spilafélags í Reykjavík. Spilafélagi þessu er ætlað að vera grundvöllur fyrir alla spilamenningu á höfuðborgarsvæðinu og mun m.a. sjá um að halda mót. Unnið hefur verið í að tryggja húsnæði fyrir félagið, húsnæði sem spilafélagið mun alltaf hafa aðgang að og félagsmenn geta nýtt sér undir spilastarfsemi sína. Fundurinn fer fram kl. 20 í spilasal Nexus, við Hverfisgötu, og hvet ég alla spunaspilara til að mæta. Að miklu leyti tel...

Fenris mótið (10 álit)

í Spunaspil fyrir 14 árum
Jæja, þá er frábær helgi að baki. Virkilega gaman að sjá hversu margir mættu í spunaspilin og ég vona, að allir hafi skemmt sér vel. Á laugardaginn var í fyrstu boðið upp á kennslu í spunaspilum. Flestir stjórnendur tóku að sér um klukkustund og reiknast mér til, að á milli 30 og 40 manns hafi komið og prófað spunaspil. Upp úr klukkan 17 hófst síðan spilamennskan fyrir alvöru. Þar var boðið upp á 11 mismunandi kerfi á jafn mörgum borðum. Var setið í 52 af 54 sætum sem í boði voru, en eitt...

Stórmót Nexus (8 álit)

í Spunaspil fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Þann 10.-11. apríl næstkomandi verður haldið stórmót á vegum Nexus, og fer það fram í Rimaskóla. Þar verður boðið upp á kennslu í spunaspilum auk þess sem spiluð verða 2 tímabil. Það er von mótshaldara að hægt verði að bjóða upp á virkilega fjölbreytt og skemmtileg borð og þar kemur að ykkar þætti. Það vantar stjórnendur á… þetta mót. Sama hvaða kerfi, hvaða heimur, ef þig langar til að stjórna því, vertu endilega í sambandi. Það þarf ekkert endilega að vera með mikla reynslu af því að...

Spilamót í febrúar (20 álit)

í Spunaspil fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Helgina 6.-7. febrúar fer fram spunaspilamót. Hægt er að skoða mótið á heimasíðu þess. http://www.internet.is/spunaspil Skráning spilara hefst innan tíðar.

Skráning í fullum gangi (6 álit)

í Spunaspil fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Skráning spilara fyrir stóra spunaspilamótið helgina 14.-15. nóv stendur nú yfir! Hægt er að fara í Nexus og borga sig inn á mótið þar. Við greiðslu fær maður skráningarkóða, sem maður nýtir svo til að skrá sig á borð á heimasíðu mótsins. Hægt er að skoða heimasíðuna með því að smella á hlekkinn http://www.internet.is/spunaspil. Nú þegar eru 3 borð orðin full og þeim fer óðum fækkandi sætunum sem í boði eru. Því eru allir spunaspilarar hvattir til að drífa í skráningu.

Stórt spunaspilamót (22 álit)

í Spunaspil fyrir 14 árum, 6 mánuðum
Nú stendur til að undirbúa stórt spunaspilamót. Ætlunin er, að halda það núna fyrir jól í Tónabæ og best væri, ef við náum að manna 3 tímabil. Er ekki rífandi áhugi fyrir að mæta og spila eða stjórna á slíku móti?

D&D 4th edition (18 álit)

í Spunaspil fyrir 15 árum
Ég hef verið að fylgjast með umræðum bæði hér og annars staðar um nýja D&D kerfið. Sitt sýnist vissulega hverjum, sem er bara gott og blessað. Mig langar hins vegar að taka aðeins saman nokkrar hugleiðingar mínar. Það fyrsta sem ég fann fyrir þegar ég opnaði Core settið var að yfir mig kom andi sem ég hef ekki fundið fyrir í D&D lengi. Bara strax við lestur á kynþáttunum sá ég að WoTC höfðu gert umtalsverða breytingu á kerfinu og breytingin felst ekki beint í samsetningu kerfisins, notkun...

Hlutverkaspil og kreppa (33 álit)

í Spunaspil fyrir 15 árum, 4 mánuðum
Eitt af lögmálum kreppu er sú staðreynd að verðlag versnar og á það sérstaklega við innfluttar vörur. Því miður hefur gengi krónunnar verið ekki neitt til að hrópa húrra fyrir, þvert á móti. Fyrir vikið hefur kostnaðurinn sem hefur fylgt því að spila hlutverkaspil aukist, enda hafa bækurnar hækkað í verði, hvort sem keypt er af Nexus eða í gegnum netið. Í versta falli kaupir maður færri bækur, nú eða stundar svolítið sem alveg bannað er að nefna. Hin leiðin er sú að við hér heima tökum okkur...

Spilamót í spilasal Nexus 22. nóvember (21 álit)

í Spunaspil fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Jæja, hér kemur listinn fyrir mótið. Þar sem framboð stjórnenda er mjög takmarkað að þessu sinni, þá ákváðum við að hafa bara eitt tímabil á laugardagskvöldinu. Mótið byrjar kl. 19 og verður fram eftir nóttu. Það kostar 500 kr. að taka þátt. Mein Zombie! Stjórnandi: Ísleifur Egill Kerfi: World of Darkness Aldurstakmark: 15+ Spilarar: 6 Reykingapásur: Fáar Árið er 1945. Seinustu 12 mánuði hafa uppvakningaherir Þriðja ríkisins snúið stríðinu algerlega við. D-dags innrásin misheppnaðist...

Spunaspilamót 22.-23. nóvember (22 álit)

í Spunaspil fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Jæja, nú er komið að því einu sinni enn að halda á stórt spilamót. Ætlunin er að halda það helgina 22.-23. nóvember og spila þá, að venju, þrjú tímabil. Við erum að ganga frá staðsetningu um þessar mundir. Nú auglýsum við eftir stjórnendum. Endilega sendið mér skilaboð um hverju þið hafið hugsað ykkur að stjórna, fjölda spilara og svo framvegis. Nú vil ég fá frábær og snör viðbrögð, spunaspilarar!

Nálgun við ævintýragerð (5 álit)

í Spunaspil fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Í gegnum tíðina hef ég dundað mér við að skrifa og skapa ævintýri rétt eins og nær flestir stjórnendur sem ég þekki. Til að fá hugmyndir notar maður allt í senn, bókmenntir, kvikmyndir, fluff-efni fyrir heima og kerfi, netið og svo náttúrulega eigin reynslu. Auðvitað spilar heilmargt inn í, rétt eins og þegar maður er að búa til persónur. Mín reynsla er sú, að nær undantekningalaust flokkast ævintýri í tvennt, eftir því hver hvatinn að sögunni er. Fyrri gerðin kallast sögudrifin (e. Story...

Spunaspilamótið núna um helgina (4 álit)

í Spunaspil fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Jæja, þá er nú að líða að stórmóti. Aðsóknin hefur verið mun meiri en við áttum von á og þar af leiðir höfum við verið að bæta við borðum á tímabilunum. Það eru ennþá laus sæti á nokkrum borðum. Á Sci-fi tímabilinu eru laus sæti í Dark Heresy, sem er rpg heimur byggður á Warhammer 40k. Eflaust eiga margir eftir að fíla þetta og því skiptir máli að vera snöggur niður í Nexus að tryggja sér sæti á þessu borði. Á Horror tímabilinu er búið að bæta við borði og það ekki af verri endanum. Kurdor...

Auglýsing: Ævintýri á Spilamóti (9 álit)

í Spunaspil fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Í gegnum tíðina hafa fjölmargir sett sig í samband við mig og fengið ævintýri hjá mér sem ég hef skrifað. Ég hef nú ekki tölu á þeim skiptum en þau eru fjölmörg. Það virðist því vera að minnsta kosti smá áhugi á því að spila ævintýri sem eru fyrst og fremst á íslensku og skrifuð af íslensku höfundum. Mig langar því til að gera smá tilraun. Málið er að ég er búinn að vera skrifa ævintýri fyrir mótið. Það er sett upp eins og hvert annað útgefið ævintýri, með textaboxum til lestrar, skipulögðum...

Spunaspilamót helgina 7.-8. júní (11 álit)

í Spunaspil fyrir 15 árum, 11 mánuðum
Nú er stefnan sett á að halda stórkostlegt spunaspilamót helgina 7.-8. júní í húsnæði TÞM á Granda, skammt frá gamla Ásatrúarfélaginu. Þó nokkuð af stjórnendum hafa verið skráðir en þó vantar ennþá upp á. Þeir sem vilja stjórna eru beðnir um að setja sig í samband við Tmar með einkaskilaboðum. Gott er að komið fram hvaða kerfi á að stjórna, stutt lýsing á ævintýrinu og hversu marga spilara viðkomandi ræður við. Því fyrr því betra!

Minimótin - umræður (40 álit)

í Spunaspil fyrir 16 árum, 2 mánuðum
Undanfarið hefur umtalsverð umræða verið um minimótin og hvernig skuli staðið að þeim (hægt er að lesa anga af þeirri umræðu hér í korkunum). Ég ákvað að punkta niður nokkrar hugmyndir mínar. Þeir Skari og Jens fóru jú fram á að einhverjar hugmyndir kæmu fram um hvað væri hægt til að gera mótin eftirsóknarverðari, bæði fyrir stjórnendur sem og spilara. Ég sem spilari sækist fyrst og fremst eftir tvennu. Annars vegar að spila skemmtileg, krefjandi og frumleg ævintýri. Auðvitað er ekki til...

D&D: Vægi reynslustiga (52 álit)

í Spunaspil fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Eins og margir hafa tekið eftir, þá hafa tvær ólíkar fylkingar tekist töluvert á hérna á spunaspil að undanförnu. Rifist hefur verið um hvort sé betra rollplay eða roleplay, hvort min-maxarar geti spilað persónu osfrv. Mig langar til að koma með hugleiðingar mínar um þetta málefni, en frábið mér öll flamewar, trollskap og annað rugl. Þeir sem ætla að svara þessari grein eru vinsamlegast beðnir um að halda sig innan efnismarka hennar og vera málefnalegir í svörum. Að mínu mati kemur þetta...

Yfirlýsing frá stjórnanda áhugamálsins (14 álit)

í Spunaspil fyrir 17 árum
Nú er komið nóg! Einn helsti kostur mannverunnar er fjölbreytileiki hennar. Við erum jafn ólík og við erum mörg. Það sem mér finnst gott á bragðið finnst þeim næsta vont. Það sem mér finnst flott mynd finnst þeim næsta ljót. Það sem mér finnst skemmtilegt spunaspil finnst þeim næsta ömurlegt. Ég skil ekki hvers vegna huganotendum hér á spunaspil finnst þessi fjölbreytileiki slæmur. Hér hafa nokkrir einstaklingar farið hamförum í rifrildi um eitthvað sem er algjörlega háð smekki hvers og...

Arena: Sýnibardagi (102 álit)

í Spunaspil fyrir 17 árum, 1 mánuði
Jæja, hér kemur tilraun til að búa til sýnibardaga í Arena. Mig vantar 2 devoted spunaspilahugara. Búið til 1st level hetju, 32 point buy, max gold, aðeins reglur úr PHB leyfð. Völlurinn er 100x100 fet. Hver reitur er 5 fet. Lóðrétti ásinn er merktur tölum, 1-20, en lárétti ásinn er merktur bókstöfum A-U. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt, senda mér PM með character sheetum, helst sem allra fyrst. Fyrstu tveir sem koma með lögleg character sheet taka þátt. Ég mun dæma og nota die rollerinn...

Necromancer - ekkert endilega ostur (12 álit)

í Spunaspil fyrir 17 árum, 1 mánuði
Jæja, úr því við erum á annað borð byrjuð í þessu, ætla ég að senda inn þá týpu sem mér finnst hvað öflugust í D&D í dag. Sitt sýnist þó hverjum í þeim efnum. Race: Human 1: Cleric (Corpsecrafter, nimble bones) 2: Wizard 3: Cleric (Hardened flesh) 4: Wizard 5: Cleric 6: True Necromancer (Necromantic presence) 7: - 8: - 9: - (Spell focus, necromancy) 10: - 11: - 12: - (Shadow weave magic) 13: - 14: - 15: - (Tenacious magic) 16: - 17: - 18: - (Pernicious magic) 19: - 20: - Hér er spellcaster...

Spunaspil sem valfag í grunn-/framhaldsskólum (85 álit)

í Spunaspil fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Undanfarin ár hef ég starfað sem kennari. Þetta árið tók ég upp á því að bjóða upp á spunaspil sem valfag. Mér til mikillar undrunar var áhugi fyrir því og hefur verið hægt að halda úti grúppu. Ég hef hingað til bara kennt þeim að spila D&D, enda ágætt kerfi svona til að byrja á, þrátt fyrir ýmsa ókosti sem verða ekki tíundaðir hér. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, í dag hittast þessir einstaklingar einu sinni í viku fyrir utan skóla og spila saman. Það sem meira er, fleiri hafa...

Líf og fjör í spunaspilum. (17 álit)

í Spunaspil fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Gleðilegt nýtt spunaspilaár! Svona til að halda þessu áhugamáli örlítið gangandi, þá væri gaman ef fleiri gætu tekið sig til að gagnrýnt spunaspilabækur eða -kerfi (skrifað reviews). Þetta þarf svo sem ekki að vera langt, en ná utan um hvað er fjallað um í tiltekinni bók, kosti og galla, smásöluverð (hvað kostar bókin í Nexus) og niðurstöðu höfundar. Það er einnig mikilvægt að vanda allan frágang, s.s. stafsetningu og málfar. Auk þess er alltaf gaman að fá innsendar greinar, hvort svo sem...

Skráning er hafin!!! (21 álit)

í Spunaspil fyrir 18 árum, 1 mánuði
Skráning er hafin á stóra spilarmótið. Skráning fer fram niður í Nexus og ætlast er til þess að greitt sé fyrir mótið um leið og skráning fer fram. Skráningargjaldi er stillt í hóf, litlar 500 kr. fyrir eitt tímabil en 1000 kr. fyrir allt mótið (3 tímabil). Hér á eftir fara þau borð sem eru í boði. Við erum enn að taka niður skráningar á stjórnendum, áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að gefa sig fram við Helga í Nexus. 1. tímabil, Fantasy – 1. apríl, frá kl. 12:00-22:30 Borð 1 – Exalted...

Sögumenn, spunameistarar, dýflissumeistarar (10 álit)

í Spunaspil fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Spunaspil.is og Nexus kynna spilamót helgina 1. og 2. apríl. Okkur vantar stjórnendur. Allir sem hönd vilja leggja á plóginn gefi sig fram. Hægt er að skrá sig með eftirfarandi hætti: 1. Senda tölvupóst á Thorst1@yahoo.com 2. Kíkja niður í Nexus og gefa sig fram við Helga. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma frá hverjum og einum: Nafn stjórnanda Aldur stjórnanda Kerfi Fjöldi leikmanna Ævintýri (lýsing eða nafn, hafi það verið gefið út) GSM E-mail Eftir u.þ.b. hefst síðan skráning spilara.

Undirbúningur að stóru spilamóti hafinn (6 álit)

í Spunaspil fyrir 18 árum, 3 mánuðum
Lengi hefur verið rætt um að halda stórt spilamót og nú er stefnan sett á slíkt. Hugmyndin er að halda nokkuð stórt og gott spilamót í kringum páskana. Einnig verður reynt að halda það miðsvæðis í Reykjavík, annað hvort í miðbænum eða í hverfunum þar í kring, en ekki fara út í úthverfin. Það er ósk skipuleggjenda að þetta leggist vel í mannskapinn og mæting verði með eindæmum góð. Nú er um að gera og athuga hvort ekki sé hægt að losa um eina helgi eða svo í kringum páska svo það verði hægt...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok