Þeir streymdu yfir landamærin
eins og elfur undan vetri
við reyndum að spyrna gegn þeim
án árangurs

þeir voru of sterkir

við hörfuðum
og leituðum skjóls í kjallara gamallar konu
í myrkri kúrðum
þegar hermennirnir komu
gamla konan dó
án þess að segja orð

við undan komumst
í morgun vorum við þrír
í kvöld er ég einn
vindurinn, -ó, vindurinn blæs
ég herði för
vígstöðvarnar eru fangelsi mitt
en friðurinn mun frelsa mig