Þú stígur frá glugganum
réttir fram hendi þína
að henni og hún þykist lesa í hana
kannski er hún sígauni

einhvern veginn stendur þú á brún
hefur gleymt öllum bænum þínum
ert við það að dettta
en köngulóarvefir hennar
binda þig fastan við jörðina

hún heldur fast í þig
eins og að þú sért kross
og hún er negld við hann

hún lítur upp
brosir og segir
að kannski sért þú bara sígauni

(en þú ert kaldur
eins og rakvélablað)

þú komst til hennar
af því að þú varst forvitinn
ekki af því að þú værir hugrakkur!

Fyrir utan gluggann
byrjar að rigna en hún hlær inni
þú gengur aftur að glugganum
opnar hann
og þværð auglit þitt í rigningunni

þegar þú snýrð þér við
er hún farin
og þú ert einn