Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

tmar
tmar Notandi frá fornöld Karlmaður
3.172 stig

21.júní (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Undurhljótt barði ósýnileg nóttin að dyrum og silfurtærar stjörnur fálætislegir söngvar þrasta bárust inn um gluggann og rétt um miðnætti ummynduðst nætursólargeislarnir í marglita gullbrú sem lá þvert yfir flóann til fyrirheitna landsins til fyrirheitna landsins

Hryggð (13 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Um bjartklædda himna þeysa eldhnettir og fyrir löngu lékum við þar engla í plógförum vallanna sváfum við og létum okkur dreyma um að vera öldur á blárri strönd en dag einn horfði ég í dauðlituð augu þín með hryggð veittir þú mér nábjargirnar dagslausar nætur og dauðadjúp þögnin ískalt hjarn og myrkt hröngl er arfur þinn

Matarboð (2 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Matarboð Mamma stendur við stofudyrnar og horfir á okkur. Ég sit út í horni, glerþunnur enda var tekið stíft á því í gærkvöldi. Amma og Hlalla stóra sitja í sófanum og rífast yfir sjónvarpsdagskránni og hundaeign borgarbúa. Ástrós systir mín, sem situr á milli þeirra, horfir á mig og ranghvolfir í sér augunum. Ég brosi til baka, veit upp á hár hvað hún er að hugsa. Við, þrátt fyrir átta ára aldursmun, erum nokkurn veginn alveg eins. -Gjörið svo vel. Maturinn er kominn á borðið, segir mamma....

Næturbörn (6 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Yfir silfurbláan sæinn svöl kom nóttin yfir bæinn dynur bergmál eftir daginn dauflegum strætum í ómur lífs og léttra fóta liðast undursmá og hlý svífur sæla til hjartaróta sem næturhvítt ský og hugann sækir heim hálfkveðnar vísur og ljóð álög hafsins og næturhljóð hinnar sofandi árdagaborgar líða milli mannlausra torga aldnar stjörnur um allan geim æ, verum hljóð, börnin góð

Kristján fjallaskáld (7 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
skoppandi, hoppandi sæll og glaður syngjandi, glingjandi aurunum í bendandi, hendandi hin’ og þessu (en hver verður ei ríkur af því?) emjandi, lemjandi, lurkum er barinn lúrandi, kúrandi, hvílan er ný vælandi, skælandi, í skítinn er kominn stutt er leiðin, -gröfina í

gálgahljóð (4 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Snæviklæddur er bærinn og antíkin svífur yfir á gráum vængjum endalaust völundarhús kræklóttar,þröngar götur og kirkjukrýndur miðtindur þangað þorir tíminn ekki að koma og í litlum, marglitum húsum býr einfalt, guðhrætt fólk á sunnudögum klæðir það sig í suunudagsfötin og gengur til messu það heilsast alúðlega og allir þekkja alla en ekki langt frá er lítil, gróðursnauð og veðurbarin hæð þar, fyrir mörgum árum, voru fjórir menn hengdir fyrir galdra þau segja að þeir séu þar enn við óvígðar...

HInir guðirnir (þýðing) lokahluti (4 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Atal heyrði ekki raddirnar sem Barzai talaði um, en hann var kominn nálægt hamrinum og leitaði að fótfestu. Þá heyrði hann rödd Barzai verða skrækari og hærri: ,,Þokurnar eru hér enn þynnri og máninn býr til skugga í hlíðunum, raddir guða jarðar eru miklar og hamslausar, og þeir óttast komu Barzai, sem er meiri en þeir…Tunglsljósið flöktir, er guðirnir dansa í því, brátt sé ég dansandi útlínur guðanna sem stökkva og hrópa undir skini mánans…Ljósið deyfist og guðirnir eru hræddir…” Á meðan...

Hinir guðirnir (þýðing) hluti 2 (0 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Barzai og Atal héldu út í eyðimörkina frá Hatheg þrátt fyrir bænir smábændanna, og ræddu um guði jarðar við varðeld sinn á kvöldin. Þeir ferðuðust í marga daga og langt fjarri þeim gnæfði Hatheg-Kla krýndur harmsáru mistri. Á þrettánda degi komu þeir að einmana rótum fjallsins, og Atal skýrði frá óttum sínum. En Barzai var gamall, lærður og hræddist ekkert, svo að hann leiddi förina djarflega áfram upp hlíðina sem enginn maður hafði klifið síðan á tímum Sansu, sem sagt er frá á óttafullan...

Hinir guðirnir (þýðing) H.P. Lovecraft (2 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 4 mánuðum
ég hef verið að dunda mér við það að þýða smásögur héðan og þaðan. Þessi saga er eftir H.P.Lovecraft og heitír upphaflega ,,Other Gods". Segið mér endilega hvað ykkur finnst. Guðirnir Uppi á heimsins hæsta tindi dvelja guðir jarðar, og líða engum manni að vera til frásagnar hafi hann litið þá augum. Áður fyrr áttu þeir sér samastað á lægri fjallatoppum, en síðan menn af sléttunum tóku að klífa snjóklæddar hlíðar og hamra fjallanna, hörfuðu guðirnir á hærri og hærri tinda, þar til nú, að...

Miðvikudagur (lokahluti) (1 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 4 mánuðum
V ,,Lífið er spennitreyja” hugsar hann og starir upp í loftið. Hann liggur á bakinu í tvíbreiða rúminu þeirra. ,,Í hvert skipti sem ég vil komast í burtu, vil sleppa héðan grípur raunveruleikinn inn í og heldur aftur af mér”. Hann lítur á hana en rólegur og taktfastur andardráttur hennar gefur til kynna að hún sofi vært. Hann horfir aftur upp. ,,Lífið er í raun og veru bara tilbreyting á dauðanum. Áður en við fæðumst er bara svart og eftir að við deyjum er líka svart. Lífið gerist bara í...

fjöll (4 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
‘I skýjunum fljóta nafnlaus fjöll sum hver ná alla leið til himna með köldum höndum halda þau himnunum uppi uns dag einn því öll fjöll enda í fjörunni

nafnlaust (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Í fjarska rauð ský sem leka yfir himininn eins og sár í fjarska vonbrigði til betra veðurs sem döpur augu horfa á og að lokum rignir og hvessir hreinsar burt laufblöð síðasta sumars

Miðvikudagur (fjórði hlutir) (0 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 4 mánuðum
IV Hann situr á biðstofu. Veggir eru ljósgulir. Nokkrum stólum og borði hefur verið komið fyrir á snyrtilegan hátt. Á borðinu er þykkur stafli af slúðurblöðum. Hann er einn þar inni ef frá er talin stúlka sem vinnur í afgreiðslu stofunnar. Honum líður eins og þegar hann var að fara til tannlæknis þegar hann var yngri. Hann hatar að fara til tannlækna. Hann lenti í því þegar hann var 11 ára gamall að það voru dregnir úr honum barnajaxlarnir. Hann hafði aldrei upplifað annan eins sársauka...

í kirkjugarði (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Við hliðið stendur eineygður hrafn og horfir á þig það liggur snjóföl á milli leiðanna í garðinum mölin eins og að þú gangir á þúsund beinagrindum legsteinarnir eins og fingurgómar einhvers sem grafinn er í garðinum teygja sig í átt til dökkleits himins einmana tré stendur nakið í garðinum miðjum hrafninn lítur af þér og flýgur í burtu

fyrir botni Miðjarðarhafs (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Máð eru spor þín og þar sem áður þú gekkst nýkrýndur en þjakaður renna nú rauðir lækir reiðinnar og þar sem áður þú baðst fyrirgefningar og miskunnar ríkir nú heiftin og þar sem áður þú lyftir augliti þínu til himins rísa nú ránfuglar Æ, hve máð eru spor þín þú ógæfunnar sonu

Miðvikudagur (þriðji hluti) (2 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 4 mánuðum
III Hann stendur inni á baðherbergi. Fyrir framan hvítan vask. Fyrir ofan vaskinn er spegill. Hann starir á spegilmynd sína. Órakaður og dökkt hárið allt út í loftið. Hvít tannkremsfroða lekur út um annað munnvikið. Rauður tannbursti stingst út hinumegin. Það eru dökkir baugar undir bláum augum hans. Hann er hér um bil ekkert sofinn. Það er bankað á baðherbergisdyrnar. ,,Ertu að verða búinn?” spyr hún þýðlega. Hann hrækir froðunni í vaskinn. ,,Augnablik” svarar hann. Hann skolar munninn....

Við Golgötu (6 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Það líður kyrrð yfir af enni þínu falla djúprauðir dropar þungt niður í götuna einhvers staðar innan úr mér berst bergmál þeirra til eyrna minna er byrði mín engu minni en þín?

Vorkvöld eitt í Getsemane (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Þú horfir þögull út í bláklædda nóttina hún lagðist yfir okkur eins og teppi á mig sækir svefn hún kallar mig til sín sú bláklædda þú stendur yfir okkur og kyssir einn af öðrum en trén sem í vorskrúða hvítum blómum skarta eru ókyrr blikur á lofti veðrabrigði þau eru svikul vorkvöldin í einni andrá ertu horfinn sé ég spurður hvort ég þekki þig kannast ég ekki við það sé ég spurður hvort ég þekki þig veit ég ekki um hvern er rætt sé ég spurður hvort ég þekki þig hef ég aldrei hitt þig og haninn gala

eftir storminn (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Á glugga þinn hafa verið dregnar litmjúkar frostrósir og fyrir neðan þykk skýin hefur vetarsólin komið sér fyrir og skín á þennan glugga fyrir utan gluggan hefur storminn lægt hann sem í nótt æddi óður yfir landið syngur nú vögguvísur fyrir smáfuglana í bensínlituðu dagsljósinu fer lífið á stjá og leitar þig uppi handan við gluggan í litlu húsi á gluggan hafa verið dregnar litmjúkar frostrósi

MIðvikudagur (annar hluti) (0 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 4 mánuðum
II Hann situr í bílnum sínum. Hún við hlið hans. Þau eru fyrir framan steingráa fjögurra hæða byggingu. Hún vinnur þar. ,,Þú manst að fara til Hannesar í dag, það er miðvikudagur, þú manst!?” áminnir hún hann. Hún horfir á hann með ,,þú-getur-ekki-neitað“svipnum. Augu hennar stara fast á hann og hann getur ekki með nokkru móti komist undan augnaráði hennar. ,,Já, já auðvitað man ég það” svarar hann. Hún hallar sér á milli bílsætanna. Hún brosir til hans ástúðlega og smellir kossi á kinnina á...

miðvikudagur (fyrsti hluti) (0 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 4 mánuðum
I ,,Þegar sólin sest og borgin hægir á sér, finnst mér vera besti tími dagsins. Ég næ aftur sambandi við jörðina, í gegnum malbikið og steypuna, eftir allt það stress sem fylgir deginum og vinnunni. Það er sem einhver slökkvi bara á borginni því allir flýja oní holurnar sínar og láta ekki heyra í sér fyrr en næsta dag. En það er eins og ég taki ekki þátt í þessu lífi lengur, ég get ekki hugsað mér að taka þátt í því áfram. Ég hef bara ekki orku til þess. –Skrýtið hvernig allt getur breyst...

með vindinum (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Dökkleit þau æða um himna lífs þíns og trén sem í morgun stóðu stolt hneiga sig við komu þeirra þú leggur af stað og er þú nærð upp á hólinn berst þér angan af hafi og í huga þér kviknar líf eitthvað sem kallar á þíg í sömu mund dynja himnarnir á þér en þú hugsar sæll skyldi’ann vera að sunnan?

á vindasömum degi (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Áfram! Áfram! Það hvín og þú stendur nærri því láréttur úti á stétt Áfram! Áfram! Það hvín og smáfuglarnir fjúka ræfilslegir út á haf Áfram! Áfram! Það hvín og moldin þyrlast upp í augun á þér Áfram! Áfram! Það hvín en samt lekur áin letilega sinn vanalega veg og virðist ekkert taka eftir ytri aðstæðum.

draumur (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Nokkrir hrafnar standa yfir hræi af hrút og éta úr því augun tveir þeirra líta upp taka eftir þér vot og köld þoka umlykur mýrina sem þú stendur í blautur upp á miðja kálfa það er lélegt skyggni krunk-krunk-krá hefja hrafnarnir sig á loft og leggja til þín krunk-krunk-krá þú reynir að bera fyrir þig hönd þú reynir að hlaupa í burtu krunk-krunk-krá þú fellur við ofan í kalda mýrina finnur klær þeirra læsast í hold þitt krunk-krunk-krá (með andfælum þú hrekkur við vaknar lítur út um gluggann í...

kyrrð (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Einhvers staðar innan úr þokunni rýfur bíl kyrrðina tvö ljós sem stefna beint á þig hrímköld döggin leggst á handleggi þína og andlit við veginn stenda tveir hrafnar og horfa tinnusvörtum augum sínum á þig tvö ljós sem stefna beint á þig í fjarska má greina árnið kannski þeir séu að fá’ann hugsar þú og loks lítur þú við tvö ljós sem stefna beint á þig einhvers staðar innan úr þokunni rýfur óp kyrrðina
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok