Um bjartklædda himna
þeysa eldhnettir
og fyrir löngu lékum við þar engla

í plógförum vallanna sváfum við
og létum okkur dreyma
um að vera öldur á blárri strönd

en dag einn horfði ég
í dauðlituð augu þín
með hryggð veittir þú mér nábjargirnar

dagslausar nætur og dauðadjúp þögnin
ískalt hjarn og myrkt hröngl
er arfur þinn