Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

tmar
tmar Notandi frá fornöld Karlmaður
3.172 stig

Björn í Undralandi (48 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum
Björn í Undralandi Einu sinni, í landi sem var langt, langt í burtu, var lítill strákur sem hét Björn. Hann var með gleraugu. Björn þessi bjó hjá frænda sínum og frænku og vann með þeim úti á ökrunum. Dag einn kom mikið óveður sem feykti Birni hátt upp í loftið og langt, langt í burtu. Hann lenti á stað sem hann hafði aldrei séð áður og var alveg gáttaður. Hann hafði nefnilega lent í Undralandi. Þar ríkir hin illa galdrakona Ingibjörg og á hún heima í risastórri höll sem heitir Reykjavík. En...

Mynd (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum
Á silfruðum stálvængjum svífur hvít nótt að opnum gluggum hann stendur og bíður henni koss hamingju foss, sem loks fellur yfir oss og sólin sendir þúsund geisla sem brotna á þríhyrningsfjalli nessins af gráum og grænum mosa virðist neista glaðlegir vatnsdropar regnsins hann tekur fram filmu og vél framkallar ljóð á mynd er sól sest en í vetur, er þjóta stormar og vetrarél en vorsins dýrð er að eilífu fest á litríka og litla mynd og leynist á henni þú.

Haustkvöld (2 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum
Ég á það til, sérstaklega þegar fer að hausta, að ganga út að kvöldlagi með góða bók á svalir og lesa. Allur æsingur dagsins og kliður er fokinn eitthvert út á Faxaflóa og borgin liggur róleg og horfir hljóð á síðustu geisla sólarinnar dansa á blautum húsþökum. Það stirnir af öllu og stundum verður borgin svo draumkennd og ævintýraleg að ég veit stundum ekki hvort ég sé að horfa á sannleikann. Svo sest ég kannski niður á hvítan garðstól og sé þá ekki lengur yfir borgina. Fyrir framan mig,...

Reiði (5 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum
Ljósmynd Lítill drengur Ljóshærður Ljósblá augu Litlar saklausar hendur Á leið í skólann Með litla, saklausa, fullhlaðna, sjálfvirka skammbyssu

Nes (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum
Undarleg birta skín af daggarvotum, grá-grænum mosa í kolsvörtu hrauni. Yfir stendur þríhyrningsfjallið kyrrt og hljótt eins og það hefur gert í þúsundir ára. Um nesið liggur appelsínugul æð með of háan blóðþrýsting og stöku blóðstíflu. Við vík eina eru margar tjarnir og ver þar sem gert er út á ál.

Vor (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 1 mánuði
Yfir hvítar öldur hafsins heim að þúsund ára eynni, þar sem dökkir draumar svífa og dansa milli hvítra húsa, gráleit andlit vonlaus óska eftir björtum sumardögum, flýgur þreyttur lítill fugl sem fæstir taka eftir. En einn morgunn er þú vaknar, ef þú hlustar vel þá kannski heyrir, gegnum bílalæti og borgarnið, bjartan vorsins söng.

42 mánuðir (fyrir botni Miðjarðarhafs) (6 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 1 mánuði
Í fjörtíu og tvo mánuði gekk ég um borg óttans og fyrir himnana dró óútskýranlegt myrkur. Að hliði ég kom en það var brotið og inn streymdi hagl og blóð vellirnir loguðu að öðru hliði ég kom en það var brotið og þar sá ég logandi fjall í hafi að hinu þriðja ég kom en það var einnig brotið og þar var Remma að því fjórða ég kom en það hlið var brotið og í gegnum það sá ég dag verða nótt og nótt dag fimmta hliðið var brotið og inn runnu sporðdrekar svartir sem eilífar nætur hið sjötta var...

Martröð (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 1 mánuði
Eftir mörg þúsund morgna mun ég vakna og líta dökkleita dögun daggardropum í. Á sölnuðu grasi og gulnuðum laufum geng og geigur sækir að mér. Svört er sólin og varpar skugga í stað birtu. Og ég spyr -Hvers vegna? Hrundar borgir hvíla á hafsbotni liðins tíma, og blóði bornar öldur berast hægt að nýjum ströndum. Og askur allra tíma stendur allslaus og beinaberar greinar brothættar teygja sig upp til tunglslauss himins. -Hvers vegna? Úr djúpinu rís dauðraskip. Dökklitað og stýrislaust heldur í...

Líkn (3 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 1 mánuði
Þögn. Eða kannski ekki þögn. Frekar andhávaði, sem er alger andstæða hávaða. Þögn er nefnilega ekki andstæða hávaða, frekar en myrkur er andstæða ljóss. Myrkur er bara fjarvera ljóss, og ljós fjarvera myrkurs. Andstæða ljóss hlýtur að vera andljós, rétt eins og andstæða myrkurs er andmyrkur. Andljós er svo svart að það er ekki litur heldur áþreifanleg tilvera án ljóss, rétt eins og andmyrkur er svo hvítt að það er áþreifanleg tilvera án myrkurs. Þannig var þögnin. Eða öllu heldur andþögnin....

Álfaþoka (7 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 1 mánuði
Inn hún siglir sléttan fjörðinn, svífur létt að þorpinu. Þar standa lág hús, skip og bátar, síldarbrennsluturn og kirkja. Allt um kring er fjöll að finna, í fjarska glitrar jökullinn. Sólin skín og tunglið líka, stjörnur þessa ferðalags Allir gluggar festir aftur, enginn vill fá hana inn, hraðar hendur dyrum loka. Hrollköld álfaþoka ferðast inn fjörðinn þinn, forn og gamall galdrakraftur. Skelfur hver hönd, hvert bein, hvergi´ er skjól að finna. Álfar læðast milli hvítra húsa og hvísla illt...

Gunnar Gunnarsson (16 álit)

í Bækur fyrir 22 árum, 1 mánuði
Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna Gunnar Gunnarsson hefur ekki hlotið hærra undir höfði en raun ber vitni. Það leikur enginn vafi á því að hann er einn besti skáldsagnahöfundur okkar Íslendinga á síðustu öld. Vissulega kemst hann ekki sama flokk og Halldór Laxness en samt sem áður á Gunnar til perlur, svona inn á milli, sem standast fyllilega samanburð við bækur nóbelsskáldsins. Það er ein bók sem mér finnst alltaf standa upp úr hjá Gunnari. Bók sem, að mínu mati, á sér engan líka í...

Réttlæti? (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 1 mánuði
Skilningslaus eru augu barnsins þegar þú dregur upp mynd af heiminum eins og hann er þegar þú dregur upp mynd af sjálfum þér eins og þú ert á vegg er blóð afmyndast mynd af þér Þú horfir reiður eitt augnablik en dofnar svo eins og gamalt brauð myglar þú samviska þín er eins og skröltormur í símaklefa Skilninglaus eru augu þín

ferskur fiskur (4 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Eftir fjórtán ára fangelsisvist er þér hleypt út í kuldann og þeir ætlast til að þú vitir eitthvað. En þú, varla að það spretti hár á höku þinni, nýr, ferskur eins og nýveiddur þorskur, ert étinn eins og hver annar smáfiskur. Smátt og smátt gefurðu eftir, lætur endurforrita þig, og verður eins og þeir vilja. Af því að þú veist að biluð tölva veldur þeim meira angri en dauði þinn.

Valið (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ef ég mætti að velja, á milli mín og hans, um hvorn okkar ætti að kvelja, -er svarið ekki augljóst? Takið hann! Takið hann og pínið, tryllta, já, bandóða svínið. Hann veður hér uppi, hæstur og mestur okkar (að honum finnst sjálfum), með yfirgang og læti, frekju og leiðindi og leyfir sér að hafa vit fyrir ,,þessum bjálfum” (eins og hann kallar okkur). Já, takið hann! Ég ræð mér ekki fyrir kæti, ég verð að sjá þessa sýningu. Á að ganga hingað inn? Æ, hve það er bjart hérna. Ha! Já, ég skal fá...

Ég veit allt! (4 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
,,Upp á heimsins hæstu fjöll hef ég klifið oft, og heimsins stærstu höf, hef ég siglt um öll. Það lítt þýðir við mig að deila, því að ég veit best. Minn hugur er á við þúsund heila, er ég hugsa mest. Og guðleg er gæðin gefin minni hugsun, og fá þau eru fræðin, framar mínu viti. Ég er fremri öllum af mannakyni, enda á ég enga vini.“ Þetta ljóð er um ,,vin”!

nótt (5 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Svört nótt yfir borgina svífur, sorg líður hægt yfir allt. Nákaldur vindur kyrrðina rýfur, og kroppar napurt í gömul sár. Öldur við kletta í óráði hjala, alls staðar hvílir nú brotthættur friður. Dauðleg náttúra liggur í dvala, dreymir og kvíðir því að verða til. Í fjarlægum tíma býr morgunn fagur, en feigð rís í hjarta þér. Hvenær, þú spyrð, hvenær kemur dagur? Hvenær mun loks birta til? Því allar öldur að lokum leita ljúfbjörtum ströndum að.

Húsið (11 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 2 mánuðum
ég ákvað að búa til smásögu byggða á ljóði sem ég orti fyrir nokkru..endliega segið mér hvað ykkur finnst Húsið Þegar ég var yngri fórum við pabbi oft í göngurferðir. Við gengum um allt, uppá klettótt fjöll, um víða dali og dimma skóga. Eitt skipti vorum við á gangi niður við sjó. Niður við sjávarmálið stóð gamalt, lágreist og dökkleitt hús. Það var nelgt fyrir alla glugga. Pabbi benti mér á það og sagði. -Í þessu húsi er reimt. Mörgum árum seinna eignaðist ég þetta hús. Ég nelgdi frá öllum...

í ljósaskiptunum (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Þokan kemur í ljósaskiptunum yfir garðinn kyssir hvern legstein og hvert leiði. Þú veist að þú ert ekki einn, en samt er enginn á ferli. Einmana standa trén, eins og kaktusar í biblíueyðimörk, og varpa löngum skuggum inn í þokuna. Milli leiðanna vaxa svartar rósir sem þú þorir ekki að týna. Hér er enginn hlátur, enginn grátur eða reiði, bara ró og friður, -eilífur friður. Þú stingur höndum í vasana og gengur rólegur niður stígana. Leyfir þokunni að snerta andlit þitt. Og kvöldið kemur á...

Húsið (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Þegar ég var yngri gengum við faðir minn niður í fjöru. Þar stóð lágreist, dökklitað hús við sjóinn og faðir minn benti á það og sagði: ,,Í þessu húsi er reimt”. Mörgum árum seinna eignaðist ég þetta hús. Ómur löngu liðinna veislna og rifrilda barst milli herbergja eins og grátur ungbarns, -angurvær. Ég bjó einn en var aldrei einmana. Á óveðursnóttum þegar saltrokið barði alla glugga og þak fannst mér eins og að söngur, undurblíður, liðaðist um hvern krók og kima hússins. Dag einn, stóð ég...

Draumur (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Ég horfi á mig þar sem ég ligg sofandi. Það stirnir af litríkum draumi og glóir allt um kring. Ég er allt og ekkert í eitt augnablik og að eilífu. Öldur óendanlegrar gleði og sársauka skola yfir mig og silkiklæddar strendur mínar. Hátt uppi í brúnleitum himni sveima albatrossar og hrægammar. Tré, sem hafa slitið rótum, svífa milli himins og jarðar, eins og tímalaust ljóð. Gul, íhvolf ský leka niður og snerta mig. Rautt auga trónir efst á himninum og sér yfir allt. Þegar ég vakna mun ég ekki...

morgun í borginni (5 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Hvít slæða liggur yfir borginni, eins og líkklæði úr mjúku silki hafi verið dregið yfir hana í nótt. Þú gengur niður frosnar götur, borgin er enn ekki vöknuð, allir sofa djúpt í glaumi og gleði drauma sinna. Inni á geðsjúkrahúsinu sofa menn sem geta mælt á þig spennitreyju með augunum, séð þig fyrir sér skoppa inni í bólstruðu herbergi eins og skopparabolti í borðtennis. Niður við höfnina liggja ástfangin skip róleg, kinn við kinn og einstaka koss. Þú gengur niður frosnar götur, borgin er...

Hvað er í gangi! (28 álit)

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Hver ætli sé ábyrgð íslenskra ráðherra? Svarið við þessari spurningu virðist augljóst, það er af þú horfir á fréttir og fylgjist með því sem er að gerast. Íslenskir ráðherrar bera ekki neina ábyrgð. Við sem kjósendur veitum þeim jú nærri því ekkert aðhald og mér virðist að fjölmiðlar rétt þori að fjalla um þá gríðarlega spillingu sem er innan íslenska stjórnkerfisins. Eftir því sem ég man best, hefur aðeins einn ráðherra sagt af sé vegna ,,spillingar“. Guðmundur Árni Stefánsson þurfti að...

Vetur (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Yfir þér flýtur bensínlitaður himinn og í rökkrinu fjúka börn haustins til hafs. Með golunni berst þér lágt suð frá æðakerfi borgarinnar eins og undurhljóð barnagæla en hvar eru litfagrir sumardagar í þessu steinsteypta völundarhúsi? Stakt fræ biðukollu svífur upp og finnur sér stað í grasi grónu gili, innan um hvassa steina, næsta sumar vex þar blóm. þannig eru dagar þíni

að kveldi (4 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Fyrir utan gluggann sofa fjöllin, svo fagurblá þarna hinum megin. Yfir svífa gulbrún, íhvolf ský, svona rétt eins og þau bíði eftir einhverju… og nóttin kemur í svörtum klæðum. Kóróna dagsins sokkin í djúpið. Brátt stíga Aldebaran og Oríon fram og skína dauft niður á minningar liðins dags. Þú situr einn og horfir yfir fjörðinn á hólana sem í æsku voru fjöll. Í næturkyrrðinni greinir þú hlátur Í andvarans stráum lékstu þér sæll, sveifst frá degi til dags án þess að taka eftir því í nótt...

Eilítið um atómljóð (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Í tilefni af skoðanakönnuninni ákvað ég að skrifa smágreinarkorn um atómljóð og vil gjarnan heyra hverjar ykkar skoðanir eru. Atómljóð eru oftast kennd við módernisma í íslenskri ljóðgerð. Algengur misskilningur er að atómljóð hafi átt upptök sín þegar formbyltingin varð á Íslandi, margir merkja ,,Sorg“ eftir Jóhann Sigurjónsson sem ,,fyrsta íslenska atómljóðið” en svo er ekki. Það er erfitt og nær ómögurlegt að merkja eitt ljóð sem upphafið. í raun var það þróun sem átti sér stað á þessum...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok