Það er alltof mikið um það að ljóð hér á vefnum fái enga gagnrýni. Ættum við ekki að taka höndum saman um að gagnrýna öll ljóð. Eftir að hafa lesið ljóð yfir reynum að finna einhver orð handa skáldunum. Hvort heldur sem er jákvæð eða neikvæð, um það sem betur mætti fara eða það sem er gert vel. Ekki bara láta ljóðin líða hér í gegn án þess að segja neitt. Sum ljóð eru lesin 40-50 sinnum og enginn segir neitt. Vissulega á þetta við um mig líka, enda ætla ég að taka mig á. En eruð þið ekki til í að reyna að skrifa eitthvað, eftir lesturinn!?