Sannleikann
uppgefinn fær ekki
birtan nær ekki

myrkrið hopar fyrir lyginni
lætur lífið í smástund
frá sér
og gleymir því á bekknum

aldrei aftur
líta augun blá sannleikann
sem gefst upp
gengur í burtu grátandi

friðurinn er úti
trén eitt sinn stolt
hverfa í sorta vetrarins
og snjórinn líður inní myrkrið
og hverfur á endanum

úr myrkrinu kemur syndin
blásvört með augun
sálarlaus

-nýr dagur
ljúfir tónarnir fljúga um
fylla höfuðin sem brosa
blóm sem springa út

einu sinni á ári
augun síþreytt reikandi
sálin breytt leitandi
en finnur ekki