Þar sem fuglarnir koma til að deyja
þar sem rósrauð blóðþokan byrgir sýn
eru börn að leik

þar er jörðin þurrt, svart duft
þar eru hinir látnu á sveimi á daginn
en þar eru börn að leik

gangið hægt um, börn
það má ekki vekja fuglana
þar sem þeir sofa í þokunni
í draumum þeirra býr von
það má ekki vekja fuglana
í nöprum vindinum þyrlast upp
svart rykið og minningar koma í ljós
börn, reynið þið að gleyma
það má ekki vekja fuglana

þar sem fuglarnir koma til að deyja
þar sem rósrauð blóðþokan byrgir sýn
eru engin börn

þar er jörðin svart, þurrt duft
þar eru hinir lifandi sveimandi á nóttu
en engin börn