Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Dobermann - bara hundar! (49 álit)

í Hundar fyrir 17 árum, 8 mánuðum
Kæru lesendur. Við hundaeigendur af hundakyninu Dobermann höfum átt í höggi við fordóma í garð tegundarinnar sem jaða við ofsóknum. Hundar eru yfirleitt ekki fréttaefni hér á landi, nema þegar þeir eru af kynjum á við Dobermann og hafa gert eitthvað af sér. Þá er þeim umsvifalaust slegið upp sem æsifrétt og fólk hrópar “úlfur, úlfur” eða í okkar tilfellum “vígahundur”. Fréttamenn keppast um að gera fordómana hjá almenningi enn verri og pólitíkusar sjá sér leik í því að krækja í fleiri...

Arwen í hlýðnipróf (5 álit)

í Hundar fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Mig langar að segja ykkur frá því að við Arwen skelltum okkur í Bronsprófið í hlýðni á vegum HRFI núna síðasta sunnudag. Ég var búin að ákveða með sjálfri mér að taka þátt í næsta Brons prófi en fyrirvarinn af þessu prófi var full stuttur svo ég ætlaði að bíða með þetta enda vorum við ekki alveg fullþjálfaðar fyrir þetta próf. Engu að síður þá fór það nú svo að 3 dögum fyrir prófdag tók ég þá ákvörðun að skrá okkur og var æfingarprógramm keyrt í gegn alla helgina! Á sunnudeginum mættum við...

Litla systir (2 álit)

í Fuglar fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Núna eru litlu kjánarnir mínir búnir að fá “litla” systur (reyndar alveg kominn mánuður síðan…). Það er hundur af tegundinni Dobermann og hún er því töluvert stærri en þau öll til samans :Þ Breki er kampakátur yfir að fá aftur hund á heimilið. Honum fannst alltaf mjög gaman að leika við gamla hundinn okkar, þótt hundurinn hafi aldrei verið eins hrifinn af honum :) Breki var nefnilega vanur að fljúga á hausinn á honum og koma sér vel fyrir þar :) Þannig að hann fer reglulega að heilsa upp á...

OMG! Fyrstu ungarnir eru komnir!!! (21 álit)

í Fuglar fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Vá það er sjaldan sem ég fer húllahopp, afturábak flikkflakk og geri fimm armbeyjur á hnjánum, en í dag gerðist það nú samt (a.m.k. í huganum :Þ ) Því í dag var ég í mestu rólegheitum að skipta um vatn og mat hjá öllum fuglunum mínum þegar ég rek augun í pínulítin berrasaðan koll, þegar ég gáði betur voru 2 litlir kanaríungar sem lágu þarna undir mömmu sinni! Vá hvað ég brjálaðist úr gleði :D Litla Aþena mín hefur nú oft komið með egg, en hingað til hafa engir ungar komið. Og víst þetta var...

Hver er réttur spjallverja? (10 álit)

í Netið fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Ég hef verið að velt fyrir mér einu undarlegu fyrirbæri, með rétt okkar spjallverja. Fyrir ca hálfu ári síðan var ég bönnuð af vissu spjalli án þess að mér var gefin nokkur skýring fyrir því. Ég gat ekki séð að ég hefði gert eitthvað glæpsamlegt á þessu spjalli. Vissulega hef ég látið ýmislegt flakka um eiganda þessa spjall, hvað mér finnst um hann, en langar gjarnan að taka það fram að ég hélt því í mér þar til ég fékk þetta blessaða bann. Ekki sakna ég þessa spjalls baun í bala, en hef...

Draumategundin :) German Pinscher (10 álit)

í Hundar fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Jæja, ég er eiginlega búin að gera upp við mig að flytja inn German Pinscher. Ég er búin að senda meil til norrænu, bresku og þýsku hundaræktunarfélaganna og spyrjast fyrir um góðan ræktanada og svo hef ég fundið upp á nokkrum ræktendum líka og spurst fyrir um hundana þeirra :) Ég er alveg ógó spennt núna, það verður mjög gaman að flytja inn nýja tegund til landsins :) Þetta verður að vísu ekkert á næstu mánuðum en vonandi á næsta ári ;) Fyrir þá sem ekki vita var German Pinscher meðal...

Jólaboð að hætti Seifs ;) (6 álit)

í Fuglar fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Jæja, ég hélt smá jólaboð um helgina. Ákvað að slá 2 flugur í einu höggi og leyfa öllum ættingjum að koma að skoða nýju íbúðina mína og alla fuglana í leiðinni. Ágætt að ljúka þessu bara af og bjóða öllum í einu :Þ Það voru auðvitað allir heillaðir af Seifi, enda glæsilegur fugl. Hann var mjög yfirvegaður af öllu þessu fólki, en afa mínum fannst alveg ómögulegt að hann fengi bara epli og var alltaf að luma að honum smákökunum :-/ Seifur hefur náttúrulega aldrei fengið hvítan sykur á ævinni...

Einangrunin loksins búin :D (11 álit)

í Fuglar fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Jæja, jæja, í gær voru komnar 4 vikur síðan fuglarnir komu til landsins og ég fékk loksins að taka bíbíana mína heim :D Ég fékk reyndar lítinn tíma til að leyfa öllum að kynnast heima, ég þurfti að fara með nokkra af fuglum á nýju heimilin sín og svo var ég líka að þrífa búrin og gera allt fínt hjá þeim. En ég prófaði nú samt aðeins að helypa Breka út, seint um kvöldið. Hann var nú svolítið sybbinn og vissi ekki alveg hvaða vesen væri á mér núna. Svo setti ég hann ofan á eitt ástargauks...

Fuglarnir eru komnir :) (11 álit)

í Fuglar fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Á þriðjudaginn, sama dag og Sesar minn dó :'( komu fuglarnir mínir loksins til landsins. Þeim heilsast öllum vel eftir ferðalagið og eru hver öðrum fegurri. Sumir eru að vísu öðruvísi á litinn en ég átti von á, og sumir jafnvel enn fegurri en ég átti von á Það var virkilega frábært að taka þá upp úr kössunum og koma þeim fyrir í búrunum sínum. Nú er bara bið á meðan 4 vikna einangrunni líkur og þá hefst ástargauksræktunin :D Ég fékk líka fallega kanarífugla og Gouldian finkur og er með...

Breka & Brynju fréttir (4 álit)

í Fuglar fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Jæja, ég hef verið svo voðalega bussy að undanförnu að ég hef alveg gleymt að segja frá þeim í langan tíma. En það gengur mjög vel hjá þeim. Þau eru aftur orðin sambýlisfuglar og það gegnur allt eins og í sögu. Brynja er orðin svo rosalega ástfangin af Breka sínum og vill núna allt fyrir hann gera, klóra honum og kjassa við hann og svo hefur hún tilhneyjingu til að herma eftir honum í einu og öllu. Eltir hann út um allt og gerir það nákvæmlega sama og hann. Ef hann er að naga eitthvað horn,...

Kanarífuglar (7 álit)

í Fuglar fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Kanarífuglar eru yndislegir litlir söngfuglar upprunir frá Kanaríeyjum. Það er þó aðalega karlfuglinn sem syngur og þannig er hægt að greina í sundur kynin. Þeirra náttúrulegi litur er brún, stundum kallaður grænn, en í dag eru þeir ræktaðari í ýmsum litum. Algengasti liturinn er guli liturinn en einnig hafa verið ræktaðir hvítir, rauðir og orange og ýmis afbrigði út frá þeim litum. Það eru einnig til ótal tegundir af Kanarífuglum, t.d. Crested sem hafa koll, Frill sem virðast vera úfnir og...

Hvuttadagar 2003 (7 álit)

í Hundar fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Hæ hæ! Ég ætlaði að minna alla á að Hvuttadagar verða aftur haldnir hátíðlegir í ár. Að þessu sinni verða þeir haldnir með pompi og prakt 22. - 23. nóvember í Reiðhöll Gusts. Þar verða hundategundir kynntar fyrir almenningi og fólki gefst kost á að spyrja ræktendur út í tegundirnar. Tilvalið fyrir þá sem eiga erfitt með að velja réttu hundategundina inn á heimilið og almennt fyrir alla sem hafa nokkru tíman átt hund, langað í hund eða haft áhuga á hundum :) Þarna verður líka blendingabás með...

Aftur í mogganum :) bls. 40 í dag, föstudag (14 álit)

í Hundar fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Meira um Dalsmynni Ég sá að þær Guðmunda og Sædís svöruðu bréfi mínu um Dalsmynni. Að sjálfsögðu langar mig til að svara þeim til baka. Mikið er ég nú fegin fyrir ykkar hönd að hundarnir ykkar séu gallalausir, en því miður hafa ekki allir verið svo heppnir. Ein kona sem ég þekki á 10 hunda frá Dalsmynni en einungis 2 þeirra eru í lagi. Þetta er því miður ekki einsdæmi. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að gallar geti alls staðar komið upp, en að sjálfsögðu ætti þá ekki að rækta undan...

Mogginn í dag, bls. 36 (50 álit)

í Hundar fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Um Dalsmynni Fyrir stuttu skrifaði kona í velvakanda og sagðist ekki skilja hvað fólk hefði á móti Dalsmynni. Nefndi hún það einnig að þetta stafaði af öfund fólks í garð Ástu Sigurðardóttur. Ég get ekki sagt að ég öfundi hana enda hef ég reynslu af því að starfa á hundahóteli og veit hvað í því felst að hugsa um stóran hundahóp, þó þar hafi hann ekki einu sinni verið einn sjötti af þeim hundum sem búa á Dalsmynni. Alla daga voru öll búrin þrifin og þau skúruð. Jafnframt þurfti að þrífa...

Nýjir ástargaukar! (21 álit)

í Fuglar fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Mig langar svo að segja ykkur frá því sem ég er búin að vera með í maganum svo lengi lengi! Ég er náttúrulega ástargauks aðdáandi nr. 1 og hef lesið mig heilan helling til um þá, bæði í bókunum mínum og á netinu. Þar sem það eru til ógrynni af litarafbrigðum hef ég alltaf furða mig á því að það séu til svona fáar hér á klakanum. Því meira sem ég fræddist, því mun meira fékk ég í magan um hvað það yrði nú gaman að flytja inn þessa liti. Svo ég fór á stúfana að leita mér að góðum ræktanda og...

Að kúka í klósettið (19 álit)

í Fuglar fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Þú þarf einungis þrennt til að kenna fuglinum þínum að kúka í klósettið: “klósett”, smá tíma og þolinmæði. Gott er að útbúa lítinn T-stand sem klósett og setja bara smá pappír undir til að auðvelda þrif. Það sem ég gerði var að ég útbjó stóra leikgrind sem var jafnframt klósett til að hafa hér heima og svo lítinn T-stand sem ferðaklósett þar sem við förum gjarnan saman í heimsóknir. Að sjálfsögðu er alveg nóg að gera einn T-stand. Það sem við gerum er að setja fuglinn á klósettið. Gott er að...

Þar skall hurð nærri hælum (14 álit)

í Fuglar fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Úff… ég hélt ég yrði ekki eldri… Það var svo svakalega gott veður í gær að ég vildi nú aðeins leyfa sólinni að skína á elsku Breka minn, við vorum bara að tína fíflablöð handa kanínunum og vorum á leiðinni inn aftur, þegar allt í einu honum brá svona svakalega og flaug af stað - yfir himin há tré í næsta garði og ég sá ekki meir :-/ . Ég beið alltaf eftir að hann brotlenti niður því hann er jú vængstífður, en kannski að golan hafi þeytt honum svona langt, þetta var ekkert smá langt! Ég hljóp...

Ástargaukar (12 álit)

í Fuglar fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ástargaukar eru minnstu páfagaukarnir (14-16 cm) og ganga því einnig oft undir nafninu Dvergpáfar. Þrátt fyrir smæðina eru þetta greindarfuglar og töluvert greindari en t.d. gárarnir. Einnig eru þeir gífurlegir karakterar og eins misjafnir að lunderni og þeir eru margir. Þeir eru upprunir í Afríku, og eru til í níu tegundum, eftir því hvaðan þeir eru upprunir. Algengustu ástargauks afbrigðin eru: Peach-face (róshöfði), Masked (grímu) og Fischer´s. Þó að þettu séu einu tegundirnar sem hafa...

...og enn bætist við :D (10 álit)

í Fuglar fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Þetta eru nú meiu fugladagarnir… Á miðvikudaginn ættleiddum við Breki litla ástargauks stelpu. Hún er blanda af green masked og fischer´s, algjör snúlla. Fyrst beit hún mjög mikið og mjög FAST! :-/ En núna er hún öll að koma til og bitin hafa snar minkað. Ekki grunaði mig að það yrði svona mikið fjör hjá okkur, það er ótrúlega fyndið að fylgjast með þeim saman. Breki er svo ótrúlega feiminn og hún svo forvitinn og mikill grallari að hún hleypur á eftir honum út um allt og hann hleypur eins...

Var að fá nýjan :D (9 álit)

í Fuglar fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Það er búin að vera þvílíkur skortur á kanarífuglum undanfarna mánuði og henni Mjallhvíti minni var löngu farið að leiðast. Aþena og Amor eru voða happy saman og það hefur einu sinni komið egg, en því miður komu ekki ungar úr þeim :( Ég ætlaði alltaf að taka einn unga frá þeim og láta til Mjallhvítar, en ég gat bara ekki beðið lengur, hún var svo hrikalega einmanna. Svo ég fór að leita… Mig langaði svo í einn rauðan, því þá ætti ég öll litaafbrigiðin nema brúna (átti 1 gulan-Aþena, 1...

Símaat - sem hefur varað í 2 ár!!! (20 álit)

í Börnin okkar fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Ég kíkti í heimsókn til mömmu í dag. Þegar ég kom inn hélt hún á símanum í annari heninni (ekki upp að eyranu) og hristi hausinn. Ég varð svolítið undrandi og spurði hvað væri. Hún sagði að þetta væri strákur hágrátandi. NÚ? spurði ég ekkert smá hissa, og hún varð auðvitað að segja mér alla söguna. Þetta byrjaði semsagt fyrir 2 árum að ungur dregur byrjaði að hringja reglulega í þau. Mamma hélt að hann væri ekki eldri en 8 ára. Hann spurði alltaf eftir Jóni (fósturpabba mínum) og ef hann...

Sveitarsæla (2 álit)

í Hundar fyrir 20 árum
Það er alveg magnað hvað veðrið er búið að vera gott í maí (enda eigum við það alveg skilið, það er búið að rigna á okkur í heilt ár :-/ ). En í gær, Uppstigningardag, ákváðum við Linda vinkona að fara með hundana okkar, Sesar (labrador) og Lukku (mix), og eina aðra hundlausa vinkonu okkar ;) í afasveitina hennar Lindu. Lukka hefur alltaf verið erfið í bíl og gelt stanslaust, en núna þegar herra Sesar var hjá henni virtist hún vera miklu rólegri og gelti lítið sem ekkert. Við komum fyrir...

ó-ó-ó-ótrúlegur þessi maður! (18 álit)

í Formúla 1 fyrir 20 árum
Hafi ég einhvern tíman verið hrifin af Schuma… :D Mikið stendur hann sig vel kallinn! Í dag lauk Austurríska kappakstrinum í A1 hringnum. Eftir 2 misheppnaðar tilraunir til að hefja keppnina, tókst þeim loksins að ræsa (ég held að þetta hafi bara verið gert fyrir mig, var nefninlega í sturtu og hefði annars misst af ræsingunni :D ) Þó kom öryggisbíllinn út í byrjunni eftir að einn bílanna var stopp á vafasömum stað :-/ en loks komst þetta á fullt skrið. Shumi hélt fyrsta sætinu sínu í...

Indverska prinsessan LEONCIE (24 álit)

í Popptónlist fyrir 20 árum
Ég var svo heppin í vikunni sem leið að vinna plötu vikunnar á rás 2. Það var diskurinn Sexy Loverboy með hinni óviðjöfnuðu indversku prinnsessu Leoncie. Ég hafði nú heyrt nokkur lög með henni og átti þegar nokkur í uppáhaldi, en ég get ekki sagt annað en að diskurinn hafi komið skemmtilega á óvart. Hljómsveitin samanstendur af trommuheila, hljómborði Leoncie, og auðvitað Leoncie sjálfri. Dugleg stelpa, gerir allt sjálf. Skemmtilegt svona þema á disknum, þar sem sum lögin eru glettilega lík,...

Breki burslari ;) (7 álit)

í Fuglar fyrir 20 árum
Ein og flestir vita er Breki minn ekki fuglinn minn heldur kærastinn minn (að hans áliti þá :D ). En það þýðir auðvitað að hann vill auðvitað koma með mér ef ég ætla í bílinn (rosa stuð) og í öll samkvæmi og auðvitað vill hann líka taka þátt í öllum mínum athöfnum, þar á meðal að bursta tennur og þvo mér um hendur. Það er eitt af topp tíu listanum hans um hvað sé skemmtilegast í heimi :) Þá er hann ekki lengi að hoppa á hendurnar sem eru í vakinum til að fá að leika. Fyrst fær hann sér...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok