Það er búin að vera þvílíkur skortur á kanarífuglum undanfarna mánuði og henni Mjallhvíti minni var löngu farið að leiðast. Aþena og Amor eru voða happy saman og það hefur einu sinni komið egg, en því miður komu ekki ungar úr þeim :( Ég ætlaði alltaf að taka einn unga frá þeim og láta til Mjallhvítar, en ég gat bara ekki beðið lengur, hún var svo hrikalega einmanna. Svo ég fór að leita… Mig langaði svo í einn rauðan, því þá ætti ég öll litaafbrigiðin nema brúna (átti 1 gulan-Aþena, 1 hvítan-Mjallhvít og 1 orange-Amor). Ég frétti fyrir einhverjum mánuðum síðan að það væri sendin á leiðinni og þar ættu að vera rauðir. Svo ég ákvað að bíða, og ég beið og beið - og sendingin er ekki enn komin! Ég er búin að heyra “hún kemur á morgun” í meira en mánuð >:( En á laugardaginn kíkti ég við í Dýraríkið og sá einn ljómandi fallegan skær gulan strák og ég ákvað bara að kaupa hann :D Nenni ekki bíða til morguns í einhverja mánuði í viðbót… Hann er líka mjög sætur og Mjallhvít var alveg stein hissa að fá svona fallegan maka allt í einu, það er nú kannski ekki alveg bullandi rómantík alveg strax, en þetta er allt að koma. Nýji sjarmurinn fékk nafnið Merkúr. Ég er alveg hrikalega spennt þegar ræktunin mín verður komin aðeins af stað :)
- www.dobermann.name -