Núna eru litlu kjánarnir mínir búnir að fá “litla” systur (reyndar alveg kominn mánuður síðan…). Það er hundur af tegundinni Dobermann og hún er því töluvert stærri en þau öll til samans :Þ
Breki er kampakátur yfir að fá aftur hund á heimilið. Honum fannst alltaf mjög gaman að leika við gamla hundinn okkar, þótt hundurinn hafi aldrei verið eins hrifinn af honum :) Breki var nefnilega vanur að fljúga á hausinn á honum og koma sér vel fyrir þar :) Þannig að hann fer reglulega að heilsa upp á litlu skvísuna (Arwen).
Brynja er ekki alveg eins kát. Hún á í fullu fangi með að kenna litlu systir að það er bara eitt BITCH á þessu heimili! :D Hún er samt mjög fyndinn, allt í einu er ekki nóu spennandi að vera á búrunum hjá hinum fuglunum til að hrella þá, heldur VERÐUR hún að vera á gólfinu og ef Arwen vogar sér nærri henni þá er sko kvæst!! Alveg kostulegt að fylgjast með henni :)
Seifur er nú mesti fýlupúkinn í þessu. Hann er MJÖG abbó út í hana! Er með þvílíkan háfaða þegar ég er að reyna að sinna henni og reynir að gogga í hana ef hún kemur nálægt honum :-/ En ég vona nú að hann fari að jafna á þessu skúnkurinn og taki litlu systur í sátt :)
- www.dobermann.name -