Einangrunin loksins búin :D Jæja, jæja, í gær voru komnar 4 vikur síðan fuglarnir komu til landsins og ég fékk loksins að taka bíbíana mína heim :D
Ég fékk reyndar lítinn tíma til að leyfa öllum að kynnast heima, ég þurfti að fara með nokkra af fuglum á nýju heimilin sín og svo var ég líka að þrífa búrin og gera allt fínt hjá þeim.
En ég prófaði nú samt aðeins að helypa Breka út, seint um kvöldið. Hann var nú svolítið sybbinn og vissi ekki alveg hvaða vesen væri á mér núna. Svo setti ég hann ofan á eitt ástargauks búrið og þá lifnaði heldur betur við honum þegar hann sá fugla eins og sig :)
Þegar ég Breki var kominn inn í búr aftur hleypti ég Seifi (blue fronted amazon) út í smá stund, og það fyrsta sem hann gerði var að flögra á búrið þeirra Breka & Brynju, og Brynja fékk nett flogakast og hvæsti á hann til að reka þetta “skrímsli” í burtu :D Ég ætla að reyna að sjá betur í kvöld hvort þeim lyndi ekki betur saman ;)
En þetta er ótrúlega gaman að þessu sé loksins lokið og að öllum fuglunum heilsist svona vel eftir einangrunina, þvílíkur léttir! :)
- www.dobermann.name -