Úff… ég hélt ég yrði ekki eldri…
Það var svo svakalega gott veður í gær að ég vildi nú aðeins leyfa sólinni að skína á elsku Breka minn, við vorum bara að tína fíflablöð handa kanínunum og vorum á leiðinni inn aftur, þegar allt í einu honum brá svona svakalega og flaug af stað - yfir himin há tré í næsta garði og ég sá ekki meir :-/ . Ég beið alltaf eftir að hann brotlenti niður því hann er jú vængstífður, en kannski að golan hafi þeytt honum svona langt, þetta var ekkert smá langt! Ég hljóp hraðar en nokkru sinni á minn ævi á eftir honum og í garðinn við hliðiná. Þar lá fólk í mestu makindum hálf bert í sólbaði og ég öskraði bara “sáuð þið bláa fuglinn, sáuð þið bláa fuglinn?” Þau litu hiss á hvort annað og ég hljóp áfram bak við hús og fór að leita í trjánum. Ég heyrði tíst í honum og fólkið kallaði á mig. Þá hafði hann komist upp á þak á húsinu, og ekkert á þakbrúnina, heldur alveg á kvistinn (var svona ris, sennilega heil hæð) Ég þorði ekki að sleppa auganu af honum af ótta um að hann tæki flugið aftur því þá sæi ég hann líklega aldrei framar. Ég kallaði á hann og bað hann að koma, hann kallaði á móti, greinilega mjög hræddur :( Ég sá að ég yrði að komast á þakið, ég hljóp til baka eins og fætur toguðu, fann stiga og hljóp að húsinu aftur. Sem betur fer hafði hann sig hvergi hreyft. Stiginn náði bara hálfa leið, en ég klöngraðist ofan á haldið (fyrir ofan efstu tröppuna) og náði að grípa taki á þakkantinum, og ekki spyrja mig hvernig ég fór að þessu - andrenalínið var bara í botni, vippaði ég mér upp á þak og í átt til Breka. Hann stökk í loftið, ekki í burtu sem betur fer, heldur beint í fangði á mömmu sinni :) Greinilega mjög þakklátur fyrir björgunina! Ég var hinsvegar töluvert lengi að jafnamig, þvílíkt spennufall, og þvílík gleði og sorg í blandi… var bara snöktandi í nærri klukkutíma eftir á…

Ég vona að þessi hræðinlega saga, sem betur fer endaði vel, kenni ykkur hinum að hafa alltaf aðgát með fuglana ykkar - þótt þeir séu vængstýfðir!
- www.dobermann.name -