Jæja, ég hélt smá jólaboð um helgina. Ákvað að slá 2 flugur í einu höggi og leyfa öllum ættingjum að koma að skoða nýju íbúðina mína og alla fuglana í leiðinni. Ágætt að ljúka þessu bara af og bjóða öllum í einu :Þ
Það voru auðvitað allir heillaðir af Seifi, enda glæsilegur fugl. Hann var mjög yfirvegaður af öllu þessu fólki, en afa mínum fannst alveg ómögulegt að hann fengi bara epli og var alltaf að luma að honum smákökunum :-/ Seifur hefur náttúrulega aldrei fengið hvítan sykur á ævinni áður og fékk þetta netta sykursjokk og var alveg spinnegal, þvílík læti og ruglum bull úr honum! Allir héldu að hann væri alltaf svona óþekkur, sem hann er alls ekki :( en svo þegar allir gestirnir voru farnir var orkan alveg búin og hann varð ofsa syfjaður og vidi bara kúra það sem eftir var kvöldsins…
ég mæli semsagt ekki með smákökum handa fuglunum :-/

Annars langar mig að nota tækifærið og óska öllum hugurum gleðilegra jóla og farsældrar á komandi ári :D
- www.dobermann.name -