Mig langar svo að segja ykkur frá því sem ég er búin að vera með í maganum svo lengi lengi! Ég er náttúrulega ástargauks aðdáandi nr. 1 og hef lesið mig heilan helling til um þá, bæði í bókunum mínum og á netinu. Þar sem það eru til ógrynni af litarafbrigðum hef ég alltaf furða mig á því að það séu til svona fáar hér á klakanum. Því meira sem ég fræddist, því mun meira fékk ég í magan um hvað það yrði nú gaman að flytja inn þessa liti. Svo ég fór á stúfana að leita mér að góðum ræktanda og afla mér upplýsinga. Þetta gekk allt að lokum og nú er ég harð ákveðin! Ég er búin að senda inn pöntun, og fuglarnir munu koma í byrjun október og verða í einangrun í mánuð svo vonandi verð ég farin að rækta mína eigin ástargauka í byrjun Nóvember :D Ég er svo spennt að ég er gjörsamlega að kafna!
Enilega kíkið á fleiri myndir hér ;)
http://spjall.hvuttar.net/viewtopic.php?p=25797#257 97
- www.dobermann.name -