Ástargaukar Ástargaukar eru minnstu páfagaukarnir (14-16 cm) og ganga því einnig oft undir nafninu Dvergpáfar. Þrátt fyrir smæðina eru þetta greindarfuglar og töluvert greindari en t.d. gárarnir. Einnig eru þeir gífurlegir karakterar og eins misjafnir að lunderni og þeir eru margir. Þeir eru upprunir í Afríku, og eru til í níu tegundum, eftir því hvaðan þeir eru upprunir. Algengustu ástargauks afbrigðin eru: Peach-face (róshöfði), Masked (grímu) og Fischer´s. Þó að þettu séu einu tegundirnar sem hafa fengist hér á klakanum til þessa hingað til eru einnig til tegundirnar: Black-Cheeked, Nyasa, Abyssinian, Madagaskar, Red-Faced og Swindern´s. Ástargaukum er oftast skipt upp í 2 megin flokka, Eye-Ring species og Non-Eye-Ring species. Eins og nöfnin gefa til kynna er annar flokkurinn með hvítan fjaðurslausan hring í kringum augun. Þeir sem tilheyra eye-ring eru: Masked, Fischer´s, Black-Cheeked og Nayasa. Þessi hringur er ekki það eina sem skilur þá að. T.d. er peach-faceinn töluvert stærri en masked og fischer´s og þeir hafa ekki sömu hreiðursvenjur. Peach-face notar aðalega eigið fiður í hreiðursgerð á meðan masked og ficher´s safna greinum og öðru slíku. Þetta gerir það að verkum að ekki er hægt að gera par úr t.d. peach-face og masked, en masked og ficher´s ganga vel saman. Í flestum þessara tegunda er enginn útlistslegur munur á körlum og kerlingum. Oftast er talað um að karlarnir séu með flatari haus, en það getur verið erfitt að sjá.

Ástargaukrinn er nagari af guðs náð og það er mikilvægt að hafa eitthvað í búrinu til að naga, t.d. greinar, eða leiðurreimar. Fá þeir þessari nagþörf ekki uppfylta eiga þeir til að bíta. Þó virðist vera að þeir gangi í gegnum eitthvað unglingaskeið þar sem þeir eiga til að bíta mikið, en þá gildir þolinmæðin ein. Gott er að leggja fingur á gogginn (ekki slá þá samt) og segja ákveðið “ekki bíta!”. Ef þeir halda áfram að bíta er gott að setja þá inn í búr í ca 5 mínútur og prufa svo aftur. Þetta getur orðið langdregið, en þeir eru fljótir að fatta þetta. Þeir eru líka frekar agressivir í eðli sínu og er illa við aðrar fuglategundir. Þeir passa líka mjög vel upp á búrin sín og hleypa ekki hverjum sem er þangað inn. Það er vel þekkt að þeir hafi bitið tærnar af risastórum fuglum sem gerðu það eitt af sér að setjast ofan á búrið þeirra. Goðsögnin segir að ástargaukur muni deyja úr ástarsorg sé hann hafður einn, en eigandinn verður oft hans maki og getur eigendi og gauksi bundist miklum tilfinningaböndum, enda eru þetta mjög ástúðlegir fuglar. Þetta er þó eingöngu goðsögn, en þeir gætu þrátt fyrir það tekið því illa að skipta um eiganda eða maka hafi þeir náð saman tilfinningalega séð.
- www.dobermann.name -