ó-ó-ó-ótrúlegur þessi maður! Hafi ég einhvern tíman verið hrifin af Schuma… :D
Mikið stendur hann sig vel kallinn! Í dag lauk Austurríska kappakstrinum í A1 hringnum. Eftir 2 misheppnaðar tilraunir til að hefja keppnina, tókst þeim loksins að ræsa (ég held að þetta hafi bara verið gert fyrir mig, var nefninlega í sturtu og hefði annars misst af ræsingunni :D ) Þó kom öryggisbíllinn út í byrjunni eftir að einn bílanna var stopp á vafasömum stað :-/ en loks komst þetta á fullt skrið. Shumi hélt fyrsta sætinu sínu í byrjun, en Montoya þóttist vera eitthvað en að sjálfsögðu komst hann ekki framm úr :) Svo kom að fyrstu viðgerðahléunum, Rubens var fyrri til að fara inn af Ferrari mönnum og þá þurfti helv* bensíndælan að klikka svo það þurfti að sækja aðra dælu. Maður gjörsamlega nagaði á sér neglurnar niður í fingur þegar Shumi kom inn. Dælt var á og um það bil þegar átti að hætta að dæla kviknaði bara í heila klabbinu :( Það var allt alveg vitlaust og vatn sprautaðis úr öllum áttum. Shumi sat hinsvegar hinn rólegasti í bílnum sínum, eins og ekkert hefði í skorist og reyndi bara að forðast það að of mikið vatn sprautaðist á hjálminn sinn! Þegar tókst loks að slökkva rauk hetjan af stað. Auðvitað var hann búin að tapa fyrsta sætinu fyrir Montoya og Kimi, en þó munaði ekki svo miklu. Og þegar vél Montoya sprakk, ákvað Schumi bara að taka allan pakkan í einu og skaust fram úr Kimi á meðan allir voru að fókusera á Montoya (hi,hi,hi). Snillingurinn hélt svo sæti sínu til enda og nú munar aðeins 2 stigum á honum og Kimi, en Ferrari eru komnir stigi oftar en McLaren.
Hver var svo að röfla um að Schmi hefði ekki taugarnar í þetta, maðurinn er með stáltaugar og það er ekki nokkur spurning að hann eigi eftir að taka heimsmeistarann eitt árið í röð.
- www.dobermann.name -