...og enn bætist við :D Þetta eru nú meiu fugladagarnir…
Á miðvikudaginn ættleiddum við Breki litla ástargauks stelpu. Hún er blanda af green masked og fischer´s, algjör snúlla. Fyrst beit hún mjög mikið og mjög FAST! :-/ En núna er hún öll að koma til og bitin hafa snar minkað. Ekki grunaði mig að það yrði svona mikið fjör hjá okkur, það er ótrúlega fyndið að fylgjast með þeim saman. Breki er svo ótrúlega feiminn og hún svo forvitinn og mikill grallari að hún hleypur á eftir honum út um allt og hann hleypur eins og fætur toga í burtu því hann er svo hræddur við hana :D (kannski ekki svo skrítið þar sem hún hefur nokkrum sinnum bitið hann í tásurnar…)
- www.dobermann.name -