OMG! Fyrstu ungarnir eru komnir!!! Vá það er sjaldan sem ég fer húllahopp, afturábak flikkflakk og geri fimm armbeyjur á hnjánum, en í dag gerðist það nú samt (a.m.k. í huganum :Þ ) Því í dag var ég í mestu rólegheitum að skipta um vatn og mat hjá öllum fuglunum mínum þegar ég rek augun í pínulítin berrasaðan koll, þegar ég gáði betur voru 2 litlir kanaríungar sem lágu þarna undir mömmu sinni! Vá hvað ég brjálaðist úr gleði :D
Litla Aþena mín hefur nú oft komið með egg, en hingað til hafa engir ungar komið. Og víst þetta var fyrsta varpið hjá þessu pari, gerði ég eiginlega bara ráð fyrir að það kæmi ekkert úr því, þannig að þetta er í eitt af fáum skiptum sem ég var virkilega súper jolly happy yfir að hafa RANGT fyrir mér :D
Ég kippti nú í myndavélina, en ungarnir voru vandlega gætt af mömmu sinni :) þannig að það koma bara myndir af þeim þegar þeir verða orðnir stærri :) Hér er allavegana mynd af mömmunni stoltu :D
- www.dobermann.name -