Ég var svo heppin í vikunni sem leið að vinna plötu vikunnar á rás 2. Það var diskurinn Sexy Loverboy með hinni óviðjöfnuðu indversku prinnsessu Leoncie. Ég hafði nú heyrt nokkur lög með henni og átti þegar nokkur í uppáhaldi, en ég get ekki sagt annað en að diskurinn hafi komið skemmtilega á óvart. Hljómsveitin samanstendur af trommuheila, hljómborði Leoncie, og auðvitað Leoncie sjálfri. Dugleg stelpa, gerir allt sjálf. Skemmtilegt svona þema á disknum, þar sem sum lögin eru glettilega lík, bara með mismunandi texta. T.d. er lag nr.6: Funny how things change er alveg nákvæmlega eins og lag nr. 13: Draumur um Keflavík, en textinn er vitaskuld ekki sá sami. Þetta gefur svona skemmtilegan blæ yfir allan diskinn. Textinn er líka ævi hressilegur, en sum lög hafa verið bönnuð á útvarpstöðum vegna klúrins texta (ekki einusinni Rottweiler hundum hefur tekist að láta banna sig…). Fáein textabrot svo þið skiljið hvað ég er að meina:

Þetta er viðlagið úr uppáhaldslaginu mínu, Súlu Dans Trans:
Oh, taktu mig inn,
í klefann þinn.
Sannaðu það, að þú
getir þrykkt honum
í réttan stað.
Ég er eldheit nú, þú
ert alltaf graður.
Þú færð aldrei nóg
Það eru staðreyndir

Brot úr laginu (My) Icelandic man:
I am wet, oh yeah
I feel it coming now
I feel you in me oh,
I feel it comin it´s
exploding
(sungið með stunum…)

Hi! Ástin:
Vertu tilbúinn undir
sænginni ástin
Ég lofa þér að nudda þig
og gefa þér fullnægingu
Sætur, þú tryllir mig alla
að innan
Ég verð rennblaut, þegar
við dönsum…
[og svo fer hún reyndar þarna í þessu lagi eitthvað að tala um hvar bíllinn sé, náði reyndar ekki alveg hvert rómantíkinn fór...?]

Eins og þið sjáið er þetta ómissandi gripur fyrir plötusafnarann, fyrir rómantíska mannin sem ætlar að koma elskunni sinni rómantísklega á óvart, og fyrir hvert einasta partý, enda eru lögin öll rosalega hressileg og manni langar mest að fá sér bjór, stökkva upp á borð og dansa. Ég gef henni 5 viskustykki af 5 mögulegum!

Að lokum, orð frá prinsessunni sjálfri:
Who is Leoncie
Leoncie is an incredible singer – songwriter – musican. Leoncie´s music is a lovely rage of aggressive and yet sensual melodies that touch your soul. She is an exellent singer, and a professional in the music business. On this amazing cd Leoncie has sung in 4 different languages. It´s sheer listening pleasure. Live with passion. God bless!
- www.dobermann.name -