Breki burslari ;) Ein og flestir vita er Breki minn ekki fuglinn minn heldur kærastinn minn (að hans áliti þá :D ). En það þýðir auðvitað að hann vill auðvitað koma með mér ef ég ætla í bílinn (rosa stuð) og í öll samkvæmi og auðvitað vill hann líka taka þátt í öllum mínum athöfnum, þar á meðal að bursta tennur og þvo mér um hendur. Það er eitt af topp tíu listanum hans um hvað sé skemmtilegast í heimi :) Þá er hann ekki lengi að hoppa á hendurnar sem eru í vakinum til að fá að leika. Fyrst fær hann sér yfirleitt bara smá vatnssopa áður en hann stekkur endanlega út í og þá er sko BURSL!!! Það er ekki nóg að hann rennblotni, heldur þarf ég líka af fá minn skammt af vatnsgusum og allt baðherbergið líka, myndirnar tala sínu máli ;)
- www.dobermann.name -