Draumategundin :) German Pinscher Jæja, ég er eiginlega búin að gera upp við mig að flytja inn German Pinscher. Ég er búin að senda meil til norrænu, bresku og þýsku hundaræktunarfélaganna og spyrjast fyrir um góðan ræktanada og svo hef ég fundið upp á nokkrum ræktendum líka og spurst fyrir um hundana þeirra :) Ég er alveg ógó spennt núna, það verður mjög gaman að flytja inn nýja tegund til landsins :) Þetta verður að vísu ekkert á næstu mánuðum en vonandi á næsta ári ;)
Fyrir þá sem ekki vita var German Pinscher meðal annars notaður í uppruna Doberman Pinscher, enda eru þeir keimlíkir í útliti en German Pinscher er talsvert minni. Það eru til 2 eða 3 Min. Pinscher hér á landi og það má frekar segja að German Pinscher sé stærri útgáfa á þeim frekar en að þeir séu minni útgáfa á Doberman. Þetta eru fjörugir félagar sem geta orðið býstna langlífir. Þeir þurfa litla sem enga feldhirðu en svolitla hreyfingu. Þeir eru meðalstórir og eru í tegundarhóp 2 (Section 1 ásamt Schnauzer).
- www.dobermann.name -