Fuglarnir eru komnir :) Á þriðjudaginn, sama dag og Sesar minn dó :'( komu fuglarnir mínir loksins til landsins. Þeim heilsast öllum vel eftir ferðalagið og eru hver öðrum fegurri. Sumir eru að vísu öðruvísi á litinn en ég átti von á, og sumir jafnvel enn fegurri en ég átti von á Það var virkilega frábært að taka þá upp úr kössunum og koma þeim fyrir í búrunum sínum. Nú er bara bið á meðan 4 vikna einangrunni líkur og þá hefst ástargauksræktunin :D Ég fékk líka fallega kanarífugla og Gouldian finkur og er með nokkra til sölu af þeim, og einnig sun conure (handmataðann) og Jandaya conure. Endilega kíkið á myndir á http://www.bestivinur.com/spjall/viewtopic.php?t=2261 eða http://spjall.hvuttar.net/viewtopic.php?t=3388
- www.dobermann.name -