Ég hef verið að velt fyrir mér einu undarlegu fyrirbæri, með rétt okkar spjallverja. Fyrir ca hálfu ári síðan var ég bönnuð af vissu spjalli án þess að mér var gefin nokkur skýring fyrir því. Ég gat ekki séð að ég hefði gert eitthvað glæpsamlegt á þessu spjalli. Vissulega hef ég látið ýmislegt flakka um eiganda þessa spjall, hvað mér finnst um hann, en langar gjarnan að taka það fram að ég hélt því í mér þar til ég fékk þetta blessaða bann. Ekki sakna ég þessa spjalls baun í bala, en hef samt sem áður nokkrum sinnum reynt að fá útskýringu á banni mínu. Ekki hef ég enn fengið nokkur svör. Ég hef af og til prófað að skrá mig inn, bara til að sjá hvort guð faðir almáttugur hafi fyrirgefið syndaranum mér, en það er víst ekki svo. Þrátt fyrir að vera búin að vera bannfærð á guðsvefnum í um hálft ár er ég enn á topp 10 listanum yfir mestu skrifin á spjallinu. Enda skrifaði ég ýmislegt áður, bæði til fróðleiks og skemmtunar. Þegar ég fór að hugsa um það, finnst mér það ekki réttlátt að mín skrif séu þarna á spjalli sem ég kemst ekki inn á. Þannig að ég get ekki eytt innleggjum né breytt þeim, né tekið út persónulegar upplýsingar í prófílnum svo sem msnið (en ég tók þá ákvörðun að taka það út af öllum spjöllum, því ég var að fá svo mikið fólk á það sem ég þekkti ekki neitt). Þannig að mér fannst það rökrétt að víst ég ekki gæti tjáð mig né breytt/eytt nokkrum sköpuðum hlut að Begga yrði bara eydd út af þessu tiltekna spjalli. Ég sendi þá eigandanum póst og sagðist reyndar ekki vita skýringuna á þessum fíflalátum í honum, en óskaði hér með eftir að mér yrði bara eytt, enda ekki nokkur tilgangur með því að hafa mig þarna. Það hefur hinsvegar ekki verið gert, né verið að ómaka sig í svo mikið sem að svara mér! Má ég bara spyrja, finnst fólki þetta eðlilegt? Hef ég virkilega engan rétt til að taka út persónulegar upplýsingar um mig eða eyða innleggjum eftir mig? Er réttur þeirra sem leggja inn staf nákvæmlega ekki neinn?
- www.dobermann.name -