Ég kíkti í heimsókn til mömmu í dag. Þegar ég kom inn hélt hún á símanum í annari heninni (ekki upp að eyranu) og hristi hausinn. Ég varð svolítið undrandi og spurði hvað væri. Hún sagði að þetta væri strákur hágrátandi. NÚ? spurði ég ekkert smá hissa, og hún varð auðvitað að segja mér alla söguna. Þetta byrjaði semsagt fyrir 2 árum að ungur dregur byrjaði að hringja reglulega í þau. Mamma hélt að hann væri ekki eldri en 8 ára. Hann spurði alltaf eftir Jóni (fósturpabba mínum) og ef hann fékk að tala við hann, kynnti hann sig með nafni og sagði svo alltaf það sama “allir Jónar eiga að mæta fyrir rétti” í næstu símtölum sagði hann sömu línuna aftur en bætti við að hann hefði ekki mætt og hvernig stæði á því. Fóstri minn hefur ekki alveg þolinmæðina í svona lagað og reiddist mjög í símann og/eða skellti á. En ef þau mistök voru gerð að skella á hrigdi hann strax aftur. Svo var honum ekki leyft að tala við Jón framar (ef hann þá svaraði ekki) og þá krafðist hann alltaf vinnusímans hans og sagðist vera gamall vinnufélagi hans, þeir hefðu unnið saman fyrir 5 árum, en hann væri búinn að gleyma númerinu, en þetta væri mjög mikilvægt því allir Jónar ættu að mæta fyrir rétti… Mamma sagði honum þá bara að ef þeir þekktust ætti að vera lítið mál að hringja í aðalnúmerið í vinnuni has og fá samband (vildi auðvitað ekki gefa honum númerið) en þá fór hann alltaf að hágráta! Þetta hefur sem sagt átt sér stað í 2 focking ár!!!! Viljið þið pæla! Nú voru þau að skilja fyrir ca mánuði síðan og í dag ákvað mamma að segja honum að jón byggi ekki lengur hér, hann hefði flutt út. Þá vildi hann auðvitað fá nýja númerið hans, en mamma sagði að hann væri ekki kominn með nýtt númer og þá var hann bara hágrátandi í símanum í nokkrar mínútur (þegar ég kom semsagt). Mamma gafst upp og skellti á. Hún er með númerabirti en hann notar alltaf leyninúmer :-/ Stuttu síðar hringdi hann aftur og mamma reyndi að spjalla við hann í mestu róleigheitum til að reyna að fá hann til að hætta. Hann sagðist vera 15 ára og þeir væru 2 vinirnir sem stunduðu það að rúnta um allan bæ með strætó og finna einhverja tíkallasíma til að gera at í fólki! og þetta væru þeir búnir að gera síðustu 2-3 árin. Hann virðist þó vera búinn að ná því að Jón búi ekki hjá okkur lengur svo ég vona í öllum bænum að þetta hætti. En finnst ykkur þetta ekki svakaleg þráhyggja? Mér finnst þetta mjög creapy! Það er alveg greinilegt að drengurinn er ekki með öllum mjalla, sjálfsagt einhver geðræn vandamál að hrjá hann, mér finnst þetta nú bara mjög sorglegt að þetta sé eina áhugamálið hans. En ég veit bara ekki hvað skal gera í þessu. Ég sagði mömmu að hringja í lögregluna og láta gera eitthvað í þessu og hún sagði að það kostaði 20-30 þús og hún hefði bara ekki ráð á því :(
- www.dobermann.name -