Hvuttadagar 2003 Hæ hæ! Ég ætlaði að minna alla á að Hvuttadagar verða aftur haldnir hátíðlegir í ár. Að þessu sinni verða þeir haldnir með pompi og prakt 22. - 23. nóvember í Reiðhöll Gusts. Þar verða hundategundir kynntar fyrir almenningi og fólki gefst kost á að spyrja ræktendur út í tegundirnar. Tilvalið fyrir þá sem eiga erfitt með að velja réttu hundategundina inn á heimilið og almennt fyrir alla sem hafa nokkru tíman átt hund, langað í hund eða haft áhuga á hundum :) Þarna verður líka blendingabás með fallegum blendingum. Dýraverslanir verða á staðnum og dýralæknar og margt, margt fleira :)
Upp er komin heimasíða hvuttadaga á http://www.hvuttadagar.net hún er að vísu ekki fullgerð eins og er, en þar eru engu að síður skemmtilegar myndir frá hvuttadögunum í fyrra.
- www.dobermann.name -