Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

tmar
tmar Notandi frá fornöld Karlmaður
3.172 stig

Símtalið (8 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Rigningin, sem í morgun féll á húsþök og rann niður strætin eftir stutta ferð eftir þakrennum, er enn sýnileg í svörtum gljáandi götum borgarinnar. Hátt fyrir ofan strætin, rétt fyrir neðan kólgugrá ský hangir már nokkurn veginn hreyfingarlaus. Einstaka vængtak gefur til kynna lífsmark. Í götunum speglast götuvitar og umferðarljós. Appelsínugul, rauð, gul og græn. Birta svífur upp til skýjanna litar þau. Þessi birta, gulrauð og hvít, umvefur allt, borgina, götunar, skýin og mig. Ég horfi út...

Vaknað í Brussel (5 álit)

í Bækur fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Elísabet Ólafsdóttir Vaknað í Brussel Sagan kom nokkuð á óvart. Ég hló upphátt á köflum og skemmti mér ágætlega við lesturinn. Aðalpersónan, Lísa(right!), vitundarmiðja verksins og kemur ágætlega út, minnit mig á systur mína, og fyrir vikið lifnaði persónan við í huga mér og virkaði trúverðug. Tungutak sögunnar oft með ágætum, sambland af ensku, íslensku, frönsku og ég veit ekki hvað og hvað, kemur skemmtilega út, svona oftast nær, en á það til að virka yfirdrifið á mig einstaka sinnum(nenni...

Aðeins frá mótinu (30 álit)

í Spunaspil fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Mig langar aðeins að segja frá mótinu og hvernig ég upplifði það. Á laugardeginum stjórnaði ég Ravenloft. Þegar ég kom uppgvötaði ég að við áttum að sitja í miðjum matsalnum, mitt á milli allra borðana, en það gekk náttúrulega ekki. Þannig að ég rabbaði við umsjónarmenn mótsins og þeir voru ekki lengi að kippa því í liðinn. Reyndar þurftum við að bíða til kl. 14 en það kom ekki að sök, því það gaf spilurunum tækifæri á að klára persónurnar sínar. Loksins þegar við komumst inn í sérherbergi...

[wh40k] Terminators (11 álit)

í Borðaspil fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart að heyra menn bölsóttast út í terminators. Langsterkustu sveitir SM og líka lang skemmtilegustu. Þeim fylgir all nokkur punkta kostnaður, en ég tel þá vera punktana virði. Afhverju? Í fyrsta lagi þá dregur engin sveit jafn mikið að sér fire-power í leiknum. Þegar andstæðingur þinn sér þig leggja niður Terminator-sveit á borðið þá skín ótti út augum þeirra. Andstæðingurinn einsetur sér að stoppa þessa sveit, sama hvað það kostar…og fyrir góðan spilara...

[WH40K]Tactical sveitir SM (6 álit)

í Borðaspil fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Tactical sveitir Bestu sveitirnar í leiknum? Spurning, en ég ætla að reyna að svara og sýna fram af hverju mér finnst það vera svo. Fyrst ber að nefna statatöfluna sem þeir eru með. Það að hafa 4 í WS, BS, S, T og I er í meira lagi gott. Sérstaklega það að hafa S og T 4. Það eru ekki margir möguleikarnir í Troops-choicum hjá öðrum herum sem hafa á slíku að skipa, nema ef vera skyldi Chaos. Í öðru lagi er það armourið sem þeir hafa. Power-armour, 3+ save er fáranlega gott, sérstaklega með í...

[WH40K] Scouts (18 álit)

í Borðaspil fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Scouts má kalla special op. sveitir SM. Þessar sveitir eru nytsamlegar í flestum bardögum og eru auðveldar í meðförum. Sveitirnar hafa ótrúlega gott úrval vopna og njóta nokkurra sérreglna. Í fyrsta lagi ber að nefna ‘and they shall know no fear’ . Þessi regla, sem ég tel vera mjög vanmetna, gerir þeim kleift að lifa af ótrúlegustu hluti. Þeir mega infiltrate’a, ákaflega góður eiginleiki, sérstaklega á móti herjum sem maður þarf að hægja á, t.d. Tyranids og Speed-Freaks orkum. Þeir geta...

tilbrigði við sonnetu (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Nístingsköld nótt siglir inn yfir landið, náfölur skarðmáni í skýjunum fer. Fjarlægar stjörnur í langnættið lýsa, lágt kyrjar dimmradda hrímblærinn ljóð. Skuggaklædd fjöll sofa draumsvefni myrkum, sveima inn í fornlegan örlagaheim. Hægt rennur fljótið í freyðandi hafið, frá íslögðu vatni er stirnir mjög á. Íshellu djúpt undir einmana bærist augað er hvarf öllum dögunum frá. Það gegnum gaddfreðna brynjuna lítur geigvænan morgun er rís einmitt þá. Snæviþökkt jörðin og vindurinn skefur í sporin...

[WH40K] Skriðdrekar SM (13 álit)

í Borðaspil fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Flestir sem spila með SM spila með amk. einn skriðdreka. Það er þó allur gangur á því, en þó er ljóst að jafnvægi skiptir meginmáli þegar nota á slík tæki. Sjálfur er ég mikið fyrir skriðdreka, en í 1500 pt. her nota ég aldrei fleiri en 2. Mig langar þó að taka fram að Rhinos og Razorback falla ekki undir skilgreininguna Skriðdreki, heldur eru þeir Transports, eða Strætóar! Predator Annihilator Með tveimur lascannon sponson vopnum verður þessi skriðdreki að algeru anti-tank skrýmsli. Þrjú...

[WH40K] Devastators (16 álit)

í Borðaspil fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Lengi vel hef ég velt fyrir notagildi sveita og fjölhæfni þeirra. Það leikur enginn vafi á því að þær sveitir sem hægt er að nota á hvað fjölbreyttastan hátt hafa jú mesta notagildið. Tactical sveitir Space Marines eru án nokkurs vafa lang fjölbreyttustu sveitir WH40K. Ég verð að viðurkenna það að lengi vel eftir að 3rd edition kom út þá var ég ekki ýkja hrifinn af þessum sveitum. Mér fannst þær dýrar og of sjaldan tókst þeim að slaga upp í þann punktakostað sem þeim fylgdi. Einnig gátu þær...

Mestu vonbrigðin (21 álit)

í Borðaspil fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Ég hef um árabil safnað Dark Angels her og haft yndi af. Enda chapterinn með öllu svalur og skemmtilegur. Þegar ég byrjaði að spila þá var 3rd edition ekki komið út og notaðist maður við Angels of Death handbókina við að búa til heri(Sweeeeeeet old days). Chapterinn eins og hann birtist í þeirri bók var nokkuð jafn og skemmtilegur, og bauð upp á margar mismunandi samsetningar, ólíkt mörgum öðrum chapterum. En eitt var nokkuð ljóst, firepower og fast attack var svona þeirra allra sterkasti...

Svartar rósir (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
i nótt sáir fræjum sínum í skjólsælan garð fræin skjóta rótum í rauða mold svartar rósir ii flauelsmjúkum höndum fer myrkrið um augu mín uns flugbeitt morgunskíman ræðst á mig -og sker út skugga iii ljóshvít hendi óstyrk teygir sig til að snerta mig ljóshvít hendi styrk teygir sig í skugga minn iv þegar ljósið fjarar blæður skuggunum út þegar ljósið fjarar spyrja hafblá augu: er ekkert eftir nema nóttin?

Málarinn (Seinni hluti) (0 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Nokkrum dögum síðar kemur málarinn, enn sem fyrr, með strigapokann sinn. En í stað þess að draga upp stílabók, þá tekur hann upp nokkrar þykkar blaðaarkir. Síðan teygir hann sig eftir litlu vatnslitaboxi í pokann og setur á borðið. Hann kallar á Giorgio og biður hann um að koma með tvö glös og vatnskönnu. Síðan sest hann niður við borðið sitt. Konan er úti á svölum. Einstaka sinnum gjóir hún augum að litla kaffihúsinu. Örfá ský sigla hægt yfir himininn en annars er þessi dagur eins og aðrir...

Málarinn (fyrri hluti) (0 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Hún situr úti á svölum. Eins og alla daga. Horfir niður tígulsteinalagt stræti og út að hafi. Situr og bíður. Dökkt hár hennar bærist í heitri golunni og hún strýkur svitaperlur af enni sínu. Hún bíður, hátt fyrir ofan strætið, þar sem sölubásar og vagnar fullir af ávöxtum og olífum keppast við að heilla til sín húsmæður í innkaupaferðum. Við strætið er lítið kaffihús. Þar situr málarinn í rauðri skyrtu og horfir á hana. Eins og hann hefur gert í allt sumar. Hann veit ekki hvað hún heitir og...

Gönguferð (8 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Fyrstu sólargeislar morgunsins banka létt á glugga hergergis míns. Ég vakna, svíf hægt og rólega upp úr draumsvefni næturinnar, opna augun og lít nýjan dag. En ég er ekkert að flýta mér á fætur. Ég ligg frekar aðeins lengur, ligg undir hlýrri dúnsæng og loka aftur augunum. En geislarnir hafa náð fótfestu undir augnlokunum og þaðan eiga þeir greiða leið inn í huga minn. Hvert skúmaskot, þar sem áður draumar og næturstjörnur vöktu, fyllist af hlýju ljósi. Hvernig get ég annað en farið á fætur....

Að yrkja hefðbundið (6 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Að semja rétta stöku eina, slíkt er lítið mál. En hugaskáldin reyna’og reyna og rína’í sína sál. Blóð í fögrum orðum borið barið niðr’á blað. Oft úr sínu hjarta skorið, svo pointið komist að. En í slíkum orðabruðlum á að vera lím. “Æ, ég óvart gleymdi stuðlum, en sjáðu, það er rím!” Davíð kallinn yrði dapur, daufur dálkinn í. “Æ, þetta er ó-kveðskapur, ég lofa’ ykkur því.” Kæru vinir, viljið reyna vanda ykkur næst. Sko, að berja saman stöku eina Er langt frá því að vera það vandamál sem...

Þegar Nóttin Skellur Á (7 álit)

í Spunaspil fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Það er komið kvöld. Allan daginn hefur rignt stórum, þungum regndropum sem skella á húsþökunum en með kvöldinu styttir upp. En þrátt fyrir úrhellið hefur ekki vind hreyft mikið og verið nokkuð lygnt. Það renna tærir lækir ofan af hverju húsþaki, niður útskorna viðarveggina og niður á hellulögð strætin. Það eru ekki margir á ferli í ljósaskiptunum og rökkrið fellur hljóðlega yfir bæinn. Úti við bíða hundar og kettir eftir því að húsbændurnir koma með matarskálir þeirra. Hér hafið þið átt...

Solufegri og Tmar: Gagnvirkt ljóð (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Hér kemur fyrsti hluti frá mér. Form óráðið, efnistök óráðin…hér er það hugsunin sem gildir, látum þær kallast á hvor við aðra. ++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++ +++++++++++++++++++++ á mörkum dags og nætur ljóss og skugga

Útlendingurinn (13 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Ég trúi því ekki að ég hafi verið rekinn. Ég bara trúi því ekki. Hvernig getur hann bara rekið mig sisvona? Ég hef ekkert gert til að verðskulda þetta. Ekkert. Hvernig getur hann rekið mig? Bara af því að ég mætti einu sinni of seint. Ég meina, sko, ég missti af strætó í morgun, hvað á maður að gera annað en að koma of seint. Maður á engra kosta völ. Ég trúi því ekki að ég hafi verið rekinn. Ég stend út á strætóstoppistöð. Enn og aftur, eins og í morgun þegar ég missti af strætó. Djöfuls...

Nótt (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 7 mánuðum
breiðir út vængi sína svört nótt döpur ský svífa yfir dimmbláu vatni hvítir, gleymdir dagar heimsækja hug minn og þegar slökkt er á síðustu ljósunum flýgur nóttin yfir vatnið

Íslenskur hrollur.... (5 álit)

í Bækur fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Komið sæl! Ég hef lengi velt fyrir hvers vegna ekki sé til staðar jafn fjölbreytt bókmenntalíf hér á landi, eins og í enskumælandi löndum. Þar má auðveldlega finna bókaflokka sem lítið sem ekkert hefur sést af hér á landi, eða það er litið niður á þá. Sem dæmi, þá er hér um vil engar vísindaskáldsögur eða fantasíu-skáldsögur gefnar út á íslensku, og álíka margar þýddar. Þetta þykir mér miður. Þó er ein bókmenntagrein sem er nokkuð mikið þýdd, miðað við vísindaskáldsögur, en hér um bil ekkert...

Mynd (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Mynd Á silfruðum stálvængjum svífur hvítt kvöldað opnum gluggum. Og sólin sendir þúsund geisla sem brotna á þríhyrningsfjalli nessins. Í gráum og grænum mosa neista glaðlega smáir dropar regnsins. Ég tek fram filmu’ og vél framkalla ljóð á mynd er sól sest. En í vetur, þegar þjóta stormar og vetraél, þá er vorsins dýrð að eilífu fest á litla en litríka mynd. Leynast þar fjallið og þú.

Draumur (0 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Óteljandi stjörnur fylla himinhvolfin. Blá ljósin vegvísir þeim sem til þeirra leita. Tunglið sigð ein en annars tekur við endalaust flauelsmjúkt myrkur geimsins. Mjúk mánabirtan leikur um hafflötinn og læðist inn í líf þeirra sem enn hafa ekki fallið í mjúka arma svefnsins. Tunglið speglast í rúðum bæjarins og fær þar bensínlitaðan geislabaug. Ró og friður færist mjúklega yfir þá sem leita á náðir svefnsins og tunglið leiðir þá inná brautir drauma þeirra stráðar stjörnum og vonum, draumar...

Vetrarnótt (2 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Gosdós rennur niður illa upplýsta götu. Fyrir utan gnauðið í vindinum og hljóðið frá dósinni er þögn. Það er enginn á ferli, ekki svona seint á kvöldin. Við götuna standa lágreistir trékofar trillukarla. Í þessum kofum geyma þeir veiðarfæri sín. Á milli tveggja þeirra má greina lítinn, mjósleginn skugga sem bærist úr takt við vindinn. Skugginn hreyfir sig hægt, næstum varlega, kannski til að raska ekki ró næturinnar, kannski er hvert skref óttafullt. Á eftir skugganum læðist lítil vera. Hún...

draumur (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Vegurinn er langur. Einmanalegur og undarlegur, annars eyðilegt landslag endalausrar sandauðnar. Ég sótti þennan stað heim sveif um í draumi, frá degi til dags draumi klæddur. Seiðandi tónar strjúka vanga minn, sólargeislar verma augun. Langt í burtu, hulið mjúk mistri má greina rauð fjöll, og hvítt hús. Vegurinn er langur. Lítt notaður og í niðurnístlu, nær samt ekki alla leið, ég verð að ganga. Ég fór þaðan, sneyptur og snauður, skelfingu lostinn. Næturnar niðdimmar, næra martraðir mínar....

Það er ljótt að stela (7 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Hann er einn inni í eldhúsi. Hann er nefnilega svolítið svangur og honum langar í smáköku og mjólk. Mamma hans situr frammi í stofu með Lóu vinkonu sinni og þær tala saman. Mamma sagði að hann ætti að fara inn í herbergi að leika en hann er orðinn leiður á því. Hann fer inn í reykmettaða stofuna og gengur að mömmu sinni, þar sem hún situr og spáir í hvort að hún eigi að líta ljóst hár sitt dökkt. Stendur svo bara og horfir um stund á hana. -Mamma, segir hann biðjandi. -Æi, Kristinn, ekki...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok