[WH40K] Scouts

Scouts má kalla special op. sveitir SM. Þessar sveitir eru nytsamlegar í flestum bardögum og eru auðveldar í meðförum. Sveitirnar hafa ótrúlega gott úrval vopna og njóta nokkurra sérreglna.

Í fyrsta lagi ber að nefna ‘and they shall know no fear’ . Þessi regla, sem ég tel vera mjög vanmetna, gerir þeim kleift að lifa af ótrúlegustu hluti.

Þeir mega infiltrate’a, ákaflega góður eiginleiki, sérstaklega á móti herjum sem maður þarf að hægja á, t.d. Tyranids og Speed-Freaks orkum.

Þeir geta ‘move through cover’ sem gerir það að verkum að þeir fara hraðar og örugglega í gegnum difficult terrain.

Það er hægt að nota scouts á þrenna vegu.

HtH-scouts (reconnisance)
Scout sveit sem einblínir á að vera með HtH-vopn og frag-grenades, til að tryggja það að þeir útiloki cover andstæðingsins. Einnig er ágætt að skella Krak-grenades á þá, svona rétt til að pirra andstæðinga sem nota transporta sem hafa armour 10. Í þessar sveitir er ‘skylda’ að kaupa veteran sergeant, helst bæta á hann power weapon og jafnvel melta-bomb. Sveit sem hentar vel til að hægja á herum andstæðingsins, því þrátt fyrir að hún fall-back’i, þá kemur hún aftur. Gallinn er hins vegar sá að scouts eru með verra armour en SM, þannig að maður þarf að verja þá fyrir skothríð.

Long-range-scouts (cover-op.)
Scout sveit þar sem einblínt er á HW. Sérstaklega sniper-riffle og jafnvel missile launcher eða heavy bolter með. Persónulega er ég hrifnastur af 4 snipers og 1 heavy bolter combo, það hefur virkað vel fyrir mig. Pinna sveitir niður auk þess sem að heavy bolter’inn tekur alltaf út amk. einn hjá hinum. Ég kaupi aldrei vet. sergeant í þessar sveitir, því þær eiga að vera það langt í burtu að það tekur andstæðinginn langan tíma að komast að þeim, auk þess að þeir eiga að einbeita sér að því að stoppa þær sveitir. Ef að andstæðingurinn kemst í svona sveit, þá áttu að bölva sjálfum þér fyrir slæma spilamennsku og líta á kostnað sveitarinnar sem nauðsynlegan fórnarkostnað, því á meðan ættu hinar sveitirnar þínar að fá frið. Gallinn er sá að þessar sveitir eru kyrrar og hægfara, og steindauðar ef þær lenda í HtH.

Bolter-scouts (guerilla-op.)
Scouts með boltera, shotguns og HtH-vopn. Nokkuð jafnvígir á allt. Þurfa helst að vera 8-10 í sveit. Ég er hrifinn af þessari sveit. Hún er nokkuð sterk, getur tekið við sveitum í návígi auk þess sem að hún getur skotið allt að 24”. Þessa sveit á maður helst að nota í hit’n run tactics. Þú nálgast óvininn og lokkar hann til þín, stór sveit og lítur út fyrir að vera aupveld bráð, en síðan skýtur þú á hann, mörg skot undir 12” og leyfir honum að charge’a þig. En í staðinn fyrir að elta hann ‘þegar’ hann flýr, þá snýrðu þér frekar að næsta skotmarki og lokkar það í sömu gildru. Í svona sveit er maður allavega með 2-3 með HtH-vopn og vet. sergeant með power-weapon. Galli, tactic sem er pínu risky, en getur skilað sér hjá vönum spilara.

Persónulega læt ég aldrei HtH-vopn og HW í sömu scout-sveit. Það er gjörsamlega tilgangslaust og núllar hvort annað út. Ef maður skýtur með HW, þá geta kallarnir ekki hreyft sig, ef maður hreyfir sig, þá getur maður ekki skotið HW. Ég er mjög hrifinn af scout-squads og nota þá oft, en sé sjaldan hjá öðrum SM-spilurum. Skil ekki afhverju!!!