Tactical sveitir

Bestu sveitirnar í leiknum? Spurning, en ég ætla að reyna að svara og sýna fram af hverju mér finnst það vera svo.

Fyrst ber að nefna statatöfluna sem þeir eru með. Það að hafa 4 í WS, BS, S, T og I er í meira lagi gott. Sérstaklega það að hafa S og T 4. Það eru ekki margir möguleikarnir í Troops-choicum hjá öðrum herum sem hafa á slíku að skipa, nema ef vera skyldi Chaos.

Í öðru lagi er það armourið sem þeir hafa. Power-armour, 3+ save er fáranlega gott, sérstaklega með í huga hversu gott T þeir hafa. Enn og aftur eiga ekki margir herir möguleika á þessu sem Troops-choice, nema Chaos.

Í þriðja lagi er það Ld hjá þeim. 8 eða 9 er nógu gott í sjálfu sér, en þegar þú bætir við ‘and they shall know no fear’ verða þeir enn betri. Enginn her hefur það, ekki einu sinni Chaos.

Í fjórða lagi þá hafa þeir á virkilega góðum samsetningar möguleikum á að skipa, að mínu mati mun fleirum en hjá mörgum öðrum herum, miðað við það að hér ræðir um Troops-choice.

Basic ground team
Fimm kallar og eitt HW. Þessi tegund af Tactical-sveit er notuð til að tryggja SM-hernum ‘covering-fire’. Þeir eru yfirleitt staðsettir einhvers staðar langt inn í deployment zone’i þínu. Bestu kaupin eru fimm kallar og Lascannon eða missile launcher. Heavy bolter kemur síður að gagni. Þessi sveit notar ekki strætóa.

Take and hold
Sex manna sveit með special vopn, meltagun eða plasmagun. Vet. Sergeant með power weapon. Razorback strætó með twin heavy-bolter. Kemst fljótlega yfir og strætóinn getur veitt þeim mikilvægt skjól, jafnvel þegar búið er að eyðileggja hann. Sökum 9 í Ld og sérreglunnar er erfitt að koma þessari sveit í burtu frá staðnum sem þeir hafa náð, nema þá með að eyða henni algerlega. Einnig er hægt að hafa þessa sveit stærri og nota Rhino.

Up-close-and-personal
Tíu manna sveit í Rhino-strætó. Notar flamer og vet. sergeant með power-weapon og melta-bombs. SM eru nefnilega ótrúlega seigir í HtH á móti öðrum troops-choices og jafnvel fast attack. Rhinoinn notist til að veita skjól fyrir þá. Snilldar sveit til að draga athygli andstæðingsins frá alvöru ógn hers þíns (sem er að sjálfsögðu leyndó!)

Anti-infantry
Sex manna sveit með plasma gun og heavy-bolter. Razorback-strætó með twin-heavy bolter. Byrjar fyrir utan strætóinn og notar fire-powerið til hins ýtrasta á infantryliða andstæðingsins.

Anti-tank
Sjá Anti-infantry, nema meltagun í stað plasma guin og lascannons í stað heavy-bolters.

Ég gæti haldið áfram endalaust. Það er nefnilega virkilega gaman að búa til tactical sveitir, vegna fjölbreytileikans. Ég hvet ykkur til að koma með einhverja útfærslur sem ekki sjást hér.