Mig langar aðeins að segja frá mótinu og hvernig ég upplifði það.

Á laugardeginum stjórnaði ég Ravenloft. Þegar ég kom uppgvötaði ég að við áttum að sitja í miðjum matsalnum, mitt á milli allra borðana, en það gekk náttúrulega ekki. Þannig að ég rabbaði við umsjónarmenn mótsins og þeir voru ekki lengi að kippa því í liðinn. Reyndar þurftum við að bíða til kl. 14 en það kom ekki að sök, því það gaf spilurunum tækifæri á að klára persónurnar sínar. Loksins þegar við komumst inn í sérherbergi fengum við þetta frábæra herbergi. Þar inni var stórt og gott borð, bókasafn og fjöldinn allur af styttum. Auk þess var Hallgrímskirkja utan við gluggann og hringdi bjöllum sínum á kortersfresti, sem var bara snilld því aðal'sinkhole'ið var kirkja í ævintýrinu. Í kringum þrjú var svo byrjað að spila og við roleplay'uðum til kl.18 án þess nokkurn tímann að lenda í bardaga. ‘Hetjurnar’ voru aðeins að rannsaka og spjalla við fólk. Síðan tókum við hlé. En eftir hléið upphófst mikill bardagi og þar eftir var atburðarrásin hröð. Upp úr miðnætti vorum við loks búnir. Reyndar verð ég að taka fram að á einum stað í ævintýrinu tókst öllum að fail'a Horror save'i, sem var bara fáranlegt(DC 20).

Á sunnudeginum var ég að spila. Átti að sitja á borði hjá Móða vestur-íslending og spila Epic. Ég hafði ekki prufað að spila epic áður, en aðeisn svona gluggað í bókina niður í Nexus, en aldrei séð neitt sem heillaði mig. Ojæja, ákvað að slá til. Ég var einn þeim fyrstu á borðið og fékk að velja mér fyrstur persónu….Accerek the devourer varð fyrir valinu(SWEEEEET!). Necromancer og archmage….Síðan spiluðum við í gegnum eitthvað dungeon og drápum einhvern ægilegan aðalkall. Ágætis session en aðeins of mikið hack´n slash fyrir mína parta, enda notaði ég alla galdra sem hægt er að finna til að halda mér frá combatinu. Sem var reyndar ágætt, því þegar kom að aðalkallinum átti ég nóg af offensive og öflugum göldrum eftir hehehehe.

Það var vitað fyrirfram að mótið yrði bara haldið í einum sal, þannig að fantasy heimar og science-fiction heimar voru saman í einum graut. Reyndar fékk Mage-borðið að fara fram á gang á laugardeginum, sem og Shadowrun borðið á sunnudeginum. En ég held að þetta hafi ekki komið að sök, því vel flestir virtust skemmta sér og hafa gaman af því sem þeir voru að gera.

Mótið fær tvær og hálfa stjörnu. Góð mæting og skemmtileg stemmning, of fá kerfi og of mörg borð í matsalnum.
Sjáumst á því næsta….