Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

tmar
tmar Notandi frá fornöld Karlmaður
3.172 stig

(Auglýsing) Epic Ravenloft (14 álit)

í Spunaspil fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Sælir! Á komandi spilamóti; þið vitið, þetta fyrir norða; hef ég hugsað mér að stjórna Epic ævintýri og nota til þess Ravenloft heiminn. Ravenloft er, eins og flestir vita, gothic-horror heimur og hetjurnar þurfa að kljást jafnt við skrýmsli sem og eigin geðheilsu. Settingið er að mörgu leyti líkt öðrum D&D heimum, en frábrugðið að því leytinu til að þar er meira um undeads, necromancers og wickedness. Undeads eru auk þess töluvert öflugri en gengur og gerist. Ævintýrið sem spilað verður er...

Auglýsing (9 álit)

í Smásögur fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Vegna anna sé ég mér ekki fært að halda áfram sem admin. Þar af leiðir auglýsi ég hér með eftir einhverjum til að taka við af mér og hjálpa Abigel með umsjón þessa svæðis. Til að sækja um slíka stöðu þarf að fylla út admin umsókn, en þær er að finna í tenglasafninu í neðra vinstra horninu á huga.

D&D á íslensku; Ævintýra- og Campaign gagnabanki (15 álit)

í Spunaspil fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig aðrir stjórnendur undirbúa ævintýri sín. Hvort að þeir skrifi þau, jafnvel semji texta til upplestrar fyrir spilarana. Hversu djúpar pælingar þeirra eru í sambandi við lýsingar á persónum, húsum eða vopnum. Sjálfur skrifa ég upp eins mikið og ég get. Ég spila 95% á íslensku (fyrir utan orð sem einfaldlega eru óþýðanleg) og reyni eftir fremsta megni að vera eins ýtarlegur og hugsanlega má. Ég nota oftar en ekki útgefin ævintýri til hliðsjónar um...

Hreinsunareldur (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
þegar tungurnar hafa sleikt síðustu blóðdropana í burtu, stend ég eftir án húðar, vöðva og æða, aðeins hvít bein, tvö augu og taugar sem liggja eins og símasnúrur frá hauskúpu og niður mænuna,vefjast um hand- og fótleggi, fingur og tær, leita út á við að þér og biðja um meira.

Gos (2 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
það er eldur undir, eldur sem um munar, sker í gegnum skorpuna, skaðbrennur eldlilja, það er eldur undir, eldur sem um munar, rökkur og öskuregn, rís fölur dagur, það er eldur undir, eldur sem um munar, glóandi hraunstraumur úr hugardjúpum mínum.

Jarðeldur (6 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
ég velti grjóti á milli handanna, ískalt og hornhvasst, ég reif það undan grárri ábreiðu mosa, ískalt og egghvasst, fyrir löngu rann hér hraun, logandi heitt úr iðrum jarðar en skildi síðan eftir sig þetta grjót, ískalt og oddhvasst. eins og hjarta mitt.

Að drukkna (3 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Beygður kasta ég mér út í eldhafið. Hver aldan á fætur annarri skellur á mér og ég sýp hveljur. Hver andardráttur verður erfiðari og erfiðari, mér finnst sem ég logi að innan. En í fjarska heyri ég spurningu þína enduróma: Er ég þess virði?

Eldur (4 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Eftir langvarandi þurrka sumarsins stígur nú þykkur, svartur reykur upp frá skóglendum hugans. Seinna, þegar ég lít aftur yfir, undrar mig að sjá græna sprota stingast upp úr sviðinni jörðinni.

Tréð (2 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum
Tréð Fyrir vestan er fjörður sem fyrir löngu lagðist í eyði. Áður fyrr var þar þó nokkur byggð en þegar farið var að leggja vegi fyrir bíla og árabátar urðu að gufuknúnum skipum fækkaði íbúum fjarðarins smám saman. Enn í dag má finna leifar þessarar byggðar: hlaðna veggi og fúna bryggju. Þar má finna í brekku einni rétt hjá mosavöxnum húsarústum gróna laut. Miðja vegu milli hennar og rústanna er gröf merkt kringlóttum steini. Fyrir löngu síðan var nafn grafið í hann en vindar og regn hafa...

Vorljóð (6 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Undir sölnuðu grasi og haustlitu laufi, liggur hending og býður þess að vori hver stafur titrar og grunar græna litinn hinum megin við ánna, um græsku.

Skammdegi (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Yfir þökunum flýtur bensínlitaður himinn og milli garðanna fjúka börn haustsins. Með kvöldinu berst lágt suð frá æðakerfi borgarinnar eins og barnagæla en hvar eru heiðir sumardagar í þessu steinsteypta völundarhúsi? Hljómlítið líður skammdegið, eins og fræ í sunnanvindi. Eins og stakt fræ sem svífur upp og finnur sér sess í gili skýja, svífur upp og hverfur.

Umfjöllun um ljóð vikunnar: Rauð olíulindin brann (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ljóð vikunnar var að þessu sinni ljóðið “Rauð olíulindin brann” eftir meistara Zorglúbb. Málum bæinn rauðann sandinn svartann með olíunni hans Sáms frænda eða tilvonandi. Tilvonandi munu svo veggirnir hrynja og svartar krumlur Saddams brenna í helvíti og umvefja oss olíusvartur faðmur frelsarans með byssukjaftinn við nef mér. svo frá himni gefur oss daglegt brauð með mcdonaldsborgara í sem vér skolum niður með stoltinu. Faðir vor, þú sem ert á himni með vopn og lífsins verjur helgist þín...

Við Upphafið (5 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 1 mánuði
Dag einn, við strendur Upphafsins, stendur ungur maður með staf í hendi. Fyrstu sólargeislarnir renna niður hlíðar rökkurgrárra fjalla og rísa síðan úr djúpinu á ný. Og er sólin heldur enn til draumlendna svefnskógarins heldur ungi maðurinn, með stafinn í hendi heim á leið. En í fjöruborðinu finnur hann furðuskepnu. Hvíta, alhvíta, með bláar æðar rétt undir húðinni, hárlaus og fram úr höndum langar klær. Hann ýtir í skepnuna með stafnum en hún hrærir sig hvergi. Hann snýr henni við til að...

Um kvöldmatarleytið (7 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 1 mánuði
-Ég trúi þessu ekki, segir hann byrstur. -Hverju trúirðu ekki, spyr ég. -Heldurðu að hundspottið sé ekki aftur komið í garðinn, svarar hann og snýr sér frá glugganum. Undanfarið hefur það komið fyrir að tík hjónanna á númer ellefu hefur sloppið út. Ég er svosem ekkert að taka það nærri mér, enda ólst ég upp í sveit og þar var alltaf nóg af hundum. Hann aftur á móti, af einhverjum orsökum, hatar þá. Ég skil ekki alveg af hverju, enda vill hann ekkert tala um það. -Djöfullinn hafi það, hvað á...

Fréttir af Fáfni (10 álit)

í Spunaspil fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Jæja, hér kemur formlegur fréttapistill af spilamótinu… Laugardagur: Mætti upp úr hádegi og mér til furðu voru eki margir mættir. Gaf mig fram við skipuleggendur og fékk að vita að, sem betur fer, var borðið mitt næstum fullt og mæting á það 100%. Því miður var ekki það sama upp á teningnum alls staðar, því mörg hver voru borðin hálftóm, sum jafnvel aðeins með einn spilara. En við vorum öll komin með sama markmið, þe. að skemmta okkur og við vorum ekki lengi að koma okkur saman um að raða á...

Spilamót (9 álit)

í Spunaspil fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Jæja, þá er komið að því….Spilamót næstu helgi og rífandi stemmning í gangi…heyrst hefur að Gísli sjálfur ætli að sýna gamla takta og mæta í eldgömlum D&D bol, óþvegnum síðan á Fáfni III….ekki missa af þessu….nei, annars bara grín….Mig langaði bara að minna alla á að skrá sig á mótið sem fyrst. Það eru mörg kerfi í boði, og það verður eflaust mjög gaman á mótinu. Allir sem einn, drífa sig niður í Nexus og skrá sig…STRAX!!!! Allar upplýsingar um stjórnendur, kerfi og heima eru á síðunnu www.nexus.is….

Mót í vændum (42 álit)

í Spunaspil fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Helgina 8.-9. mars verður haldið mót í Iðnskólanum í Reykjavík. Mótið verður með svipuðu sniði og síðasta mót, nema að í þetta skiptið verða fleiri stofur í notkun og fyrir vikið verður hægt að einangra þá sem vilja vera sér (þe. alvöru nördar frá wannabe-nördum….:)). Tímabilin verða sem hér segir. Laugardagur 12-23 Sunnudagur 12?-20. (ekki 100% viss um þennan tíma) Allavega, ég hvet alla til að koma og taka þátt. Skráning spilara fer fram í Nexus og hefst 1. maí, eða líklegast 2.maí þar sem...

Prósaljóð (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég hef verið að dúlla mér við að setja saman prósaljóð og jafnvel verið að brjóta eldri ljóð niður og setja þau upp á nýjan leik. Hérna fylgir ein tilraun af þessu tagi. Að sakna Við skautum á tunglskini, milli svartra jökla og hvítra sanda, hárra kletta og fíngerðra trjáa, í plógförum akra við liggjum og látum okkur dreyma um að vera öldur á blárri strönd, um bjartklædda himna þeysa eldhnettir og leikum við þar engla, uns horfi ég í dauðlituð augu þín, með hryggð veitir þú mér nábjargirnar...

Sveindómsmissir Antikrists (nauðgun) (16 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Þessi saga er eftir Nologo, en vegna þess að eitthverjar bilanir eru í greinakerfinu set ég þessa grein inn fyrir hann ;) Með höndina yfir höfuð munda ég títuprjóninn og sting’onum ofurlétt í bráðlifandi holdið. En kinnin gefur alls ekki eftir. Tek ég þá til þess bragðs að klípa sjálfan mig og strekkja húðina örlítið. Fyrr en varir er hann komin á bólakaf í kinnina á mér og blóðið lekur. Hláturinn nær ekki upp úr hálsinum á mér heldur korrar hann hann þar augnablik. Bylgjurnar skella á...

Sigga (3 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Síminn hringir. Ég lít upp frá tölvunni og í eitt augnablik velti ég því fyrir mér hvort að ég eigi nokkuð að vera að svara. Satt best að segja nenni ég nefnilega ekki að standa upp til að ná í hann. Síminn hringir aftur. Ég andvarpa og stend á fætur. Geng fimm skref og teygi mig í hann. Horfi á númerabirtinn. Leyninúmer. Bara spennandi, hugsa ég. -Halló. Það er þögn í símanum. En ég heyri að það er einhver hinum megin á línunni. Síðan dæsir einhver og segir. -Hæ. Ég fatta strax hver þetta...

Minningar (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Perlað regn sem sefur á laufum trjánna. Hvítir geislar strjúka þeim einn kaldan morgun. Uns þær rætur slíta og falla í dökkan svörðinn.

Hiti (6 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Hérna kemur ein ákaflega gömul, samdi þessa þegar ég var sautján. Hef enn ekki komið mér í að laga hana til. hiti -Núna er aldrei, hugsaði hann. -Núna getur aldrei orðið þar sem augnablikið er liðið hjá sem hún átti við. Augnablik byggja upp hversdagsleikann og fylla hann upp af tilgangsleysi, svo djúpu og svörtu að skuggar dagsins hverfa þar inni. Þó geta augnablik verið eilíf, eilíf í óvaranleika sínum svo að þau hverfa inní augnatillit guðanna sem horfa á heiminn stjörfum augun....

Hver hefur áhuga? (16 álit)

í Spunaspil fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Þannig eru nú mál með vöxtum að ég hef verið að stjórna PBEM í þrjá mánuði, íslensku PBEM. Þar fer allt fram á íslensku og við reynum eftir fremsta megni að hafa það þannig. Ævintýrið sem við erum að spila heitir Næturbrölt og gerist í Ravenloft-settinginu. Allar persónurnar eru á 2 leveli. Þær hafa gengið í gegnum ýmislegt og saga þeirra á eftir að verða löng…svo lengi sem þær lifa af…. Það sem hefur gerst hingað til. Hetjurnar búa í litlu þorpi sem heitir Unngarður. Eitt kvöld veiktist...

Spilakvöld? (18 álit)

í Spunaspil fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Það hefur verið eitthvað verið í umræðunni að stofna nýtt spilafélag. Slíkt er svo sem blessað og gott, svo fremur sem það standi sig betur en Fáfnir hefur gert undanfarin ár. Ég geri mér alveg grein fyrir því að Steini er í skóla og allt það, en það er ekki þar með sagt að félagið þurfi að lognast út af. Meira spurning um að fá einhvern til að hjálpa sér (tipp!). Ég er einn af steingervingunum í þessu. Ég man eftir fyrsta tölublaði Fáfnis, fyrstu spilamótunum ma. í skáksambandinu og hef...

Eyðimörk (6 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Eyðimörk. Ekkert dafnar hér. Nema myrkrið. Eyðimörk. Svartur sandur og gráir steinar. Allt um kring há svört fjöll og fyrir ofan blár himinn. Einstaka fjöll skreytt hvítri jökulkrónu, sem virðist snerta bláan skjáinn og renna saman við hann. Eyðimörk. Allir steinarnir eru þríhyrndir. Mótaðir af hvössum vindi sem hrífur með sér svartan, þurran sandinn. En í dag er logn. Og allt er hljótt. Alger þögn, sem ekkert virðist geta rofið. Einhvers staðar langt í burtu hlykkjast rykmökkur letilega upp...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok