Það er komið kvöld. Allan daginn hefur rignt stórum, þungum regndropum sem skella á húsþökunum en með kvöldinu styttir upp. En þrátt fyrir úrhellið hefur ekki vind hreyft mikið og verið nokkuð lygnt. Það renna tærir lækir ofan af hverju húsþaki, niður útskorna viðarveggina og niður á hellulögð strætin. Það eru ekki margir á ferli í ljósaskiptunum og rökkrið fellur hljóðlega yfir bæinn. Úti við bíða hundar og kettir eftir því að húsbændurnir koma með matarskálir þeirra.

Hér hafið þið átt heima allt ykkar líf, Unngarður. Þetta litla þorp er umkringt risastórum furutrjám Vachlasa-skógarins. Flestir hér hafa lifibrauð sitt af skógarhöggi eða veiðum. En hingað koma fáir. Ekki nema ef væri fyrir vagnalestirnar sem sækja timbrið að vori og seint á haustin. Allt sem þið hafið heyrt um heiminn fyrir utan skóginn er draum- og goðsagnakennt.

Brátt fer að hausta. Þið finnið það á lyktinni í loftinu, sjáið það á íkornunum og fuglunum og af bragðinu af lækjarvatninu. Brátt kemur vagnalestin að sækja timbrið, rétt eins og venjulega. Kvöldið í kvöld er þó frábrugðið öðrum. Í kvöld fer fram
haustfagnaðurinn. Búið er að slá upp miklu tjaldi og allir hafa lagt hönd á plóg, jafnt ungir sem gamlir við að skreyta og gera klárt. Heilu fjöllin af kokum hafa verið bakaðar, margar tunnur af öli bruggaðar og allir sem eitthvað kunna á hljóðfæri æft sig svo dögum skiptir.

Vörðurinn Wariz tekur dökkklæddum manni vera á leiðinni að hliðinu. Svo þegar sá dökklæddi nálgast hlið Unngarðs, stígur vörðurinn fram með ljósbrúna hárið rennandi blaut en grá augun hvik og vakandi, viðbúinn að gera það sem þarf við réttar aðstæður.
,,Hver ert þú og hvað vilt þú hingað í Unngarði,” spyr Wariz dökklædda ókunna
manninn.

Eftir smá þögn lítur maðurinn upp undan hettunni og horfir í augu varðarinns, það dropar úr hárinu og hettunni og litlir taumar af
vatni leka niður andlitið.
“Ég er veiðimaður og flakkari, ég verð ekki til vandræða.”
Augu hanns reika ósjálfrátt og mæla út vörðinn, staðnæmast í
augnablik á sverðinu og líta svo aftur upp. “Er gistihús í bænum sem þú getur mælt með?” segir hann og glottir.

Wariz bendir á átt að gistihúsinu og segir:
“Gistihúsið heitir Gaulandi gölturinn, ég sé um að framfylgja lögum og verður þú til vandræða er mér að mæta, vertu sæll!”

Ókunnugi maðurinn gekk inn eftir aðalgötu Utangarðs. Hann er meðalhár og hulinn af grárri ullarskykkju með hettu sem kastar djúpum skugga yfir andlit hanns, öll föt hans eru gegndrepa eftir rigninguna. Hann ber með sér engan búnað nema teppisrúllu og stuttan boga á bakinu. Þeir sem að horfa vel sjá þó glitta í tvö sverð hangandi í
belti hans undir skykkjunni og menn sem að sjá það komast ekki hjá því að furða sig á því einhver geti borið sverð með svo náttúrulegum þokka. Eins að maðurinn hafiborið sverð í beltinu allt sitt líf.

Ókunni maðurinn yrðir ekki á neinn hann gengur að næsta gistihúsi biður um mat og könnu af öli, hann talar með örlitlum hreim af álfamáli, lyktar líka af blautu leðri. Hendir einum gullpening á borðið og sest út í horn og etur án þess að taka af sér blauta skykkjuna og án þess að svo mikið sem líta á heitan arineldinn þar sem að nokkrir menn sitja og ylja sér og segja sögur.

Hinn upprennandi stórskemmtikraftur, söngvari og grínisti, Draupnir hefur komið sér vel fyrir á Gaulandi Geltinum. Spilar, syngur og gerir grín að öllu sem inn labbar og því sem er að gerast á staðnum. Þó svo að það hafi byrjað nógu saklaust hafa nokkuð of margir af eðal drykkjum staðarins (!!þeir stærstu og ódyrustu!!.) farið eilítið illa með dómgreindina hjá Draupni. Þannig að þegar hér er komið við sögu er hann sauðdrukkinn og er ekkert að fela óbeit sína á kvenfólki, og syngjandi mestu klámvísur. Þar sem hann situr og gaular sér hann þungbúinn mann koma inn og setjast niður í horn. Á leið sinni þangað tekur Draupnir eftir að hann ber 2 sverð, teppisrúllu og boga á baki. Þar sem Draupnir sé að hann vill ekkert hafa með annað fólk á staðnum getur hann ekki haldið aftur að sér og byrjar að gera grín að hinum ókunnuga.

“Hah þú lítur út eins og 100 vampírur hafi mígið yfir þig” öskrar Draupnir upp yfir allan hópinn og bendi á hann, þannig að allur salurinn veit hvern Draupnir er að tala um. “Sestu nú við eldinn, hlýjaðu þér og taktu þátt í söngnum.” Síðan held Draupnir áfram að gaula.

Inni á Gaulandi Göltnum eru ekki ýkja margir. Flestir eru heima við að gera sig klára fyrir kvöldið. En þeir sem sitja þar að sumbli eru orðnir æðileiðir á trúðnum og hann er vinsamlegast beðinn, af eiganda Galtarins, að trufla ekki aðra viðskiptavini.

Ókunni maðurinn lítur rólega upp þegar að móðguninn er hrópuð.
Horfir stíft og ógnandi út undan hettunni án þess þó að segja nokkuð í eitt augnablik er eins og tíminn standi kyrr og ókunni maðurinn og rauðhærði söngvarinn horfast í augu. Þá stígur eigandi gistihússins inn og brýtur augnsambandið, hreitir hálf kæfðum bölvunum í söngvarann og gengur í burtu. Þegar að fólk lýtur við er ókunni maðurinn aftur búinn að snúa sér aftur að matnum og ölinu eins og ekkert hefði í skorist.


Cathrine horfir út um gluggann á herberginu sínu, hún fitlar við lokk á ljósa axlar síða hárinu.
“Úff hvað það rignir mikið í dag,” segir hún og snýr sér að hálf fullorðnum fálka sem situr rólegur á staf og virðist sem snöggvast vera sofandi, en annað augað er einungis hálf lokað. Alltaf á verði hugsar hún og snýr sér aftur að glugganum og segir:
“Það er of mikil rigning til að hleypa þér út í kvöld, Merlin minn, þú færð bara aftur þurkað kjöt í kvöldmatinn.”
Fálkinn vaknar, opnar bæði augun og horfir í áttina að glugganum og rekur upp lágt óánægju garg. Hún lítur á hann og brosir, snýr sér svo aftur að glugganum og tekur þá eftir einhverri veru hulinni grárri ullarskykkju, ganga inná veitingahúsið á móti. Hann er örugglega kominn hingað til að fara á hausthátíðina, hugsar hún. Sjálfa hlakkar hana mikið til hátíðarinnar í kvöld.
“Ég vona að það stytti upp í kvöld,” segir hún um leið og hún gengur að fataskápnum sínum og fer í bleikan látlausan kjól, en það er einungis að ósk móður hennar því sjálf kýs hún að ganga í stuttum og þröngum fötum. Þegar hún klæðir sig úr kemur í ljós húðflúr af tígrisdýri í árásarhug. Rófan á því byrjar á hálsinum og húðflúrið liggur niður á mitt vinstra brjóst hennar og er eins og dýrið gangi ofan á því. Einnig glittir í húðflúraða varnar rún sem er staðsett er rétt fyrir neðan naflan vinstra megin á stæltum magavöðvum hennar.
Rétt í því sem hún er að klára að klæða sig kallar mamma hennar í hana og biður hana um að taka kökuna á eldhúsborðinu með sér á hátíðina. “Já,” kallar hún niður stigann og getur vart stillt sig fyrir spenningi. Loksins hausthátíðin, hugsar hún um leið og hún flýtir sér niður stigann, samt kemst hún ekki hratt því kjóllinn hægir á henni og kallar “Merlin þú manst þurkaða kjötið er í dallinum þínum” um leið og hún gengur út með fjörugri fjölskyldunni. Fálkinn ungi, situr í glugganum og horfir á þau fara.
“Fersk kanína í kvöld,” hugsar hann um leið og hann lyftir upp litla lásnum á glugganum með goggnum og flýgur út.


Þegar að matnum er lokið og skuggarnir orðnir langir og fólk tekur að flykjast niður göturnar, fínklætt berandi veitingar, í átt að miðtorgi bæarinns stendur ókunni maðurinn upp og stendur í dyragætt Gaulandi Galtarins. Hann tekur upp langa og mjóa pípu og reykir og horfir á fólkið. Fötin eru orðin tiltölega þurr, hann kastar af sér hettunni og þefar af loftinu. Fersk gróðurlykt eftir rigninguna. Út úr húsinu á móti hleypur léttfætt ung kona í bleikum kjól, lítur snöggt á hann og hverfur svo inn í fjöldann.

“Vampírur í dýpsta víti!!!”Það er einhverskonar hátíð í gangi hugsar hann. Ég hefði ekki átt að koma í dag. Mér er illa við margmenni. Ósjálfrátt lítur hann yfir öxlina á fulla söngvarann við arineldinn.
Hann stendur þögull dágóða stund í dyragættinni reykir, hugsar og fylgir með augunum fálka sem að fýgur í átt til skógarinns.
Aðdáunarvert dýr hugsar hann, betra en mannfólkið.

Kvöldið líður í gleði og glaum. Allir, ungir jafnt sem aldnir, eru mættir. Þarna eru mætt von Kirkanesh-hjónin og dætur þeirra; Helmut von Kirkanesh hefur löngum verið óformlegur bæjarstjóri; Baldr Munason, járnsmiður og eini dvergurinn í bænum, Kjarkur, einn allra besti leiðsögumaður um skóginn á þessum slóðum og svo mætti lengi telja.

Þegar gleðin stendur sem hæst, heyrist hátt kvalaróp fyrir utan tjaldið. Tónlistin þagnar og allir horfa í kringum sig. Síðan kemur ung, dökkhærð kona, í bláum, síðum kjól inn í tjaldið. Hún slagar eins og að hún sé drukkin en heldur um hausinn. Hún er næpuhvít og virðist ekki vita almennilega hver hún er. Síðan ranghvolfir hún augunum og fellur í ómegin.

Þið þekkið þessa konu. Hún heitir Lisa van Helsing og hefur, eins og þið, búið í Unngarði allt sitt líf. Hún er þekkt fyrir mikla og góða þekkingu á sveppum.

Það þjóta allir að henni. Hún er reist við og borin út. Veislugestir spyrja hvern annan hvað ætli hafi komið fyrir, hvort að hún hafi drukkið of mikið eða hvort að sveppirnir hafi ‘stigið henni til höfuðs’.

Eftir smástund er gleðin komin á svipað stig og áður og allir halda áfram að skemmta sér eins ekkert hafi í skorist.

Þegar Kjarkur kemur aftur flýtir Wariz sér til og spyr um líðan Lisu.Kjarkur horfir um stund á Wariz og segir: “Hún er komin heim til sín. Er allt í lagi með hana?”
Hann klórar sér í brúnu skegginu og lagar síðan til þykka slánna sem hann er í. Lítur síðan aftur upp til Wariz og bætir við lágt.
“Finndu mig á morgun. Ég ætla að finna Halldura og fara með hann til van Helsing. Það er eitthvað sem er undarlegt við þetta allt saman. Ég ætla að finna einhver til að standa vakt við húsið hennar í kvöld. En það er eitthvað á seyði, eitthvað skrýtið,” segir Kjarkur og horfir óttasleginn í kringum sig.
Wariz spjallar um stutta stund við Kjark og hann býðst til að vakta hús Lisu en Kjarkur afþakkar og þeir kveðjast. Wariz heldur heim til sín og leggst í bælið.

Erathon stendur lengi í hurðargætt Galandi Galtarins, hugsi á svip, bara stendur eins og steingerð stitta. Það er löngu slokknað í pípunni en hann heldur samt á henni ennþá í vinstri hendinni. Það er gamall vani að hafa alltaf hægri hendina lausa. Matsalur Galtarinns er tómur og ekkert hljóð heyrist nema kliðurinn frá veislutjaldinu. Stjörnurnar koma fram ein og ein og það kólnar samhliða því sem að kliðurinn eykst.
Skyndilega keyrist öskur, kliðurinn í tjaldinu deyr út í stutta stund, þetta vekur áhuga hans. Hann gengur í átt að veislutjaldinu og sér þegr að ung kona er borin út. Hann sér vörðinn frá því fyrr um daginn tala við þungbrýndan mann en heyrir ekki orðaskil.
Hann tautar við sjálfan sig “Dauði og drekaeldur!! ég sef hvort sem er aldrey vel rúmi. Og með veislukliðinn …..”
Hann gengur nú á eftir mönnunum sem að bera konuna, hann labbar milli hárra tréhúsanna skuggamegin án þess að gera hið minnsta hljóð. Hann heldur mönnunum í góðri fjarlægð og sér inn í hvaða hús þeir bera hana.
Hann stekkur yfir stórann poll og inn í almyrkvað sund hinum megin við götuna frá Van Helsing húsinu.
Hann sest niður í myrkrinu með bakið upp við húsvegginn og bíður.
“Ég veit ekki hvað í dauðanum ég er að gera” hugsar hann. Það var bara einhver tilfinning sem sagði honum að þetta væri mikilvægt, að þessi unga kona væri hlekkur í einhverju stærra. Hann var bardagamaður og hann hafði lært snemma að treysta eðlisávísun og tilfinningum sínum.
Svo hann sat og beið í kuldanum og myrkrinu og ósjálfrátt færðist hægri höndin að handfanginu á sverðinu.

Draupnir er farinn að taka eftir að aðdáendahópurinn er farinn að minnka á barnum þannig að þegar komumaðurinn gerir sig reiðubúinn til að ganga út sér hann fullkomna afsökun fyrir að hætta “skemmtan” minni.
“Góðir gestir!! Takk fyrir mig en skyldan kallar.” Hann grípur mandólínið og stekkur á eftir manninu.
Með góðum skelli á bakið heilsar Draupnir hinum ókunnuga að drukkinna manna sið.
“Draupnir heiti ég, stórskemmtikrafur, sóði, og allra manna gleðigjafi.” segir hann, núna með útréttan spaðann. “Hvernig væri nú að ég myndi fylgja þér á þessa skemmtun?”
Þegar á hann kemur á hátíðina, reyndar einn þar sem hinn ókunni hafði ekki áhuga að fylgja Draupni, fellur Lísa í jörðina.
“Hehe! Of margir sveppir” hugsar Draupnir. “Núna er ekkert að gera en að athuga hvort einhver hafi skilið eitthvað verðmætt eftir óvarið, svona rétt á meðan allir eru að athuga með Lísu.

Omar fylgist með framvindu mála á hátíðinni úr öruggu fylgsni
spölkorn frá. Roog Omar er ekki mjög hár í lofti og af þeim sökum er hann oft kallaður stubbur af þeim sem umgangast hann. Hárið er strítt og úfið enda ekki verið þvegið svo lengi sem hann man. Fatnaðurinn mætti alveg við smá lagfæringum eða jafnvel bara henda þeim.
Undir öllum skítnum leynast blá augu sem fylgjast vel með öllu sem
fram fer.


Ókunni maðurinn situr og kvöldið líður inn í nóttina. Stuttu eftir miðnætti fer að rigna aftur og í þetta skipti svo að um munar. Regnið steypist niður og á örfáum mínútum verður hann rennandi blautur. Fyrir ofan þorpið bylta skýin sér og þrumur ganga yfir himininn. Einstaka elding lýsir upp svæðið þegar þeim slær niður í nærliggjandi tré. Sem betur fer, hugsar hann, er allt blaut og grenjandi rigning í ofan á lag, annars hefðu þessar eldingar vel getað kveikt skógarelda.
Hann hrekkur upp úr slíkum hugrenningum þegar hann heyrir Lísu æpa, svo hátt að það berst til hans, þrátt fyrir lætin í veðrinu. Hún kallar kvenmannsnafnið Hanna.
Síðan er þögn. Lengi vel á eftir er ekkert nema rigning og þögn. Hann hlustar vel eftir hvort að hann heyrir eitthvað meira en ekkert berst honum til eyrna. Síðan dynja þrumur og eldingar á þorpinu á nýjan leik.
Hrópið yfirgnæfði jafnvel þrumurnar. Gegndrepa blaut hettan fellur aftur niður á bak þegar að maðurinn stendur upp. Þetta sársaukafulla óp særir hann. Þrátt fyrir að vera oft kaldhranalegur og fjarlægur er hann góðhjartaður.
Svo mikill sársauki í þessu ópi! Það særir hann að geta ekki hjálpað þessari ungu konu. Hann hugsar um stund um það hvort að hann ætti að banka upp á. Vörðurinn sem að nú er flúinn inn úr rigningunni gæti miskilið það að ókunnur, hundblautur maður bankaði uppá í þvíliku veðri um miðja nótt.
Hann sest ekki aftur niður heldur stendur áfram. Hristir blautt hárið
frá andlitinu og blikkar vatnið úr augunum. Öll skynfæri hanns eru á verði nema, nema hvert hljóð, sjá hvern skugga, fynna fyrir hverju regndropa. Gripið á sverðinu verður fastara. Hann er hættur að skjálfa.
“Við alla drauga í skugga djúpinu! það verður ekkert sofið í nótt.
Svo stekkur hann yfir götuna í myrkrinu á milli eldinganna,
framkallar ekkert hljóð sem að heyrist yfir þrumurnar og hann byrjar að klifra upp að glugga Lísu.
Hann klifrar upp vegginn en rennur aftur niður og sker lófana á sér. En hann er ákveðinn í að gefast ekki upp og reynir á ný, en því miður fer allt á sömu leið. En allt er þá er þrennt er,og honum tekst að komast upp að glugga hennar, eða því sem hann telur vera glugga hennar, en þar er dregið fyrir og allt hljótt og myrkt fyrir innan.
Hann lætur sig falla aftur niður á götuna. Laumast aftur inn í húsasundið og bíður þögull. Hann annars hugar rífur efnisbút úr skyrtunni sinni og vefur um blóðugar hendurnar. Öll athygli hanns beinist að húsinu og glugganum. Og nóttin líður áfram.


—-
Þetta er fyrsti hluti pbem-ævintýrisins ‘Þegar Nóttin Skellur Á’. Þeir sem hafa áhuga á að fyljgast með framvindunni geta skráð sig í grúppuna og orðið ‘áskrifendur’ að póstunum. Öllum frjálst og kostar ekkert! slóðin er http://groups.yahoo.com/Naeturbrolt