Að semja rétta stöku eina,
slíkt er lítið mál.
En hugaskáldin reyna’og reyna
og rína’í sína sál.

Blóð í fögrum orðum borið
barið niðr’á blað.
Oft úr sínu hjarta skorið,
svo pointið komist að.

En í slíkum orðabruðlum
á að vera lím.
“Æ, ég óvart gleymdi stuðlum,
en sjáðu, það er rím!”

Davíð kallinn yrði dapur,
daufur dálkinn í.
“Æ, þetta er ó-kveðskapur,
ég lofa’ ykkur því.”

Kæru vinir, viljið reyna
vanda ykkur næst.
Sko, að berja saman stöku eina
Er langt frá því að vera það vandamál sem flestir virðast halda að það sé……