Elísabet Ólafsdóttir
Vaknað í Brussel


Sagan kom nokkuð á óvart. Ég hló upphátt á köflum og skemmti mér ágætlega við lesturinn. Aðalpersónan, Lísa(right!), vitundarmiðja verksins og kemur ágætlega út, minnit mig á systur mína, og fyrir vikið lifnaði persónan við í huga mér og virkaði trúverðug. Tungutak sögunnar oft með ágætum, sambland af ensku, íslensku, frönsku og ég veit ekki hvað og hvað, kemur skemmtilega út, svona oftast nær, en á það til að virka yfirdrifið á mig einstaka sinnum(nenni ekki að fletta upp og benda á dæmi, geri það við annan lestur eftir jól!). Lagalistarnir og -stúfarnir komu út allt öðruvísi en ég bjóst við. Sniðug hugmynd og gæddi söguna meira lífi, enda um leið virkar þau sem smá orðræða við samtímann á vissan hátt, en átti það til að verða einum of. Þannig að sterkustu og frumlegustu hugmyndirnar, sem eru um margt góðar, eru einnig akkilesarhæll sögunnar. En samt ekki á þann hátt að það verði manni til trafala við lesturinn. Á heildina litið ágæt saga, sérstaklega miðað við að þetta er fyrsta bók Elísarbetar, og lofar góðu um framhaldið. En hún þarf að ná betri tökum á hugflæðinu og einnig hefði ég viljað hafa söguna aðeins myndrænni, en það er bara af því að ég er sjálfur mjög hrifinn af hlutlægum og myndrænum sögum. Sagan Vaknað í Brussel fær *** af fjórum mögulegum.

Umfram allt góð skemmtun!!!