Þannig eru nú mál með vöxtum að ég hef verið að stjórna PBEM í þrjá mánuði, íslensku PBEM. Þar fer allt fram á íslensku og við reynum eftir fremsta megni að hafa það þannig.

Ævintýrið sem við erum að spila heitir Næturbrölt og gerist í Ravenloft-settinginu. Allar persónurnar eru á 2 leveli. Þær hafa gengið í gegnum ýmislegt og saga þeirra á eftir að verða löng…svo lengi sem þær lifa af….

Það sem hefur gerst hingað til. Hetjurnar búa í litlu þorpi sem heitir Unngarður. Eitt kvöld veiktist kona ein undarlegum sjúkdómi og hetjurnar voru fengnar til að finna lækningu. Ein af hetjunum er gift þessari konu og eiga þau eitt barn. Hetjurnar rannsaka aðeins sjúkdóminn og komast að því að þær þurfa að finna sjaldgæfa jurt til að nota í lyf. Þeim tekst það og koma aftur til Unngarðs sigri hrósandi, en Adam var ekki lengi í Paradís. Því stuttu eftir heimkomuna fá þær að vita að lík ungrar stúlku (dóttir konunnar) hafi fundist út í skógi, illa leikinn. Þær hafa rannsakað aðeins það mál og komist að því að líklegast eru hér einhver forn og ill öfl að verki. Eins og staðan er í dag eru þær á leið út í skóg á nýjan leik til að rannsaka staðinn þar sem stúlkan fannst.

En…hér komið þið inn í, kæru Hugarar. Þegar við byrjuðum voru 7 leikmenn en núna eru bara 5. Og í grúppuna vantar sárlega einhvern sem hefur mátt til að lækna (healer). Þeir sem hafa áhuga geta litið á slóðina http://www.goandnet.com/home/forum.php?FORUM_ID=1807… ..

Þeir sem hafa áhuga á að vera með geta sent mér skilaboð eða skrifað eitthvað á OOC-korkinn…..