Jæja, hér kemur formlegur fréttapistill af spilamótinu…

Laugardagur:

Mætti upp úr hádegi og mér til furðu voru eki margir mættir. Gaf mig fram við skipuleggendur og fékk að vita að, sem betur fer, var borðið mitt næstum fullt og mæting á það 100%. Því miður var ekki það sama upp á teningnum alls staðar, því mörg hver voru borðin hálftóm, sum jafnvel aðeins með einn spilara. En við vorum öll komin með sama markmið, þe. að skemmta okkur og við vorum ekki lengi að koma okkur saman um að raða á borðin upp á nýtt. Til að toppa allt saman mætti ekki einn stjórnandinn og fyrir vikið varð að deila þeim spilurum niður á hin borðin. Nú allir tóku þessu með bros á vör og fyrr en varði var spilun komin í fullan swing. Í matarhléinu rölti ég um salinn og mér sýndist á flestum að þeir skemmtu sér og það er fyrir mestu. En sá stjórnandi sem mætti ekki, ef að ég fæ einhverju ráðið, þá mun sá hinn sami aldrei stjórna aftur á Fáfni, svona hegðan, ekki einu sinni hringt og afboðað, er óafsakanleg og einstaklega mikil vanvirðing við þá spilara sem skráðu sig á borðið hjá honum.

Kerfin sem voru spiluð: Call of Cthulu(gamla), D&D 3rd ed., Askur, D&D Ravenloft,

Sunnudagur:
Enn fækkaði á mótinu, en það kom ekki að sök því fyrir vikið varð mótið heimilislegra. Það var spilað á fjórum borðum og mikið fjör. Upp úr átta fór svo fólk að týnast heim á leið, flestir orðnir mettir af spunaspili…í það minnsta út vikuna.

Kerfin sem voru spiluð: Talislanta, Star Wars(gamla), D20 Modern sci-fi, D&D Ravenloft.

Stjórnendur mótsins fá plús fyrir jákvæðni og góðan anda. Þeir létu ekki dapra mætingu á sig fá og voru ákveðnir í að láta alla skemmta sér.

Mínus fær stjórnandinn sem mætti ekki, sem og aðrir stjórnarmeðlmir í Fáfni sem létu ekki einu sinni sjá sig. Ekki gott, ekki gott….

Að lokum kemur hér óformleg könnun: Hverjir hefðu áhuga á því að nýta sér Spunaspilakvöld í Nexus? Þá yrði salurinn opinn fyrir spunaspilurum og þeir gætu mætt, hvort heldur til að spila eða stjórna. Er einhver áhugi fyrir slíku eða er þessi menning að deyja (aftur) út?