Dag einn, við strendur Upphafsins, stendur ungur maður með staf í hendi. Fyrstu sólargeislarnir renna niður hlíðar rökkurgrárra fjalla og rísa síðan úr djúpinu á ný. Og er sólin heldur enn til draumlendna svefnskógarins heldur ungi maðurinn, með stafinn í hendi heim á leið. En í fjöruborðinu finnur hann furðuskepnu. Hvíta, alhvíta, með bláar æðar rétt undir húðinni, hárlaus og fram úr höndum langar klær. Hann ýtir í skepnuna með stafnum en hún hrærir sig hvergi. Hann snýr henni við til að sjá framan í hana en hljóðar, grípur fyrir munn sér:
-Þetta er ég!