Það hefur verið eitthvað verið í umræðunni að stofna nýtt spilafélag. Slíkt er svo sem blessað og gott, svo fremur sem það standi sig betur en Fáfnir hefur gert undanfarin ár. Ég geri mér alveg grein fyrir því að Steini er í skóla og allt það, en það er ekki þar með sagt að félagið þurfi að lognast út af. Meira spurning um að fá einhvern til að hjálpa sér (tipp!).

Ég er einn af steingervingunum í þessu. Ég man eftir fyrsta tölublaði Fáfnis, fyrstu spilamótunum ma. í skáksambandinu og hef verið hálffúll yfir því hversu dauft hefur veirð yfir spilafélaginu undanfarið.

En það er nefnileg svo, að þetta er félag og ekki bara eins manns. Heldur erum við flest, geri ég ráð fyrir, í því. Það þýðir að okkur er EKKI bannað að taka okkur eitthvað fyrir hendur og fá félagið í lið með okkur.

Hverjir hefðu td. áhuga á að endurvekja gamla blaðið? Taka að sér að safna greinum og slíku og koma blaðinu út? Ef ég man rétt voru efnistök þess ekki ósvipuð Dungeon, en allt á íslensku og kannski minna um auglýsingar…

Hvernig væri að félagið myndi starfrækja spilakvöld einu sinni í viku, þar sem spilarar myndu hittast og spila saman mini-adventures? Næg er nú aðstaðan til slíks niður í spilasal, ekki ætti að vera erfitt að fá Gísla til að lána félaginu salinn einu sinni í viku. Þetta gæti líka verið gott tækifæri fyrir byrjendur að kynnast spilinu, fyrir eldri spilara sem eru ‘á lausu’ og grúppulausir til að spila….svo og fyrir alla þá sem hafa gaman af því að spila. Þetta þyrfti ekki svo mikla skipulagningu, aðeins að stjórnendur væru búnir að láta vita að þeir hefðu hug á að stjórna, þeir þyrftu að mæta með persónur og láta vita á hvaða tíma þeir ætluðu að byrja. Síðan væri hægt að hafa þemakvöld….slay-the-dragon, horror, flibb osfrv….

Mestu máli skiptir, til að félagið lognist ekki út af, að félagarnir séu virkir. Í stað þess að sitja á rassgatinu heima og kvarta yfir því að Steini skuli aldrei gera neitt. Persónulega get ég alveg séð af einu kvöldi í viku, um og eftir jól, til að halda utan um eitthvað svona spilakvöld. En maður gerir það ekki einn, til þess þurfa aðrir að koma með.

Endilega komið með fleiri hugmyndir og munið að Fáfnir er félag okkar allra, ekki bara félagið hans Steina.