Yfir hvítar öldur hafsins
heim að þúsund ára eynni,
þar sem dökkir draumar svífa
og dansa milli hvítra húsa,
gráleit andlit vonlaus óska
eftir björtum sumardögum,
flýgur þreyttur lítill fugl
sem fæstir taka eftir.
En einn morgunn er þú vaknar,
ef þú hlustar vel þá kannski heyrir,
gegnum bílalæti og borgarnið,
bjartan vorsins söng.