Svört nótt yfir borgina svífur,
sorg líður hægt yfir allt.
Nákaldur vindur kyrrðina rýfur,
og kroppar napurt í gömul sár.

Öldur við kletta í óráði hjala,
alls staðar hvílir nú brotthættur friður.
Dauðleg náttúra liggur í dvala,
dreymir og kvíðir því að verða til.

Í fjarlægum tíma býr morgunn fagur,
en feigð rís í hjarta þér.
Hvenær, þú spyrð, hvenær kemur dagur?
Hvenær mun loks birta til?

Því allar öldur að lokum leita
ljúfbjörtum ströndum að.