Inn hún siglir sléttan fjörðinn,
svífur létt að þorpinu.
Þar standa lág hús, skip og bátar,
síldarbrennsluturn og kirkja.

Allt um kring er fjöll að finna,
í fjarska glitrar jökullinn.
Sólin skín og tunglið líka,
stjörnur þessa ferðalags

Allir gluggar festir aftur,
enginn vill fá hana inn,
hraðar hendur dyrum loka.
Hrollköld álfaþoka
ferðast inn fjörðinn þinn,
forn og gamall galdrakraftur.

Skelfur hver hönd, hvert bein,
hvergi´ er skjól að finna.
Álfar læðast milli hvítra húsa
og hvísla illt að þeim er hlusta.

Er dagur rís og allir læðast út,
enn má sjá það álfaskip,
er um þessa köldu nótt kom,
kasta akkerum við fjöllin.

En bjartur dagur dugar vel,
drauma gamla burtu hreinsar
og hinni þykku þokuslæðu eyðir.
Því í nótt var kalt og álfar á ferð

og allir gluggar festir aftur,
enginn vildi hana inn
öllum dyrum átti´að loka
hrollköld álfaþoka
ferðaðist inn fjörðinn þinn
forn og gamall galdrakraftur.