Þokan kemur í ljósaskiptunum
yfir garðinn
kyssir hvern legstein og hvert leiði.

Þú veist að þú ert ekki einn,
en samt er enginn á ferli.

Einmana standa trén,
eins og kaktusar í biblíueyðimörk,
og varpa löngum skuggum
inn í þokuna.

Milli leiðanna
vaxa svartar rósir
sem þú þorir ekki að týna.

Hér er enginn hlátur,
enginn grátur eða reiði,
bara ró og friður,
-eilífur friður.

Þú stingur höndum í vasana
og gengur rólegur niður stígana.
Leyfir þokunni að snerta andlit þitt.

Og kvöldið kemur á silkiklæddum fótum,
Litlar stjörnur birtast, ein af annarri
og skína niður til þín.

Kvöldið rennur inn í nóttina,
án þess að þú takir eftir því.
Það fylgdi þér enginn hingað,
nema ef vera skyldi hempuklæddur presturinn,
en héðan fer enginn einn.