Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

tmar
tmar Notandi frá fornöld Karlmaður
3.172 stig

Gos (2 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 8 mánuðum
það er eldur undir, eldur sem um munar, sker í gegnum skorpuna, skaðbrennur eldlilja, það er eldur undir, eldur sem um munar, rökkur og öskuregn, rís fölur dagur, það er eldur undir, eldur sem um munar, glóandi hraunstraumur úr hugardjúpum mínum.

Jarðeldur (6 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 8 mánuðum
ég velti grjóti á milli handanna, ískalt og hornhvasst, ég reif það undan grárri ábreiðu mosa, ískalt og egghvasst, fyrir löngu rann hér hraun, logandi heitt úr iðrum jarðar en skildi síðan eftir sig þetta grjót, ískalt og oddhvasst. eins og hjarta mitt.

Spilamót (0 álit)

í Spunaspil fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Hvernig færi að fara halda spilamót? kannski um miðjan ágúst…rétt áður en skólarnir byrja…

Að drukkna (3 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Beygður kasta ég mér út í eldhafið. Hver aldan á fætur annarri skellur á mér og ég sýp hveljur. Hver andardráttur verður erfiðari og erfiðari, mér finnst sem ég logi að innan. En í fjarska heyri ég spurningu þína enduróma: Er ég þess virði?

Eldur (4 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Eftir langvarandi þurrka sumarsins stígur nú þykkur, svartur reykur upp frá skóglendum hugans. Seinna, þegar ég lít aftur yfir, undrar mig að sjá græna sprota stingast upp úr sviðinni jörðinni.

Is anybody out there? (4 álit)

í Spunaspil fyrir 20 árum, 10 mánuðum
HÆ! Ég er svo óheppinn að flestir þeir vina minna sem eitt sinn rolaplay'uðu eru allir hættir, djammið tekur svo mikið af tíma þeirra. En mig langar enn til að spila. Ég er opinn fyrir öllu, nema GURPS(nenni ekki að fara út í einhverjar umræður um af hverju) og get vel hugsað mér að stjórna. Ég hef ágæta þekkingu á D&D 3rd edition, AD&D, Star Wars (gamla kerfið) og Cthulhu (gamla aftur, djöfull er maður að verða gamall!), get stjórnað öllum þessum kerfum. Endilega, ef að það er laust sæti...

Tréð (2 álit)

í Smásögur fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Tréð Fyrir vestan er fjörður sem fyrir löngu lagðist í eyði. Áður fyrr var þar þó nokkur byggð en þegar farið var að leggja vegi fyrir bíla og árabátar urðu að gufuknúnum skipum fækkaði íbúum fjarðarins smám saman. Enn í dag má finna leifar þessarar byggðar: hlaðna veggi og fúna bryggju. Þar má finna í brekku einni rétt hjá mosavöxnum húsarústum gróna laut. Miðja vegu milli hennar og rústanna er gröf merkt kringlóttum steini. Fyrir löngu síðan var nafn grafið í hann en vindar og regn hafa...

Mig vantar spilara (8 álit)

í Spunaspil fyrir 21 árum
Hæ! Mig bráðvantar fleiri spilara í PBEM-spilið mitt. Það er búið að vera í gangi í 4 1/2 mánuð og hetjurnar eru komnar á sporið. Endilega skoðið síðuna og látið mig vita hvort að þið hafið áhuga á að vera með. Slóðin er: http://www.goandroleplay.com/home/forum.php?FORUM_ID=1807 Tma

Vorljóð (6 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Undir sölnuðu grasi og haustlitu laufi, liggur hending og býður þess að vori hver stafur titrar og grunar græna litinn hinum megin við ánna, um græsku.

Skammdegi (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Yfir þökunum flýtur bensínlitaður himinn og milli garðanna fjúka börn haustsins. Með kvöldinu berst lágt suð frá æðakerfi borgarinnar eins og barnagæla en hvar eru heiðir sumardagar í þessu steinsteypta völundarhúsi? Hljómlítið líður skammdegið, eins og fræ í sunnanvindi. Eins og stakt fræ sem svífur upp og finnur sér sess í gili skýja, svífur upp og hverfur.

Umfjöllun um ljóð vikunnar: Rauð olíulindin brann (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Ljóð vikunnar var að þessu sinni ljóðið “Rauð olíulindin brann” eftir meistara Zorglúbb. Málum bæinn rauðann sandinn svartann með olíunni hans Sáms frænda eða tilvonandi. Tilvonandi munu svo veggirnir hrynja og svartar krumlur Saddams brenna í helvíti og umvefja oss olíusvartur faðmur frelsarans með byssukjaftinn við nef mér. svo frá himni gefur oss daglegt brauð með mcdonaldsborgara í sem vér skolum niður með stoltinu. Faðir vor, þú sem ert á himni með vopn og lífsins verjur helgist þín...

Við Upphafið (5 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 1 mánuði
Dag einn, við strendur Upphafsins, stendur ungur maður með staf í hendi. Fyrstu sólargeislarnir renna niður hlíðar rökkurgrárra fjalla og rísa síðan úr djúpinu á ný. Og er sólin heldur enn til draumlendna svefnskógarins heldur ungi maðurinn, með stafinn í hendi heim á leið. En í fjöruborðinu finnur hann furðuskepnu. Hvíta, alhvíta, með bláar æðar rétt undir húðinni, hárlaus og fram úr höndum langar klær. Hann ýtir í skepnuna með stafnum en hún hrærir sig hvergi. Hann snýr henni við til að...

Um kvöldmatarleytið (7 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 1 mánuði
-Ég trúi þessu ekki, segir hann byrstur. -Hverju trúirðu ekki, spyr ég. -Heldurðu að hundspottið sé ekki aftur komið í garðinn, svarar hann og snýr sér frá glugganum. Undanfarið hefur það komið fyrir að tík hjónanna á númer ellefu hefur sloppið út. Ég er svosem ekkert að taka það nærri mér, enda ólst ég upp í sveit og þar var alltaf nóg af hundum. Hann aftur á móti, af einhverjum orsökum, hatar þá. Ég skil ekki alveg af hverju, enda vill hann ekkert tala um það. -Djöfullinn hafi það, hvað á...

Verkefni #1: Lýsingarorð (12 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 1 mánuði
Mig langar til að gera smá tilraun hérna. Það hafa verið póstaðar nokkrar greina um það að skrifa og ég vona það að sem flestir hafi gagn og gaman af þeim greinum. Það sem mig langar til að tala um núna, tengist þessari tilraun minni. Lýsingarorð eru gríðarlega mikilvæg rithöfundinum, reyndar svo að án þeirra er afskaplega erfitt að miðla mynd til lesandans. Það er stórkostlegur munur á því að segja: Bíll/Rauður bíll. Með lýsingarorðum fá nafnorðin okkar einhverja eiginleika, sem aðgreina...

Klassískar sögur (0 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 1 mánuði
Klassískar sögur-kubburinn hefur verið uppfærður. Endilega þeir sem hafa uppástungur um sögur sem þar eiga heima, látið stjórnendur vita. BTW það koma aðeins sögur til greina sem hafa verið gefnar út og hægt er að finna á netinu.

Fréttir af Fáfni (10 álit)

í Spunaspil fyrir 21 árum, 1 mánuði
Jæja, hér kemur formlegur fréttapistill af spilamótinu… Laugardagur: Mætti upp úr hádegi og mér til furðu voru eki margir mættir. Gaf mig fram við skipuleggendur og fékk að vita að, sem betur fer, var borðið mitt næstum fullt og mæting á það 100%. Því miður var ekki það sama upp á teningnum alls staðar, því mörg hver voru borðin hálftóm, sum jafnvel aðeins með einn spilara. En við vorum öll komin með sama markmið, þe. að skemmta okkur og við vorum ekki lengi að koma okkur saman um að raða á...

Spilamót (9 álit)

í Spunaspil fyrir 21 árum, 1 mánuði
Jæja, þá er komið að því….Spilamót næstu helgi og rífandi stemmning í gangi…heyrst hefur að Gísli sjálfur ætli að sýna gamla takta og mæta í eldgömlum D&D bol, óþvegnum síðan á Fáfni III….ekki missa af þessu….nei, annars bara grín….Mig langaði bara að minna alla á að skrá sig á mótið sem fyrst. Það eru mörg kerfi í boði, og það verður eflaust mjög gaman á mótinu. Allir sem einn, drífa sig niður í Nexus og skrá sig…STRAX!!!! Allar upplýsingar um stjórnendur, kerfi og heima eru á síðunnu www.nexus.is….

HEAR YE!!! HEAR YE!!! (5 álit)

í Spunaspil fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ertu hetja? Ertu maður eða mús? Viltu setja mark þitt á heiminn? Þá gætir þú verið maðurinn sem Magister Nexus leitar að. Nexus leitar eftir nokkrum hráefnum í öflugan seið, sem hann kallar Spilamót. En til þess þarf hann einna helst eitthvað sem er kallað Stjórnendur. Það er þitt hlutverk að finna einn slíkan og koma honum til Nexus, eins fljótt og auðið er.

ATH!!!!ATH!!!ATH!!!!!!!!! (6 álit)

í Spunaspil fyrir 21 árum, 1 mánuði
Mér hefur borist til eyrna að enn hafa ekki það margir stjórnendur skráð sig á mótið. Ætla virkilega allir að spila? Ég hvet alla stjórnendur til að senda tölvupóst á nexus@heimsnet.is og skrá sig á mótið sem fyrst. Því fleiri því betra….án ykkar er erfitt að halda mót, sem þetta….

Steinninn (4 álit)

í Spunaspil fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Sælir! Mér fannst framtak Webboy me afbrigðum þannig að ég ákvað að herma eftir. Ég ætla að stjórna Ravenloft á komandi móti. Ævintýrið er fyrir persónur á 6-9 lvl og er talsvert langt, þannig að þeir sem hafa áhuga á að spila á borðinu mínu mega búast við því að sitja þó nokkuð lengi. Ævintýrið er ekki fyrir viðkvæma, þetta er horror og þar getur ýmislegt gerst. Þar af leiðir er 18+ hjá mér. Ég er ekki byrjendavænn, þe. ég nenni ekki að útskýra reglur og þess háttar fyrir algerum byrjendum...

Mót í vændum (42 álit)

í Spunaspil fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Helgina 8.-9. mars verður haldið mót í Iðnskólanum í Reykjavík. Mótið verður með svipuðu sniði og síðasta mót, nema að í þetta skiptið verða fleiri stofur í notkun og fyrir vikið verður hægt að einangra þá sem vilja vera sér (þe. alvöru nördar frá wannabe-nördum….:)). Tímabilin verða sem hér segir. Laugardagur 12-23 Sunnudagur 12?-20. (ekki 100% viss um þennan tíma) Allavega, ég hvet alla til að koma og taka þátt. Skráning spilara fer fram í Nexus og hefst 1. maí, eða líklegast 2.maí þar sem...

Sagnir (6 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Íslenska er sagnamál. Við eigum alveg heilan helling af sögnum, sem margar hverjar lýsa sömu ‘aðgerð’ eða ‘gjörð’, bara með einhverjum örlitlum merkingarmun. Auðvelt er að benda á dæmi þessu til stuðnings, svo sem labba, ganga, rölta, trítla, skeiða, stika og tölta. Allar þessar sagnir lýsa sömu aðgerð, þe. að setja aðra löppina fram fyrir hina og endurtaka í sífellu til að komast á áfangastað. En hvernig nýtist þessi staðreynd okkur? Jú, þetta auðveldar okkur, sem erum að dúlla við að...

Prósaljóð (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Ég hef verið að dúlla mér við að setja saman prósaljóð og jafnvel verið að brjóta eldri ljóð niður og setja þau upp á nýjan leik. Hérna fylgir ein tilraun af þessu tagi. Að sakna Við skautum á tunglskini, milli svartra jökla og hvítra sanda, hárra kletta og fíngerðra trjáa, í plógförum akra við liggjum og látum okkur dreyma um að vera öldur á blárri strönd, um bjartklædda himna þeysa eldhnettir og leikum við þar engla, uns horfi ég í dauðlituð augu þín, með hryggð veitir þú mér nábjargirnar...

Að sýna eða segja (5 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Eitt af þeim atriðum sem maður rekur sig jafnan á er hvernig á að koma myndmáli til skila. Skiptir þá einu máli hvort um ljóð, smásögu eða skáldsögu sé að ræða. Það er nefnilega ekki hlaupið að því segja frá á þann hátt að sá sem les upplifi söguna. Hversu oft hefur maður ekki sjálfur hreinlega liðið inn í söguna og orðið hluti af henni? Séð allar persónurnar lifna á blaðsíðunum fyrir framan sig og verið algerlega hugfanginn. Þetta er nefnilega merkilegur galdur, að skrifa þannig. Hver...

Vantar spilara (0 álit)

í Spunaspil fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Hæ! Er einhver sem hefur áhuga á að spila bard í ongoing pbem-ævintýri? Það er nefnilega svo að við vorum með 6 spilara en svo datt einn út(hefur ekki póstað lengi) og það væri ágætt ef einhver myndi nenna að taka upp þráðinn þar sem hann skildi við hann. Við spilum á þráðakerfi, sem er ekki ósvipað kerfinu á huga.is. Kíkið endilega á síðuna okkar http:www.goandnet.com/home/forum.php/FORUM_ID=1807… Ég er líka alveg til í að skoða það að hleypa inn alveg nýrri persónu ef að hún passar inn í...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok