Íslenska er sagnamál. Við eigum alveg heilan helling af sögnum, sem margar hverjar lýsa sömu ‘aðgerð’ eða ‘gjörð’, bara með einhverjum örlitlum merkingarmun. Auðvelt er að benda á dæmi þessu til stuðnings, svo sem labba, ganga, rölta, trítla, skeiða, stika og tölta. Allar þessar sagnir lýsa sömu aðgerð, þe. að setja aðra löppina fram fyrir hina og endurtaka í sífellu til að komast á áfangastað. En hvernig nýtist þessi staðreynd okkur? Jú, þetta auðveldar okkur, sem erum að dúlla við að...