Mig langar til að gera smá tilraun hérna. Það hafa verið póstaðar nokkrar greina um það að skrifa og ég vona það að sem flestir hafi gagn og gaman af þeim greinum. Það sem mig langar til að tala um núna, tengist þessari tilraun minni.

Lýsingarorð eru gríðarlega mikilvæg rithöfundinum, reyndar svo að án þeirra er afskaplega erfitt að miðla mynd til lesandans. Það er stórkostlegur munur á því að segja: Bíll/Rauður bíll. Með lýsingarorðum fá nafnorðin okkar einhverja eiginleika, sem aðgreina þau frá öðrum sömu tegundar. Bíll getur verið hvernig sem er á litinn en Rauður Bíll getur aðeins verið rauður.

Tilraunin er á þessa leið: Ég hvet ykkur til að skrifa 500 orða texta. Skrifið á þessa leið. Límið lýsingarorð á öll nafnorð. Síðan skuluð þið taka þau öll í burtu og skoða muninn á textanum. Hvað breytist? Póstið báðum útgáfum hér á huga (og fáið 10 stig fyrir ;) ) merkt á þessa leið Verkefni #1: [nafn á textanum]. Það væri gaman að sjá afraksturinn og heyra hvernig ykkur finnst ykkur hafa tekist.

Dæmi um texta:

Rauður bíll ók niður vota götu. Hátt yfir blautu malbikinu skinu langleitir ljósastaurar og vörpuðu kaldri birtu inn í þetta dimma skammdegi.

Án lýsingarorða.

Bíll ók niður götu. Hátt yfir malbikinu skinu ljósastaurar og vörpuðu birtu inn í þetta skammdegi.