Ertu hetja? Ertu maður eða mús? Viltu setja mark þitt á heiminn? Þá gætir þú verið maðurinn sem Magister Nexus leitar að. Nexus leitar eftir nokkrum hráefnum í öflugan seið, sem hann kallar Spilamót. En til þess þarf hann einna helst eitthvað sem er kallað Stjórnendur. Það er þitt hlutverk að finna einn slíkan og koma honum til Nexus, eins fljótt og auðið er.